Áskapaður hamingjudagur

Jebb, ég á nefninlega afmæli í dag, til hamingju ég. Ég vaknaði við að systir mín spurði mig í stresskasti hvort ég gæti skutlað henni í stærðfræðitíma uppí Breiðholt og af því að ég var svo hamingjusöm og af því að ég er svo yndisleg systir þá sagði ég já. Vaknaði, settist upp, klæddi mig og fór niður. Ég bað hana því að gera annan greiða fyrir mig í staðin, að hringja í föðurömmu mína og spurja hvort ég mætti kíkja í heimsókn. Hún gerði það fyrir mig og ég heyrði það á henni að amma hefði óskað henni til hamingju með systur hennar. Systir mín var sko ekkert að pæla í því en þegar ég kom niður stigann (lúllaði í mömmurúmi í nótt) fékk ég knús og pínu vandræðalegt hamingjubros. 

Þegar ég hafði skutlað henni uppí Breiðholt fór ég til ömmunnar minnar og fékk góðar viðtökur og pabbi hringdi þangað til að óska mér til hamingju. Amma sagðist ekki geta munað hvenær hún sá mig seinast svona hamingjusama ásýndar. Ég veit ekkert af hverju ég er svona glöð í dag en mig langar helst að valhoppa um bæjinn og kalla, "jámmlida, jámmlida, jámmlida" og brosa hringinn og kasta blómum. En ég ætla ekki að gera það, ég þarf að læra.

 Ég er búin að fá alveg þó nokkur sms með alls konar hamingjuóskum. 

Þegar ég beið útí bíl eftir systur minni hringdi ég í mömmu því hún hafði ekki enn hringt í mig. Ég sagði "hæ" og hún sagði "hæ, hvernig gengur?" og ég hugsaði, "það skiptir ekki máli, ég hringdi ekki til að segja henni hvernig mér gengi." en ég sagði að mér gengi illa að læra því einbeitingin væri farin en ég sagði að mér liði alveg einstaklega vel í dag. Að lokum þurfti ég að hætta að tala við hana því ég var að fara að keyra, systir mín var komin í bílinn, svo við enduðum símtalið.

Tvem tímum síðar hringir hún í mig og segir "hæj, til hamingju með afmælið engillinn minn!!!" og ég rak upp glaðlegan hlátur. Mamma hafði frestar afmælisdeginum mínum út af prófunum. Ég hafði reyndar líka gert það en það er ekki mér að kenna þó frumurnar og boðefnin í heilanum mínum geri það ekki. Persónuleiki minn er 23 ára í dag. Ég get ekki sagt að frumurnar séu svo gamlar, þær endurnýjast á reglulegu tímabili og boðefnin, ég veit ekki með þau. 

Miðað við það, hvað ætli ég sé þá raunverulega gömul? Hvaða "ég" er 23 ára? Persónuleikinn? Ekki líkaminn. Persónuleikinn er samansafn af viðbrögðum boðefna og fruma í líkamanum en þær endurnýjast en þekkingin sem heldur áfram að þróast... endurnýjast hún? Er hægt að segja að þróun endurnýist? 

Tilvist mín og viðvera mín er 23 ára en hvað er þá "mín"? Það er ég. Hvað er ég?

 Jæja, ég hef ekki tíma til að spá í þetta núna. Hvort ætli ég komist að svörum við þessum pælingum í læknisfræði eða heimspeki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband