Þannig er nú það...

Jæja, það stefnir í "næstum-útskrift" vegna þess að mér gekk illa á einu prófinu. Á miðvikudaginn fór ég í íslensku 403 kl 11 uppí MH og ruglaði öllu saman. Ég skrifaði samt heilan helling á spássíurnar á prófinu og ef það yrði metið er ég nokkuð viss um að það mundi redda mér. Sama dag gekk ég uppí FÁ og tók stærðfræði 122 próf kl 15:30 og þar var ég örugg með 90% af prófinu en ég gerði innsláttarvillur sem kostuðu sitt, prófeinkunnin var 7,6 en lokaeinkunnin var 8. Í gær fór ég í eðlisfræðipróf (nát 133) uppí MH og það gekk alveg skítsæmilega, ég hef ekki miklar áhyggjur af því en ég ruglaði alveg nokkru saman þar, ég er bara of heimspekileg til að vera hæf að taka próf, mér finnst allt geta verið allt, ég skil allar hliðar og finnst ekkert réttara en neitt annað. Eðlisfræði virkar víst ekki þannig. Í dag fór ég í stærðfræði 202 próf og gekk skítsæmilega þar. En þess má til gamans geta að ég tók mér 5 daga til að læra fyrir báða stærðfræðiáfangana. Geri aðrir betur!

Ég er svo þakklát þeim sem fann upp helgarnar og ákvað að troða þeim á milli virku dagana því ég er orðin þreytt. Það þýðir samt ekki að ég ætli að slaka á uppí sófa og horfa á rúv, nei nei, ég ætla að læra eins mikið og ég get í samráði við heilastarfsemi mína og klukkutímafjöldann sem mér hefur verið úthlutað. 

 Ég er alveg þokkalega hamingjusöm þrátt fyrir hunangsfluguna sem er í eldhúsglugganum hjá mér (ég sit við borðstofuborðið: fyrir þá sem geta og vilja ímynda sér) en ég reikna með að ná ekki að uppfylla þær kröfur sem þarf til að fá að útskrifast 21. maí. Það gefur mér samt ekki leifi til að slaka á; því meira sem ég læri fyrir próf því minna þarf ég að læra eftir þau. Því færri áfanga sem ég þarf að taka í sumar því fleirum get ég bætt við mér til yndisauka. Það er svo ótrúlega margt áhugavert í boði. 

Þannig er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sólin kemur upp í austur og sest í vestur

A - V

og útkoman varð 9 - jú never nó............

Bells (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband