Það á að lögleiða fíkniefni

NEI, eða jú, nei annars, það er asnalegt! Ég get ekki ákveðið mig að fullu því mér finnst þessi spurning leiða mig í hringi og þannig spurningum er mér illa við, í augnablikinu. Mér finnst þetta að hluta til kjánaleg spurning og hugsa "auðvitað á ekkert að lögleiða fíkniefni" en hinn skrítni hlutinn minn fer alltaf að spurja spurninga eins og núna: Ef fíkniefni yrðu löglegt þá væru ekki til fíkniefnabrot en það væru hins vegar enþá brot sem eru afleiðing af fíkniefnaneyslu eins og innbrot og þessháttar. Fólk sem er í fíkniefnum er hugsanlega líklegra til að brjóta af sér og því finnst mér í lagi að taka það fólk úr umferð sem er að neyta þessarra efna. En ekki vegna þess að þau eru að neyta efnanna (af því að það er ólöglegt) heldur til að "gefa" þeim (að vísu með valdi) tækifæri á að snúa blaðinu sínu við. En, fólk sem er að neyta þessarra efna getur komið verr út við að fara í fangelsi. Það er hins vegar annað mál. Sem ég hef einnig áhuga á. Já, einmitt, ég er búin að skrifa um tíu línur og hef ekki komist að neinni sérstakri niðurstöðu. Samt í áttina að því.
Eins og Kalli Bjarni. Hann sagðist, minnir mig, hafa verið feginn að vera handtekinn. Auðvitað verða sumir með mótþróa en það er ekkert hægt að gefa þeim undantekningu, duuuu.
Ég fékk þessa spurningu í félagsfræði:
  1. Myndi lögleiðing fíkniefna á Íslandi draga úr afbrotum? Rökstyddu svarið.
 ég mundi vilja heyra frá öðrum, bæði því ég hef áhuga á þessu og til að hjálpa mér að komast að niðurstöðu. p.s. ég þarf ekki að skila þessu verkefni með þessarri spurningu svo ég græði ekkert né tapa á því að svara henni eða ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BNT

auðvitað á að lögleiða fíkniefni.

Ríkið á að einbeita sér að draga úr skaðsemi fíkniefna á þjóðfélagið, ekki einstaklinga sem kjósa að nota þau.

Ef að ástæðan fyrir því að fíkniefna séu ólögleg séu að neytendur séu hættulegir samfélaginu, hvurslags rökhugsun er í því að halda að sekt og/eða refsivist sé leiðin til þess að gera þá hættulausa?

BNT, 9.7.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband