Flókið framtíðarval...

Eins og pabbi minn sagði fyrir nokkrum árum, og það situr enþá fast í mér, hélt hann á yngri árum að lífið mundi enda eftir þrítugt. Sem sagt, hann hélt að hann mundi ekki gera neitt spes eftir þrítugt, þá væri hann búinn að hugsa sér að eignast börn (sem hann sér ekki eftir), eiga íbúð og bíl og kannski gæludýr, þá hefði hann ekki haft eins mikið frelsi til að ferðast eins og ungi hugur hans girntist svo ofboðslega. Sama vandamál á við hjá mér. Þegar ég heyrði pabba segja þetta, að hann héldi að lífið mundi nánast bara enda um þrítugt, fannst mér hann vera vitlaus. Mér fannst það þæginlegt, að finnast hann einu sinni vera vitlaus, þá mátti ég líka vera vitlaus, sem ég var ekki. Nú ræð ég ekki alveg við þessa tilhugsun að lífið klárist um þrítugt, mér finnst eins og ég muni ekki hafa heilsu eða löngun til að gera það sem mig langar óstöðvandi mikið að gera núna því ég verð bara orðin gömul. Mín hugmynd af eldra fólki, er sú að það vill bara vera heima hjá sér í rólegheitunum og hugsa um heimilið og auðvitað börnin. Þegar ég var yngri ætlaði ég sko ekkert á láta nein börn tefja mig í neitt, sennilega fannst mér sjálfsagður hlutur að ég mundi ferðast með börnin mín í framtíðinni eins og ekkert væri auðveldara því mig langaði svo að mamma eða pabbi gerðu það, ég ætlaði að drösla börnunum mínum í allt sem mig langaði að gera, auðvitað taka tillit til þess hvað þau vildu gera, t.d. með því að fara á ströndina á hverjum stað sem við kæmum á eða í dýragarð, hugsanlega var það sem mig langaði að gera og hélt að þau vildu það. Ég var alveg viss um að börnin mín vildu ferðast, af því að ég vildi það og jú þau voru af mínu holdi og blóði en eftir því sem ég eldist og þroskast þá veit ég alveg að það er ekki svo einfalt og það hræðir mig. Það sem ég tel að geti bundið mig frá því frelsi sem ég þrái það hræðist ég mest af öllu í heiminum. Núna er ég tvítug, hef tíu ár til stefnu og á eftir að mennta mig. Það tekur vonandi ekki meira en þrjú ár en þá á ég bara eftir sjö ár til að ferðast út um allan heim og læra svo miklu meira sem mig langar að læra.

Annað vandamál er að ég veit ekki hvernig ég á að skipuleggja námið mitt, eða grunninn að ferlinum mínum, veit engan vegin hvar ég á að byrja, hvar sé best eða hagstæðast að byrja því í rauninni er mér sama hvar ég byrja. Næstum. Því ég hef lúmska trú á að ég eigi ekki eftir að missa af neinu sambandi við nám, og ef ég telji mig hafa misst af einhverju þá mun ég sennilega sætta mig við það.

Það sem mig dauðlangar að læra er mikil félags- og sálfræði, samskipti, gull- og silfursmíði og myndlist (að hluta til). Auðvitað langar mig að ná þessum fáránlega stimpil sem er nefndur stúdent en það tekur svo mikinn tíma og stundum líður mér eins og ég hafi ekki tíma fyrir hann né allt sem mig langar að læra. Í augnablikinu er ég bara í *bíb*ensku og félagsfræði og því þarf ég ekkert að hugsa um neitt annað núna, það breytir engu en það er samt alltaf á bak við eyrað.

-Eitt skerf í einu er besta leiðin að markmiðinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband