Er ég...

Er ég uppreisnar manneskja? Ég veit að ég er mikil efasemdarmanneskja af því að ég held að það sé hollt. Mér finnst það líka gaman. En ég var að lesa að boðskapur ljóða Steins Steinarrs í ljóðabókunum Ljóðum (1937) og Ferð án fyrirheits (1942) verði innhverfari. Þau verði torræðari og að spurt sé heimspekilegra spurninga eins og: Hver er ég? Er ég til? Til hvers er ég til? Ljóðin verða víst líka oft tvíræðari enda var skáldið uppreisnar- og efahyggjumaður. (Tekið næstum beint uppúr bókinni Öldin öfgafulla; Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, s:78) 

Ég efast ekki um að það tengist að vera uppreisnagjarn og efasemdamaður og að það séu mörg mismunandi stig hvers fyrir sig.

 Ég er kannski ekki augljós uppreisnar manneskja en gæti ég ekki verið lúmsk uppreisnarmanneskja þar sem uppreisnareinkenni mín sýna sig best í öfgakenndri efasemdahyggju minni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband