Er ég...

Er ég uppreisnar manneskja? Ég veit að ég er mikil efasemdarmanneskja af því að ég held að það sé hollt. Mér finnst það líka gaman. En ég var að lesa að boðskapur ljóða Steins Steinarrs í ljóðabókunum Ljóðum (1937) og Ferð án fyrirheits (1942) verði innhverfari. Þau verði torræðari og að spurt sé heimspekilegra spurninga eins og: Hver er ég? Er ég til? Til hvers er ég til? Ljóðin verða víst líka oft tvíræðari enda var skáldið uppreisnar- og efahyggjumaður. (Tekið næstum beint uppúr bókinni Öldin öfgafulla; Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, s:78) 

Ég efast ekki um að það tengist að vera uppreisnagjarn og efasemdamaður og að það séu mörg mismunandi stig hvers fyrir sig.

 Ég er kannski ekki augljós uppreisnar manneskja en gæti ég ekki verið lúmsk uppreisnarmanneskja þar sem uppreisnareinkenni mín sýna sig best í öfgakenndri efasemdahyggju minni? 


Áskapaður hamingjudagur

Jebb, ég á nefninlega afmæli í dag, til hamingju ég. Ég vaknaði við að systir mín spurði mig í stresskasti hvort ég gæti skutlað henni í stærðfræðitíma uppí Breiðholt og af því að ég var svo hamingjusöm og af því að ég er svo yndisleg systir þá sagði ég já. Vaknaði, settist upp, klæddi mig og fór niður. Ég bað hana því að gera annan greiða fyrir mig í staðin, að hringja í föðurömmu mína og spurja hvort ég mætti kíkja í heimsókn. Hún gerði það fyrir mig og ég heyrði það á henni að amma hefði óskað henni til hamingju með systur hennar. Systir mín var sko ekkert að pæla í því en þegar ég kom niður stigann (lúllaði í mömmurúmi í nótt) fékk ég knús og pínu vandræðalegt hamingjubros. 

Þegar ég hafði skutlað henni uppí Breiðholt fór ég til ömmunnar minnar og fékk góðar viðtökur og pabbi hringdi þangað til að óska mér til hamingju. Amma sagðist ekki geta munað hvenær hún sá mig seinast svona hamingjusama ásýndar. Ég veit ekkert af hverju ég er svona glöð í dag en mig langar helst að valhoppa um bæjinn og kalla, "jámmlida, jámmlida, jámmlida" og brosa hringinn og kasta blómum. En ég ætla ekki að gera það, ég þarf að læra.

 Ég er búin að fá alveg þó nokkur sms með alls konar hamingjuóskum. 

Þegar ég beið útí bíl eftir systur minni hringdi ég í mömmu því hún hafði ekki enn hringt í mig. Ég sagði "hæ" og hún sagði "hæ, hvernig gengur?" og ég hugsaði, "það skiptir ekki máli, ég hringdi ekki til að segja henni hvernig mér gengi." en ég sagði að mér gengi illa að læra því einbeitingin væri farin en ég sagði að mér liði alveg einstaklega vel í dag. Að lokum þurfti ég að hætta að tala við hana því ég var að fara að keyra, systir mín var komin í bílinn, svo við enduðum símtalið.

Tvem tímum síðar hringir hún í mig og segir "hæj, til hamingju með afmælið engillinn minn!!!" og ég rak upp glaðlegan hlátur. Mamma hafði frestar afmælisdeginum mínum út af prófunum. Ég hafði reyndar líka gert það en það er ekki mér að kenna þó frumurnar og boðefnin í heilanum mínum geri það ekki. Persónuleiki minn er 23 ára í dag. Ég get ekki sagt að frumurnar séu svo gamlar, þær endurnýjast á reglulegu tímabili og boðefnin, ég veit ekki með þau. 

Miðað við það, hvað ætli ég sé þá raunverulega gömul? Hvaða "ég" er 23 ára? Persónuleikinn? Ekki líkaminn. Persónuleikinn er samansafn af viðbrögðum boðefna og fruma í líkamanum en þær endurnýjast en þekkingin sem heldur áfram að þróast... endurnýjast hún? Er hægt að segja að þróun endurnýist? 

Tilvist mín og viðvera mín er 23 ára en hvað er þá "mín"? Það er ég. Hvað er ég?

 Jæja, ég hef ekki tíma til að spá í þetta núna. Hvort ætli ég komist að svörum við þessum pælingum í læknisfræði eða heimspeki? 


Þannig er nú það...

Jæja, það stefnir í "næstum-útskrift" vegna þess að mér gekk illa á einu prófinu. Á miðvikudaginn fór ég í íslensku 403 kl 11 uppí MH og ruglaði öllu saman. Ég skrifaði samt heilan helling á spássíurnar á prófinu og ef það yrði metið er ég nokkuð viss um að það mundi redda mér. Sama dag gekk ég uppí FÁ og tók stærðfræði 122 próf kl 15:30 og þar var ég örugg með 90% af prófinu en ég gerði innsláttarvillur sem kostuðu sitt, prófeinkunnin var 7,6 en lokaeinkunnin var 8. Í gær fór ég í eðlisfræðipróf (nát 133) uppí MH og það gekk alveg skítsæmilega, ég hef ekki miklar áhyggjur af því en ég ruglaði alveg nokkru saman þar, ég er bara of heimspekileg til að vera hæf að taka próf, mér finnst allt geta verið allt, ég skil allar hliðar og finnst ekkert réttara en neitt annað. Eðlisfræði virkar víst ekki þannig. Í dag fór ég í stærðfræði 202 próf og gekk skítsæmilega þar. En þess má til gamans geta að ég tók mér 5 daga til að læra fyrir báða stærðfræðiáfangana. Geri aðrir betur!

Ég er svo þakklát þeim sem fann upp helgarnar og ákvað að troða þeim á milli virku dagana því ég er orðin þreytt. Það þýðir samt ekki að ég ætli að slaka á uppí sófa og horfa á rúv, nei nei, ég ætla að læra eins mikið og ég get í samráði við heilastarfsemi mína og klukkutímafjöldann sem mér hefur verið úthlutað. 

 Ég er alveg þokkalega hamingjusöm þrátt fyrir hunangsfluguna sem er í eldhúsglugganum hjá mér (ég sit við borðstofuborðið: fyrir þá sem geta og vilja ímynda sér) en ég reikna með að ná ekki að uppfylla þær kröfur sem þarf til að fá að útskrifast 21. maí. Það gefur mér samt ekki leifi til að slaka á; því meira sem ég læri fyrir próf því minna þarf ég að læra eftir þau. Því færri áfanga sem ég þarf að taka í sumar því fleirum get ég bætt við mér til yndisauka. Það er svo ótrúlega margt áhugavert í boði. 

Þannig er nú það.


Á morgun.

Á morgun byrja prófin. Klukkan 13 fer ég í dagskólapróf úr ísl 403 uppí MH og klukkan 15:30 fer ég uppí FÁ að taka stærðfræðipróf sem ég tel mig vera tilbúna í núna. Ég er með 9,3 í meðaleinkunn í þessarri stærðfræði úr verkefnunum og var með 7 í meðaleinkunn úr íslensku verkefnunum en ég náði ekki að klára lokaprófið þegar ég tók það í mars sem var svekkjandi því ég var vel undirbúin fyrir það. Nú hef ég reddað mér möguleika á lengri próftíma, til vonar og vara. Ég hef aldrei þurft lengri próftíma fyrr en í seinustu lotu, þá náði ég ekki að klára nein próf en ég náði samt nokkrum. Sem betur fer!

Þetta styttist...


Stærðfræðisjení

Í dag mun ég aðeins og einungis læra stærðfræði því ég fer í þess lags próf á miðvkudaginn og annað annars konar á föstudaginn. Eins og ég hef eflaust tekið fram hættu lyfin að virka og allt fór í bál og brand. Á föstudaginn fékk ég nýjar styrkleika en það er að svínvirka. Ég læri og læri eins og enginn sé morgundagurinn og finnst það meira að segja gaman. Annað slagið fer mér að finnast námsefnið leiðinlegt en þá fæ ég mér að borða, labba um húsið og sný mér svo aftur að lærdóminum sem endurvekur ánægjuáhrifamátt sinn.

Það er meira að segja komin smá tilhlökkin í mig fyrir prófin í þessarri viku: stæ 122, stæ 202, nát 133 og ísl 403. Það verður sko gott að klára alla þessa tölfræði.

Hef ekkert farið á facebook síðan systir mín breytti lykilorðinu en hef annað slagið fundið fyrir löngun en hún kvelur mig ekki, ennþá.

Ég finn fyrir miklum stuðningi frá nokkrum aðilum: Berglind Steins, Daníel Freyr, Andri Már, Sóley Guð, Guðmundur Steins, Ásta Ein, Óskar Ein, Lára María, Valborg Sturl og Ingunn Lára. Takk fyrir að vera þið!


smettisskruddubann til 13. maí í boðu litlu syss

Jæja, nú hefur elskulega systir mín breytt lykilorðinu á facebookinu mínu svo ég geti einbeitt mér betur að náminu af því að prófinu hefjast á miðvikudaginn. Mér finnst facebook samt ekki trufla mig. Mér finnst það gera námstímabilið minna einmannalegt. Þar er ég partur af félagslegu samfélagi, sumt er gott og skemmtilegt en annað er ekkert skemmtilegt. Ég samþykkti það samt að taka þessa pásu til að athuga hvort ég sé orðin háð samskiptasíðunni, það mundi ekki koma mér á óvart ef ég væri það. 

 Hvað um það, lyfin mín hættu að virka svo ég tók mér eins dags pásu og byrjaði svo á sterkari lyfjum og ég er sem ný manneskja. Mér líður betur (miðað við hvernig mér leið þegar lyfin hættu að virka) og ég get einbeitt mér aftur. Mamma segist sjá stóran mun á mér og Sóley líka. Í gær hitti ég söngvara hljómsveitarinnar Playmo sem ætlar að spila í útskriftinni minni og við ræddum málin um hitt og þetta, ég fæ að vinna óskalagalista sem þau ætla að athuga hvort þau geti spilað. Þá velti ég því fyrir mér hvers konar stemmingu ég vil hafa. Rólega eða hressa eða brjálaða eða rómantíska eða dægurlaga. Eða allt í bland. Hljómsveitin ræður því, ég kem bara með hugmyndir sem þau velja eða hafna. Ég er bara mega þakklát fyrir að fá hljómsveit sem vill spila fyrir mig og gestina mína af fúsum og frjálsum vilja. Veislan verður að öllum líkindum barnlaus því mamma segir að það sé meira slakandi, ég er sammála henni en þá þarf ég sjálf að redda pössun. 

 Í dag erum við Sóley (stjórnsama systir mín) búnar að læra mikið í sögu, ég er einnig búin að lesa eitthvað í bókmenntasögu sem ég hélt að væri einskorðuð við 19. öldina en hún nær allt niður á 16. öldina eða við siðaskiptin á lærdómsöld sem markast við árið 1550 og svo er þessi kúrst alveg til 1918 þegar Ísland varð fullvalda. Kúrstinn skiptist í lærdómsöld frá 1550-1770, upplýsingu frá 1770-1830, rómantík frá 1830-1880 og svo loks raunsæi frá 1880-1900 en það er einnig farið smá í nýrómantíkina sem er frá um 1900-1930 en ég er í öðrum kúrs sem fjallar um bókmenntir á 20. öldinni en þau tímabil heita: nýrómantík - félagslegt raunsæi - módernismi - nýraunsæi og fleira.... 


Matisyahu

Þetta lag kemur mér í gott skap, það hjálpar að vera í góðu skapi þegar maður lærir og lærir og lærir....


Mikið að...

... gera. Já, það er sko mikið að gera hjá mér, mér gengur vel, misvel en nógu vel. Við Sóley syss lærum sögu um það bil annan hvern dag. Ég stúdera stærðfræðina á hverjum degi og finnst það misgaman, stundum of gaman en líka stundum drep leiðinlegt, þrjóskan hefur samt alltaf yfirhöndina því það er ekkert sem heitir neitt nema "ég ætla"!

Íslensku bókmenntirnar á 19. öld eru fínar. Landafræðin er fín. Enskan er fín. Annað kvöld fer ég til vinkonu minnar og redda eðlisfræðinni.

Ég tók tvö stærðfræðipróf í dag, í öðru þeirra gat ég 70% en í hinum aðeins 50%, ég var ekki sátt með það og ætla að gera betur næst!

Ég læri nánast viðstöðulaust frá 9 á morgnana til hádegis, þá fæ ég mér smá hádegismat en held svo áfram að læra fram að kvöldmat, eftir matinn svæfi ég Kormák og held svo áfram að læra til 23 (stundum lengur, en ég er jú mennsk, eða hvað?) Mér finnst meiriháttar skemmtilegt að læra svona mikið, lang skemmtilegast að geta lært svona mikið og lengi í einu en ég get samt ekki lýst því hvað ég hlakka til að klára. Það fyrsta sem ég ætla að gera eftir seinasta lokaprófið er að sækja Kormák og fara með hann í göngutúr, gefa öndunum og eða fara á róló. En eins kaldhæðnislegt og það er, er seinasta prófið mitt á föstudegi fyrir pabbahelgi!! Það gefst þá bara góður tími til að sofa og vinna upp hvíld og svefn og taka svo við litla kútinum mínum á sunnudeginum 15. maí hressari en nokkru sinni fyrr.

Fyrsta prófið er 4. maí og það síðasta er 13. maí og útskriftin er 21. maí!

Ég ætla ekki að segja hvað ég fer í mörg próf en ég ætla að segja að allt þetta leggist mjög vel í mig, öðru hverju fæ ég major stress kast en það er ekkert sem góður göngutúr (þar sem ég hlusta á hljóðbók/skólabók) getur ekki lagað. 

Takk fyrir mig og góða nótt. 


Langsóttur draumur

Ég er svo heppin að eiga þann pabba sem hentar mér það vel að ekkert vanti. "Hann er ekki fullkominn frekar en neinn annar", jújú hann er alveg fullkominn í þeirri merkingu að mér finnst ekkert vanta, þó mér finnist samt stundum eitthvað "vanta" í hann en það bætir hann allt með einhverju öðru sem flokkast sem "aukahlutur" eða "bónus". Ef glas er fullt þá vantar ekkert í það (=fullkomið, eh?), ef eitthvað er sett í það þrátt fyrir fyllu þess þá flæðir yfir brúnirnar/samlíking/myndlíking/útskýring. Stundum finnst mér pabbi búa of langt í burtu og þess vegna er ég mjög þakklát fyrir facebook og msn. Ég hlakka til að geta keypt svo stórt hús í framtíðinni að það inniheldur auka íbúð fyrir pabbalabbann minn og konu (og börn) en til þess að það verði þarf ég að vera sparsöm, skynsöm og dugleg í námi til að afla mér menntunar til að nota hana til að framkvæma stórar og góðar hugmyndir sem mun bæði hjálpa mér og heiminum og þess vegna þarf ég að klára menntaskólann, til þess að ég geti verið nær pabba í framtíðinni!

Þetta á ekki bara við um pabba, nú bý ég hjá mömmu og á hverjum degi kvíði ég þeim degi að ég þurfi að flytja burt, en ég kvíði ekki mikið. Ég get alveg búið 'ekki-með-henni' en mig langar það ekkert og þess vegna þarf stóra húsið mitt að innihalda tvær aukaíbúðir í sínum hvorum endanum. Ég er ekki svo vitlaus að planta mömmu og pabba í íbúðir hliðiná hvort öðru LoL.

Nei nei, þetta er ekki ennþá búið! Ég á líka yndisleg systkini en ég veit ekkert hvað ég vil gera fyrir þau, ég vil hafa þau hjá mér, auðvitað en það er þeirra hausverkur að það verði að veruleika Wink. Þau eru ung og vitlaus og hafa sjálf tækifæri til að gera sem best úr sjálfum sér. Mamma og pabbi eru að verða gömul og bræða bráðum úr sér svo þau þurfa á mér að halda W00t. Elskykkur til tunglsins Kissing.

Kveðja,

Sú ofvirka í hausnum. 


Ein tía

Árangur minn í stærðfræðiþolinmæðisvinnunni minni undan farna daga =D Til hamingju ég
10 i math

Öfgar stressins

Ég fór uppí rúm um ellevuleitið í kvöld því ég var að missa vitið af þreytu en gat engan vegin sofnað, ég var með samviskubit yfir því að vera þreytt. Ég hef svo oft heyrtum 'all-nighter' og hef einu sinni eða tvisvar reynt það en það hefur sínar...

Sko mína!

Búin með öll verkefnin, seinasta verkefnið fæ ég reyndar 28. apríl en það er úr ensku og er fljótunnið, get satt að segja ekki beðið eftir því verkefni! Ljúkissu! Ljúkissu!!!

Skipulag

Búin að búa til skipulag fyrir næstu tvær vikurnar og það leggst vel í mig, allt annað er að ganga vel og meira að segja stærðfræðin. Heyri þá bara í ykkur seinna.

Helgakviða hundingsbana

Í dag kláraði ég seinasta verkefnið úr íslensku en það var úr Helgakviðu Hundingsbana. Ég átti að útskýra eitt kvæðið og undirstikuðu orðin: Svo bar Helgi af hildingum sem íturskapaður askur af þyrni eða sá dýrkálfur döggum slungin er efri fer öllum...

Tilfinningar

Nú er allt að gerast, markmiði vikunnar er brátt komið í höfn og á mánudaginn tekur við upprifjun fyrir prófin! Þetta er að gerast fólk! Í kvöld fór ég í munnlegt spænskupróf og stóð ég mig ekki vel en sem betur fer þarf ég aldrei aftur að tala spænsku,...

Gleðisprengja

Að vera duglegur, koma miklu í verk er alveg ótrúlega gefandi. En þetta reynir á! Á svo mörgum hliðum, líkalegum og andlegum. Mér er svo illt í öxlunum og hálsinum að aftanverðu og fæ reglulega hausverk svo ég tali nú ekki um þreytuna í augunum! Ég tók...

Afrakstur og fleira

Í dag kláraði ég íslenskuverkefni, ritgerð og tvö spænskuverkefni! Á morgun læri ég eðlisfræði með Valborgunni minni og svo seinna íslensku og hugsanlega landafræði með Kristínu skólasystur minni en við erum fyrir tilviljun saman í spænsku, íslensku og...

Nú líður mér vel...... AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA (sjokk)

Þegar ég kom heim áðan leið mér svo vel, ég var ánægð með afrakstur dagsins því ég lærði vel. Ég lærði nýja hluti og kom miklu í verk. Auk þess fékk ég mér langan skokk/labbitúr frá Perlunni heim en ég var í um 50 mínútur á leiðinni. Hvað sem það þýðir....

Til hamingju

Dagurinn legst vel í mig og ætla ég að stúdera Brennu-Njáls sögu, stærðfræði og spænsku. Hafið það sem allra best sjálf . Jú, auðvitað, það sem gerir þennan dag sérstakari en aðra daga er það að fósturpabbi minn eða stjúpi á afmæli í dag. Hann er á...

Var ég ábyrg?

Nei, ég kaus ekki í gær því mér fannst það ekki ábyrgt af mér. Ég veit ekki nógu mikið um málið, ég veit reyndar svo lítið að ég get talið það upp hér í ööööööörfáum línum: 1. Einhverjir menn misstu sig í viðskiptum í útlöndum, það sem við köllum í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband