Vika 1 dagur 1

Í gær gerði ég mér plan fyrir þessa viku, eða fram á föstudag. Þetta plan er stíft og þungt og má nánast ekkert út af bera því þá þarf ég að nota hádegið til að bæta það upp. Ég vaknaði samviskusamlega klukkan átta í morgun, fékk mér seríos og byrjaði að læra. Fyrst las ég nokkrar blaðsíður úr Íslandssögu svo kláraði ég 1/3 af verkefni í ensku og núna var ég að enda við að klára glósur úr landafræði. Athyglin hefur haldist allan tíman við efnið en ég finn mjög vel fyrir því að ég þurfi að standa aðeins upp, jafnvel fá mér stuttan göngutúr í kringum húsið en ég kvíði því ekki að byrja að læra aftur eftir hádegismatinn. Ég mundi segja að ég hlakki frekar til þess vegna þess að það gengur svo ótrúlega vel.

Ákvað að láta "aðdáendur" mína vita :]

Markmið: Stúdent 21. maí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er á vaktinni!

Berglind Steinsdóttir, 28.3.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: svavs

"like"

svavs, 28.3.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband