Góði svefninn og pásurnar

Í nótt svaf ég ólýsanlega vel fyrir utan einu sinni þegar Kári vindur reif upp gluggann og sveiflaði honum til og frá. Ég sætti mig ekki við það og lokaði glugganum mjög ákveðin! Uppí rúm fór ég um ellefu leitið og stilti vekjaraklukkuna á átta því ég var nógu þreytt til að gefa mér það að ég mundi sofna strax sem þýddi að það væri ekki of snemmt að vakna klukkan átta. Vekjaraklukkan öskraði á mig klukkan átta eins og henni bar og ég vaknaði bara þokkalega hress, fann ekki neitt fyrir því að ég þyrfti eða langaði neitt sérstaklega að sofa áfram. Eins og fólk gerir, þá lokaði ég augunum en aðeins í þeim tilgangi að opna þau aftur, það kallast að depla augunum. Nema, þetta deppl varaði í klukkutíma og allt í einu var klukkan orðin níu og þá var ég sko búin að sofa nóg, ætlaði að fara á fætur og nýta daginn vel. Eins og asni deplaði ég augunum aftur og aftur leið klukkutími!

Ég veit hvernig þetta hljómar, en satt að segja var ég jafnhissa í bæði skiptin, klukkan 9 og klukkan 10 að ég hafi í alvörunni sofnað! Ég fann ekki fyrir því að ég hafi sofnað og þessir klukkutímar voru svo sannarlega fljótir að líða....

Ég er búin að lesa í Pride and Prejudice og The Collector til skiptis síðan ég vaknaði, engar rosalegar pásur, bara til að borða og til að taka pásu annað slagið og þá leifi ég mér ekki að lesa í þeirri von um að ég endist lengur við lesturinn í dag. Það er víst takmarkað hvað maður getur lesið og lært í sömu adrennu.

Núna er ég í einni pásunni, fékk mér pítsusneið af pítsunni sem ég bakaði mér í gær (mjög góð, spelt, kjúlli og grænmeti). Ég er að hlusta á Band of Horses sem er ein besta hljómsveit í heimi að mínu mati, lagið The Funeral er besta lagið í heimi! Það er bara þannig.

Í þessum pásum mínum ákvað ég að gera eitthvað annað og uppbyggilegra en að fara á facebook þó ég hafi gert all mikið af því í dag, ég kíkti á heimasíðu Háskóla Íslands til að skoða hvað væri í boði og hvað stúdentaíbúðir kosta og ýmislegt. Það sem vakti áhuga minn var Austur- Asíufræði en það er bara 60 eininga aukafag. Það er svosem allt í lagi. Skiptir mig eiginlega engu máli, ég er ekkert að fara í það fag hvort eð er. Ég ætla í sálfræðina en það er alltaf gaman að sjá hvað er í boði, kannski að maður kíki á einhver námskeið bara sér til ánægju og til að svala óútskýranlegri forvitni. Ég hef mikinn áhuga á Asíu.

Um þessa helgi ætla ég að klára enskuna eins og hún leggur sig, þá get ég lagt hana til hliðar og einbeitt mér að öðrum fögum. Fyrir lokaprófið 12. maí mun ég líta yfir dásamlegu glósurnar mínar og brillera!

Gott hjá mér Joyful


Allt gott takk fyrir en þú?

Ég segi allt gott í dag, en þú?.
Vann í söguritgerðinni soldið fram á nótt í gær og vaknaði svo 40 mínútum seinna í morgun en vanalega en það var allt í lagi. Kormákur var einstaklega hress og kátur í morgun, tók maukmorgunmatinn sinn og labbaði sér bara upp til ömmu sinnar og sagði "nammnamm". Hann er duglegur litli gullmolinn minn.

Ég sæki hann kl 15:30 í dag og þá held ég að við munum skemmta okkur við að taka aðeins til af því að ég er búin með lærdóm dagsins. Það þýðir samt ekki að ég ætli ekki að læra meira í dag. Ég ætla að stúdera spænskuna, gera smá skipulag í sögunni og lesa nokkra kafla í enskunni.

Það er svo gaman þegar það gengur svona vel!
Flott hjá mér!


Alls konar góð niðurstaða...

Dagurinn byrjaði ekki vel því ég var lengi að koma mér af stað en það hafðist þó að lokum, ég kláraði allan undirbúning við ritgerðina, púslaði henni lauslega saman, las nokkra kafla í Pride and Prejudice og nokkrar blaðsíður í spænskunni.

Ég er búin með allt sem ég þarf að læra fyrir daginn í dag sem veitti mér smá svigrúm til að búa til þæginlegt yfirlits-skipulag fyrir apríl og maí. Það skipulag lítur vel út og gefur mér ótrúlega góða tilfinningu fyrir verðandi markmiði mínu; hvítu húfunni!Tounge

Í dag hef ég fundið fyrir margs konar andstæðum tilfinningum á sama tíma, ég var södd og svöng á sama tíma, ég var stressuð og kvíðin í bland við að vera frekar niðurdregin og sama um allt en á sama tíma ferlega ánægð með sjálfa mig og lífið. Til að missa ekki algerlega stjórn á mér talaði ég við pabba og Maríu frænku á msn um allt og ekkert. Það hjálpaði mér að einangrast ekki. Ég sagði þeim til dæmis hvað ég væri að læra og hvað það væri stutt í prófin og svona ýmislegt sem í rauninni skipti ekki máli, en það hjálpaði.


Það hafðist

Jæja, þá hafðist það að ég kláraði það sem ég ætlaði að klára, ég lærði fyrir próf, kláraði verkefni í ensku, las og glósaði Völuspána svo vel að ég þarf ekki að stúdera hana aftur öðruvísi en að rétt renna yfir hana fyrir próf og svo kláraði ég næstum ritgerð um heimsendispár í gamla daga (eða fyrir 1900). Á morgun fer ég á bókasafnið að leita mér að heimildum um heimsendi í bókstaflegum bókum því það er í tísku að þurfa að nota alvöru bækur sem heimildir. Ekkert að því, bækur eru eitt af því fallegasta sem til er.

Þau fög sem ég tel mig vera örugga um að ná eru enskan, íslenskan, landafræðin og sagan. Stærðfræðin, eðlisfræðin og spænskan eru í mestri áhættu. Annað er það ekki, sem betur fer!

Ég er ofsalega sátt við sjálfa mig og lífið núna. Mér finnst ég vera á réttri braut í lífinu þó ég sé ekki alveg á þeim stað sem mig langar að vera á, sem mér þætti gaman og ánægjulegt að vera á en ég fer að komast þangað mjög bráðlega og ef það væri ekki fyrir allt yndislega fólkið í kringum mig þá væri ég ekki á næstum eins góðum stað í lífinu. Ég er ævinlega þakklát!

Ég vil sérstaklega þakka mömmu minni fyrir að vera... bara sú sem hún er, hún er sennilega akkúrat sú mamma sem hentar mér best til að ég nái að gera þá hluti sem mér eru "ætlaðir"! Pabbi hefur líka gert sitt, heldur betur! Já, ótrúlegt en satt, þau eru örugglega mjög nálægt því að vera svo fullkomin blanda af svipuðum andstæðum sem skilar sér í frábærlega skrautlegu en góðu uppeldi. Án þeirra væri ég ekkert ;)


Mánuður í próf

stress1Í dag er það Völuspá og söguritgerð um heimsendispár á 18. öld!Fyrsta prófið byrjar miðvikudaginn 4. maí!

Kormákur er í pössun á daginn hjá Elínu föðursystur hans og er ég óendanlega þakklát fyrir þann stuðning!


Samatekt

Ég náði ekki 5daga markmiði mínu og fer helgin í að vinna það upp, ég leifði mér samt sem áður að fara á tónleika með Playmo, I spoil myself! Fyrst fór ég í afmælisboð til vinkonu minnar, sem reyndist ekki vera aprílgabb. Þar hitti ég gamlar og góðar vinkonur sem ég hef ekki hitt lengi en aðra þeirra hef ég ekki hitt í marga mánuði en mér leið eins og ég hefði verið að hitta hana annan daginn í röð, þannig lýsir góð vinátta sér mundi ég segja.

Uppúr miðnætti fórum við á Hressó þar sem Dabbi (í Í svörtum fötum) og Böddi (í Dalton) og "Jóhanna Guðrún" voru að spila. Jóhanna Guðrún vildi ekki þekkjast svo hún dulbjó sig sem trommara (trommarann í Dalton) og setti á sig hárkollu og sólgleraugu og til að passa að enginn þekkti hana á röddinni ákvað hún að vera fyrir aftan Dabba (kærastann sinn) og lemja á bongótrommur og það gerði hún alveg einstaklega vel.

playmoskisss

Þaðan var förinni heitið á Amsterdam þar sem Playmo spilaði og vorum við Halla mest áberandi á dansgólfinu og vægast sagt lang bestu dansararnir. Í einni pásunni hjá hljómsveitinni kemur söngvarinn Óli Gunn til mín og þakkar mér kærlega fyrir stuðninginn, þ.e að teikna lógó fyrir þá og að vera dugleg að mæta á tónleika o.fl. Það besta er að hann tilkynnir mér þarna í persónu að hann og hljómsveitin ætli að spila í útskriftinni minni í maí!!Grin

 Hér er svo ein útgáfa af lógói sem ég teiknaði fyrir þau en í kössunum eru meðlimirnir sem heita frá vinstri: Óli Gunn (söngur), Hanna (trommur), Þórarinn (gítar), Björgvin (bassi) og Baddi (gítar)

Ég held að ég sé að fara rétt með, ég er ekki alveg 100% viss með Þórarinn og Björgvin en næstum. 


Vika 1 dagur 5

Í dag er lokadagurinn í 5daga áætlun minni og það hefur gengið vel. The Collector hefur næstum náð svo sterkum tökum á mér að ég á erfitt með að hætta að lesa hana til að lesa í einhverju öðru. Í dag er það saga, spænska, stærðfræði og íslenska og svo afmæli í kvöld!

Áhrif

Um leið og ég var búin að skrifa færsluna tók ég inn lyfið og fann mjög fljótlega fyrir mun. Ég gat lesið hraðar án þess að þurfa að einbeita mér að muna það sem ég var að lesa, ég mundi það. Ég þurfti ekki að einbeita mér að hverju orði fyrir sig, ég gat rennt mjúklega yfir textann eins og hann væri heild, sem hann er. Engin orð sem ég gat ekki séð fyrir mér trufla mig lengur, ég þarf ekki að sjá textann fyrir mér í myndrænu formi, það er nóg að sjá orðin og þá skil ég.

Þó það sé gaman að sjá fyrir sér það sem maður les þá getur það verið svo rosalega tímafrekt, sérstaklega þegar orð eins og "hesturinn hoppar yfir grindverkið" kemur. Ég get ímyndað mér hest hoppandi yfir grindverk, ekkert mál en orðið "yfir" stoppar mig! En ekki lengur Smile

Mér líður eins og ég sé að sjúga inní mig vitneskju um eitthvað ákveðið efni sem einfaldlega hlaðast upp í þeirri röð ég les það. Það er komið inn og ég þarf ekki að hafa fyrir því.

Ég ELSKA að lesa og ég hata þegar mér finnst það erfitt!

Ég er einbeittari og skarpari, ég náði þokunni LoL


ADHD

Í morgun gleymdi ég að taka lyfin, ég áttaði mig ekki á því strax en það var eitthvað öðruvísi, ég hélt kannski að ég hefði sofið illa en ég gerði það ekki.

Það var eins og einhver væri inní hausnum á mér að segja mér að hugsa eitthvað annað, þessi einhver var jafnvel að tala við mig, ekki með orðum, ég heyri ekki í neinum en ég var ekki á staðnum, þessi einhver var fyrir mér, það var ekki pláss fyrir mig í mínum eigin heila/hug.

Ég las og las, ég skildi hvert orð og ef það kom orð sem ég skildi ekki þá tók ég eftir því að ég skildi það ekki, leitaði að því í orðabók og glósaði og svona gekk það í nokkra stund en ég þurfti virkilega að hafa fyrir því að muna hvað ég var að lesa, það var virkilega erfitt, stöðugt að hugsa til baka, rifja upp hver sagði hvað, við hvern, hvað gerðist, af hverju eitthvað gerðist í samhengi við það sem áður hafði gerst og ég fékk hausverk.

Myndræn lýsing á þessarri tilfinningu er eins og það sé móða inní hausnum á mér og ég ræð ekki við hana, ef ég reyni að grípa í hana til að koma henni fyrir á réttum stað eða til að hafa stjórn á henni þá fer ég bara í gegnum hana, ég næ henni ekki. Ég gefst upp á að reyna að hafa stjórn á þokunni og viðurkenni vanmátt minn gagnvart henni og fyrir vikið finnst ég vera hálfgerður vitleysingur, vitleysingur er ekki beint rétta orðið. - Ég er eins og hundur í ól, ég ræð ekki hvert ég fer, ég get ekki losað ólina, ég er föst, undir einhverjum komin sem hefur valdið yfir mér og í vonleysi mínu sætti ég mig við það...

Ég ætla ekki að sætta mig við þetta! 


Vika 1 dagur 4

Dagurinn í gær gekk ekki heldur alveg eins vel og ég vonaðist, ég náði ekki að lesa Völuspána og ég held að kvíði hafi verið stórt hlutverk í þeirri útkomu, ég kvíði fyrir því að byrja að lesa þetta vegna þess að það er tímafrekt og satt að segja finnst mér þessi íslenska ekki skemmtileg. Ég veit samt ekki hvort mér finnist Völuspáin leiðinleg því ég hef ekki lesið hana en ég óttast það.

Um leið og ég vaknaði í morgun fór ég strax að borðinu þar sem ég læri og byrjaði að lesa í The Collector, hún er svo spennandi. Hún er um strák á mínum aldri sem rænir draumastúlkunni sinni... ég segi meira frá því seinna.

Ég ætla ekki í hádegisjóga í dag og ekki heldur að ganga í skólann í kvöld.

Markmið dagsins:
15 bls í The Collector
1 klst í spænsku
4 kafla í Pride and Prejudice
2 kafla í sögu


Vika 1 dagur 3

Þessi dagur leggst vel í mig. Ég sofnaði seint því ég komst í svo mikið læristuð en svaf vel og mér líður einstaklega vel, það gerist stundum. Markmið dagsins er að glósa 9.kaflann í landafræði, lesa meira í The Collector (allt að 30 blaðsíður), lesa...

Vika 1 dagur 2

Þessi dagur gekk ekki eins vel og í gær, hann gekk ekki eins vel og ég ætlaði mér en hann gekk þó og ég gekk ansi mikið. Ég gekk útá nes og fór í hádegisjóga hjá Hauki sem er afskaplega þæginleg persóna, með þæginlega rödd. Ég gekk heim og tók það mig...

VALBORG

Elsku vinkona mín á afmæli í dag, til hamingju með daginn Valborg mín =D

"smá" auka

þessi færsla verður undantekningalaust bara með litlum stöfum út af alls engri ástæðu. ég labbaði í skólann í dag og kom of seint en það var í lagi því ég vissi alveg hvað kennarinn var að tala um og fannst ekki þörf á frekari útskýringu en það sem ég...

Vika 1 dagur 1

Í gær gerði ég mér plan fyrir þessa viku, eða fram á föstudag. Þetta plan er stíft og þungt og má nánast ekkert út af bera því þá þarf ég að nota hádegið til að bæta það upp. Ég vaknaði samviskusamlega klukkan átta í morgun, fékk mér seríos og byrjaði að...

Ný markmið

Segjum að ég ætli að taka þátt í einhverju maraþoni og mig langar til að heita á gott málefni, hvort er betra að safna fyrir góðgerðafyrirtæki eða persónu sem maður þekkir sem maður heldur að þurfi á fjárhagsaðstoð að halda. Segjum að þessi manneskja...

Síðasti hnerrinn...

Jæja, síðasti hnerrinn sem ég hnerraði varð til þess að ég lenti á slysó. Hafði ég þá tognað á bakinu við að dansa og hoppa á skemmistað við undirleik Dalton. Ekki lét ég þetta stoppa mig í einu né neinu og hélt áfram að lifa, vinna læra og að vera...

Það á að lögleiða fíkniefni

NEI, eða jú, nei annars, það er asnalegt! Ég get ekki ákveðið mig að fullu því mér finnst þessi spurning leiða mig í hringi og þannig spurningum er mér illa við, í augnablikinu. Mér finnst þetta að hluta til kjánaleg spurning og hugsa "auðvitað á ekkert...

Bölvuð veikindi...

Eyrnabólga byrjaði að gera vart við sig á þriðjudaginn ef ég á að vera nákvæm, annars fann ég mest fyrir henni á miðvikudaginn. Þá jókst hún og fór niður í háls, ég varð hás og missti á endanum röddina. Slappleikinn jókst líka alveg frá og með...

Flókið framtíðarval...

Eins og pabbi minn sagði fyrir nokkrum árum, og það situr enþá fast í mér, hélt hann á yngri árum að lífið mundi enda eftir þrítugt. Sem sagt, hann hélt að hann mundi ekki gera neitt spes eftir þrítugt, þá væri hann búinn að hugsa sér að eignast börn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband