Færsluflokkur: Dægurmál

Ólivía og Óliver

Í morgun fórum við Kormákur í dýrabúð með það í huga að stytta okkur stundir, gera eitthvað skemmtilegt og skoða en komum heim með tvo litla sæta gullfiska sem við nefndum Ólivía geðlæknir og  Óliver taugasálfræðingur.

08062011731

Ég átti glerkúlu sem ég hafði notað undir aðra fiska í gamla daga, ég setti hana í uppþvottavélina til að skola hana vel en hún sprakk svo ég rændi blómavasanum hennar mömmu sem var nýkominn úr uppþvottavélinni og það kemur bara mjög vel út. Kormákur reyndi að gefa þeim ost áðan en þeir voru ekkert spenntir fyrir honum. 

Það sem er helst í gangi hjá mér er óvissa og endalausar pælingar um framtíðina. Mér finnst framtíðin vera svo langt í burtu og mér finnst svo margt eftir sem ég á eftir eða vil eða þarf að gera. Ég veit ekki einu sinni hvað ég þarf, vil eða á eftir að gera... Sem gefur framtíðinni óljósa mynd sem hefur engin mörk.  Sumarskólinn er ekki að ganga vel en hann mjakast, þegar Kormákur fer í sumarfrí til pabba síns ætla ég að spíta vel í lófana og ljúka þessu með stæl. Ekkert of mikið vonleysi þar, hef náð að skila öllum verkefnum, lægsta einkunn sem ég hef fengið er 6 og hæsta er 10. 

Varðandi  japönskuna í HÍ næsta haust, ég veit ekki hvort ég fari í hana eða hvort ég breyti, báðir möguleikarnir eru vipað líklegir. Jafnvel möguleikinn að fara ekki í háskóla ef ég næ ekki að ákveða mig er líklegur miðað við ástandið eins og það er núna. En ég veit ekki hvað ég mundi þá gera, ef ég færi ekki í háskóla.......................................... úff


Sjónvarpskaka

Í dag bökuðum við Kormákur mjög vel heppnaða sjónvarpsköku, Kormákur var orðinn svolítið pirraður alveg í lokin því ég þurfti að hlaupa útí búð að kaupa púðursykur og svo var kremið svo lítið sem átti að fara ofaná kökuna að ég gerði annan skammt, ég sé ekki eftir því.

31052011706

 Nú á meðan Kormákur sefur er ég að rembast við að læra spænskuna, það þarf mikla þolinmæði í hana og mikinn tíma. Á miðvikudaginn á ég að skila fyrsta skilaverkefninu en þar á ég að tala um sumarfríið mitt seinasta sumar. Ég er næstum búin með það enda var seinasta sumar hreinasta gersemi þegar við Kormákur kíktum til Noregs.

Í lok júní koma þau svo til Íslands, fyrst stelpurnar og einn/eini tengdasonurinn, þ.e kærasti Maríu. Nokkrum dögum seinna koma Ævar og Rúna en þá fer María og Thomas heim og Freyja verður áfram. Hún ætlar að fá að gista hjá okkur Kormáki einhverja nótt. Það verður sko gaman því seinasta sumar náðum við mjög vel saman og erum orðnar mjög góðar vinkonur núna. 

30. júní fæ ég einkunnir og þá skiptir miklu máli að hætta að blogga og halda áfram að læra svo þessar einkunnir verði sómasamlegar! Wizard 


Erfið völ

Er hægt að segja það? Er til fleirtalan af "erfitt val"? 

Í næsta mánuði klára ég þessar litlu ljótu 15 einingar sem ég á eftir af langþráða og óaðlaðandi stúdentinum en þá fæ ég bráðabyrgða plagg um að ég sé búin með stúdentinn. Það plagg sendi ég beinustu leið í Háskóla Íslands til að tryggja sem fyrst langþráða og lygilega aðlaðandi inngöngu mína þar. 

images (33)

Völin og kvölin sem þeim fylgja eru að flækjast fyrir mér þessa dagana. Nú er ég búin að missa öll tök á því hvaða langanir hjá mér eru raunverulegar og hverjar eru óraunverulegar. Ætti ég að fara í það sem MIG langar persónulega mest af öllu að fara í? Ætti ég að fara í það sem er skynsamlegt að fara í hvað varðar atvinnumöguleika og svo framvegis? Ætti ég að fara í það sem ég tel að geti nýst "heiminum" best? Og hvað þýðir seinasta spurningin mín? Hvað er ég nákvæmlega að meina? Ég er ekki að fara að bjarga heiminum og hvað kemur það heiminum við hvað ég fer í? OG hvernig veit ég hvað hentar heiminum best? Hvað er ég að hugsa? Hvar er ég? Hvaðan kom þessi áhugi á stærðfræði? 

Er til sjúkdómur sem heitir ruglan?

Er til lækning við þeim ruglunni?

Ég veit bara hvað ég vil en ég veit ekki hvaða leið ég á að fara til að komast þangað...

Við Kormákur

Prófin gengu ekki vel og ég skammast mín mjög mikið fyrir það. Ég set inn niðurstöður þegar ég fæ þær. Ég er byruð að læra fyrir sumarönnina af því að ég get það. Ég á erfitt með að sitja kjurr fyrir framan sjónvarpið að horfa á mynd, það er svo margt annað sem ég get gert. Ég finn ekki fyrir miklum létti að vera búin með prófin því mér finnst ég ekki vera búin með þau, þau frestuðust bara. 

Við Kormákum erum að hafa það fínt, leikum okkur og breytum til í íbúðinni og á sunnudaginn fórum við á bókasafnið á krakkahæðina og hittum nýja krakka sem voru mjög skemmtilegir. Við tókum nokkrar bækur í útlán og svo fórum við að skoða Hörpuna. Við vorum sennilega jafnhrifin af henni. Kormákur hafði alla þolinmæði til að vera þarna mun lengur en ég. Það var svo mikið troðið af fólki að það var erfitt að vera þarna með kerruna.

Núna er hann með smá hita en hann er frekar slappur og lítill í sér. Við ætluðum að fara í klippingu í dag og að skoða nýja leikskólann hans og gamla leikskólann minn. Hann byrjar á Drafnarborg í ágúst. 

 


Góði svefninn og pásurnar

Í nótt svaf ég ólýsanlega vel fyrir utan einu sinni þegar Kári vindur reif upp gluggann og sveiflaði honum til og frá. Ég sætti mig ekki við það og lokaði glugganum mjög ákveðin! Uppí rúm fór ég um ellefu leitið og stilti vekjaraklukkuna á átta því ég var nógu þreytt til að gefa mér það að ég mundi sofna strax sem þýddi að það væri ekki of snemmt að vakna klukkan átta. Vekjaraklukkan öskraði á mig klukkan átta eins og henni bar og ég vaknaði bara þokkalega hress, fann ekki neitt fyrir því að ég þyrfti eða langaði neitt sérstaklega að sofa áfram. Eins og fólk gerir, þá lokaði ég augunum en aðeins í þeim tilgangi að opna þau aftur, það kallast að depla augunum. Nema, þetta deppl varaði í klukkutíma og allt í einu var klukkan orðin níu og þá var ég sko búin að sofa nóg, ætlaði að fara á fætur og nýta daginn vel. Eins og asni deplaði ég augunum aftur og aftur leið klukkutími!

Ég veit hvernig þetta hljómar, en satt að segja var ég jafnhissa í bæði skiptin, klukkan 9 og klukkan 10 að ég hafi í alvörunni sofnað! Ég fann ekki fyrir því að ég hafi sofnað og þessir klukkutímar voru svo sannarlega fljótir að líða....

Ég er búin að lesa í Pride and Prejudice og The Collector til skiptis síðan ég vaknaði, engar rosalegar pásur, bara til að borða og til að taka pásu annað slagið og þá leifi ég mér ekki að lesa í þeirri von um að ég endist lengur við lesturinn í dag. Það er víst takmarkað hvað maður getur lesið og lært í sömu adrennu.

Núna er ég í einni pásunni, fékk mér pítsusneið af pítsunni sem ég bakaði mér í gær (mjög góð, spelt, kjúlli og grænmeti). Ég er að hlusta á Band of Horses sem er ein besta hljómsveit í heimi að mínu mati, lagið The Funeral er besta lagið í heimi! Það er bara þannig.

Í þessum pásum mínum ákvað ég að gera eitthvað annað og uppbyggilegra en að fara á facebook þó ég hafi gert all mikið af því í dag, ég kíkti á heimasíðu Háskóla Íslands til að skoða hvað væri í boði og hvað stúdentaíbúðir kosta og ýmislegt. Það sem vakti áhuga minn var Austur- Asíufræði en það er bara 60 eininga aukafag. Það er svosem allt í lagi. Skiptir mig eiginlega engu máli, ég er ekkert að fara í það fag hvort eð er. Ég ætla í sálfræðina en það er alltaf gaman að sjá hvað er í boði, kannski að maður kíki á einhver námskeið bara sér til ánægju og til að svala óútskýranlegri forvitni. Ég hef mikinn áhuga á Asíu.

Um þessa helgi ætla ég að klára enskuna eins og hún leggur sig, þá get ég lagt hana til hliðar og einbeitt mér að öðrum fögum. Fyrir lokaprófið 12. maí mun ég líta yfir dásamlegu glósurnar mínar og brillera!

Gott hjá mér Joyful


Barn á unglingsaldri..

.. er ekki barn lengur, það er unglingur! Það að það hafi staðið barn svona oft hafði rosaleg áhrif á fréttina í mínum augum. Ég ímynda mér barn á aldrinum 9-12 ára..

Af hverju gerir fréttamaðurinn þetta?


mbl.is Ekið á ungling í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillinn náði bílprófinu

Allt er þegar fernt er! Ég var ekki viss hversu oft ég mátti taka prófið þar til mér yrði neitað bara alveg en nei nei ég rétt slapp fyrir kattanef. Djók. Ég bjóst ekki við að ná vegna þess að ég giskaði svo mikið. Sem sagt heppni að ég náði. Sem gerir mig ekki að hæfari ökumanni en ég var þegar ég féll. En hvað um það. Próf eru bara próf. Ógeð. Jæja, ég er svo himinlifandi að... ég bara veit ekki hvað. Ég varð að deila þessu með ÖLLU internetinu, hvort sem einhver sér þetta þá hefur heimurinn aðgang að þessu. Þá er bara að hringja í ökunennarann og fá einn æfingatíma til að fá allt á hreint og taka svo verklega prófið sem ég efast um að ég þurfi að taka oftar en einu sinni.

Annars allt gott að frétta, byrja að vinna í Maður Lifandi á morgun og hugsa að ég kaupi mér líkamsræktarkort í dag og labbi smá. Nenni ekki að labba í rigningunni, ekki núna. Ákvað að nenna því ekki svo ég hefði enn meiri ástæðu til að fara í ræktina. *afsökun*...

túrilú allir í heiminum... Wink


3 + 2 = 7 ?!?

Ég tók bóklega bílprófið í dag og féll! Var reyndar ekkert sár þar sem ég ímyndaði mér allhressilega að ég mundi falla. Og margar spurningar sem ég vissi bara alls ekki svörin við! Spurningin sem felldi mig er svo hljóðandi: 

Við gula óbrotna línu er bannað að:

a. bakka bifreið

b. stöðva bifreið

c. leggja bifreið

ég man að ég krossaði bið b og c en aðeins c var rétt samt fékk ég tvær villur! Ég ætla að hringja í Frumherja á morgun og athuga hvort ég sé að fara rétt með mál. Vegna þess að ef ég hefði skráð bara b þá hefði ég átt að fá tvær villur en ég man skýrt og greinilega að ég merkti við bæði! Ég vissi vel að það mætti ekki leggja bíl þar og ég var ekki viss með hvort mætti  stöðva bíl þar. Ég ruglast ROSALEGA á þessum línum, gulum línum, hvítum línum, gulum brotnum línum, hvítum heilum og brotnum og hálfbrotnum og hvað er að stöðva og hvað er að stansa og vá! þetta eru svo allt of svipuð orð! Þó ég ruglist á orðunum ruglast ég ekki í raunveruleikanum! *galli á þessu prófi*! Ég vona innilega að ég hafi rétt fyrir mér hér og að ég sé ekki að misskilja neitt þó það séu miklu meiri líkur á því þar sem prófdómarinn sagði aftur og aftur "ertu viss um að þú sért sátt við þetta svar?". Ef þetta er misskilingur, saklaus ADD misskilingur þá tek ég prófið næst miðvikudaginn 5. sept, afmælisdag Gínu. Og í tilefni þess dags mun ég NÁ prófinu!!!

Takk fyrir mig!

p.s. keila var ÆÐISLEG í kvöld!!!LoL ég hef aldrei skemmt mér svona vel í keilu áður!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband