"smá" auka

þessi færsla verður undantekningalaust bara með litlum stöfum út af alls engri ástæðu.

ég labbaði í skólann í dag og kom of seint en það var í lagi því ég vissi alveg hvað kennarinn var að tala um og fannst ekki þörf á frekari útskýringu en það sem ég man helst úr þeim áfanga sem ég lærði í dag (ég tek það fram að þetta er ekki það eina sem ég veit) er að hollendingar keyptu árið 1620 svæðið þar sem new york er núna. ég mundi ártalið því það minnti mig á afmælisdag bróður míns, ja með smávægilegum færslum á tölustöfunum.

ég fékk að frétta það í skólanum í kvöld frá elskulega íslenskukennaranum mínum að ég ætti EKKI að lesa sturlungasögu og þar af leiðandi ekki íslendingasögu og ekki haukdælasögu eða neitt af því sem ég hef verið að lesa og glósa vel undanfarna daga!!! kennarinn bara GLEYMDI að nefna það og eða taka það út af leslistanum!! ég er ógeðslega ánægð með að hafa ekki verið búin að lesa meira en ég var búin að lesa...

ég labbaði heim úr skólanum og varð gegnvot í fæturnar en heima beið mín dírindis/dýrindis (Berglind???) brainfood = fiskur, laukur og kartöflur með tilheyrandi grænmeti, það bjargaði deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

dýrindis (og fæturna - karlkyns, ekki eins og næturnar - kvenkyns)

Berglind Steinsdóttir, 30.3.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: svavs

Ah, takk, ég nota 'fæturna' næst

svavs, 30.3.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, uss, ekki hendurnar, tíhí, til að ganga á ...

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband