Samatekt

Ég náði ekki 5daga markmiði mínu og fer helgin í að vinna það upp, ég leifði mér samt sem áður að fara á tónleika með Playmo, I spoil myself! Fyrst fór ég í afmælisboð til vinkonu minnar, sem reyndist ekki vera aprílgabb. Þar hitti ég gamlar og góðar vinkonur sem ég hef ekki hitt lengi en aðra þeirra hef ég ekki hitt í marga mánuði en mér leið eins og ég hefði verið að hitta hana annan daginn í röð, þannig lýsir góð vinátta sér mundi ég segja.

Uppúr miðnætti fórum við á Hressó þar sem Dabbi (í Í svörtum fötum) og Böddi (í Dalton) og "Jóhanna Guðrún" voru að spila. Jóhanna Guðrún vildi ekki þekkjast svo hún dulbjó sig sem trommara (trommarann í Dalton) og setti á sig hárkollu og sólgleraugu og til að passa að enginn þekkti hana á röddinni ákvað hún að vera fyrir aftan Dabba (kærastann sinn) og lemja á bongótrommur og það gerði hún alveg einstaklega vel.

playmoskisss

Þaðan var förinni heitið á Amsterdam þar sem Playmo spilaði og vorum við Halla mest áberandi á dansgólfinu og vægast sagt lang bestu dansararnir. Í einni pásunni hjá hljómsveitinni kemur söngvarinn Óli Gunn til mín og þakkar mér kærlega fyrir stuðninginn, þ.e að teikna lógó fyrir þá og að vera dugleg að mæta á tónleika o.fl. Það besta er að hann tilkynnir mér þarna í persónu að hann og hljómsveitin ætli að spila í útskriftinni minni í maí!!Grin

 Hér er svo ein útgáfa af lógói sem ég teiknaði fyrir þau en í kössunum eru meðlimirnir sem heita frá vinstri: Óli Gunn (söngur), Hanna (trommur), Þórarinn (gítar), Björgvin (bassi) og Baddi (gítar)

Ég held að ég sé að fara rétt með, ég er ekki alveg 100% viss með Þórarinn og Björgvin en næstum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband