Síðasti hnerrinn...

Jæja, síðasti hnerrinn sem ég hnerraði varð til þess að ég lenti á slysó. Hafði ég þá tognað á bakinu við að dansa og hoppa á skemmistað við undirleik Dalton. Ekki lét ég þetta stoppa mig í einu né neinu og hélt áfram að lifa, vinna læra og að vera yndisleg manneskja. Allt kom fyrir ekki og ég versnaði og batnaði og versnaði enþá meira, batnaði smá og fór svo síversnandi þessa vikuna og þá hnerraði ég. Það er víst þannig að þegar fólk tognar þá skreppa vöðvarnir saman og við hnerr eða ofsahlátur kippast vöðvarnir enþá meira saman. Smátt og smátt skruppu vöðvarnir mínir saman alveg þar til ég gat ekki staðið upprétt né setið. Þurfti að liggja á maganum þar til sjúkrabíllinn kom og tók mig upp á appelsínugulu pretti, á maganum. Beið svo í heilar sextíu mínútur, ef ekki meira eftir lækninum sem skrifaði þrjá lyfseðla handa mér, íbúfen 600, parkodín forte og stesolid, sem mig langar minna en ekkert til að taka. Til að koma mér sársaukalaust heim fékk ég sprautu í bossann og eina litla hvíta töflu sem hann kallaði "verkjalyf", annars veit ég ekkert hvað það var. Sá hinn sami sagði líka að ég væri með töff gleraugu. Takk fyrir!

Fer samt í vinnuna á fimmtudaginn en get engu lyft svo ég verð ekki til mikils gagns en ég vona að ég geti gert eitthvað gagn.

Ef ég væri foreldri mundi ég vilja vita strax af svona atvikum sem gerast fyrir börn mín til að annað hvort bjóða aðstoð mína, viðveru eða hlýja strauma. Ég mundi ekki vera reið en ég mundi samt síður vilja fá að vita það þegar allt væri af staðið að barnið mitt hefði farið á slysó því það gat ekki staðið. Mér mundi líða eins og bara áhorfanda sem gæti ekki gert neitt, sem væri ekki partur af "myndinni" því hringdi ég í pabba en hann var örugglega sofandi og mamma er á laugarveginum að rölta með vinkvennum sínum. En þau frétta þetta við fyrsta hanagal ...

"svavs var einu sinni fatlafól, flakkandi um á hjólastól"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband