Það hafðist

Jæja, þá hafðist það að ég kláraði það sem ég ætlaði að klára, ég lærði fyrir próf, kláraði verkefni í ensku, las og glósaði Völuspána svo vel að ég þarf ekki að stúdera hana aftur öðruvísi en að rétt renna yfir hana fyrir próf og svo kláraði ég næstum ritgerð um heimsendispár í gamla daga (eða fyrir 1900). Á morgun fer ég á bókasafnið að leita mér að heimildum um heimsendi í bókstaflegum bókum því það er í tísku að þurfa að nota alvöru bækur sem heimildir. Ekkert að því, bækur eru eitt af því fallegasta sem til er.

Þau fög sem ég tel mig vera örugga um að ná eru enskan, íslenskan, landafræðin og sagan. Stærðfræðin, eðlisfræðin og spænskan eru í mestri áhættu. Annað er það ekki, sem betur fer!

Ég er ofsalega sátt við sjálfa mig og lífið núna. Mér finnst ég vera á réttri braut í lífinu þó ég sé ekki alveg á þeim stað sem mig langar að vera á, sem mér þætti gaman og ánægjulegt að vera á en ég fer að komast þangað mjög bráðlega og ef það væri ekki fyrir allt yndislega fólkið í kringum mig þá væri ég ekki á næstum eins góðum stað í lífinu. Ég er ævinlega þakklát!

Ég vil sérstaklega þakka mömmu minni fyrir að vera... bara sú sem hún er, hún er sennilega akkúrat sú mamma sem hentar mér best til að ég nái að gera þá hluti sem mér eru "ætlaðir"! Pabbi hefur líka gert sitt, heldur betur! Já, ótrúlegt en satt, þau eru örugglega mjög nálægt því að vera svo fullkomin blanda af svipuðum andstæðum sem skilar sér í frábærlega skrautlegu en góðu uppeldi. Án þeirra væri ég ekkert ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband