Alls konar góð niðurstaða...

Dagurinn byrjaði ekki vel því ég var lengi að koma mér af stað en það hafðist þó að lokum, ég kláraði allan undirbúning við ritgerðina, púslaði henni lauslega saman, las nokkra kafla í Pride and Prejudice og nokkrar blaðsíður í spænskunni.

Ég er búin með allt sem ég þarf að læra fyrir daginn í dag sem veitti mér smá svigrúm til að búa til þæginlegt yfirlits-skipulag fyrir apríl og maí. Það skipulag lítur vel út og gefur mér ótrúlega góða tilfinningu fyrir verðandi markmiði mínu; hvítu húfunni!Tounge

Í dag hef ég fundið fyrir margs konar andstæðum tilfinningum á sama tíma, ég var södd og svöng á sama tíma, ég var stressuð og kvíðin í bland við að vera frekar niðurdregin og sama um allt en á sama tíma ferlega ánægð með sjálfa mig og lífið. Til að missa ekki algerlega stjórn á mér talaði ég við pabba og Maríu frænku á msn um allt og ekkert. Það hjálpaði mér að einangrast ekki. Ég sagði þeim til dæmis hvað ég væri að læra og hvað það væri stutt í prófin og svona ýmislegt sem í rauninni skipti ekki máli, en það hjálpaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband