Var ég ábyrg?

Nei, ég kaus ekki í gær því mér fannst það ekki ábyrgt af mér. Ég veit ekki nógu mikið um málið, ég veit reyndar svo lítið að ég get talið það upp hér í ööööööörfáum línum:

 1. Einhverjir menn misstu sig í viðskiptum í útlöndum, það sem við köllum í góðærinu. 

2. Sumir þykjast vita hverjir þessir 'einhverjir' eru en aðrir segja að það sé ekki það sem á að hugsa um, hverjir 'þeir' eru... [en það VERÐUR pælt í því hverjir þeir eru: mennsk forvitni og hnýskni]

3. Eftirlitið á Íslandi brást... eða svo segja sumir, aðrir segja að Davíð Oddson hafi bara verið að vera sjálfselskur og vitlaus eins og þeir sömu segja að hann hafi verið síðastliðin 20+ ár (með Sjálfstæðisflokknum)

4. Fullt af fólki missti aleigu sína, aðrir eru að drukkna í skuldum og reyna eftir bestu getu að halda stoltinu og sjálfstæðinu, því litla sem eftir er.

5. Mér finnst eins og margir (ekki allir) af þeim sem kusu nei hafi gert það af því að þeir vilja ekki borga icesave. [Þurfum við ekki að borga það, var þetta nokkuð spurning um hvort?]

 - Segjum sem svo að það hefði verið hagstæðast fyrir Íslendinga að segja já því að þá myndum við sleppa við dómstóla og þar af leiðandi sleppa við auka kostnað og kannski hugsanlega hærri upphæð, en þeir sem kusu nei af því að þeir héldu að það þýddi "réttlæti: við borgum ekki það sem við eigum ekki, þetta er ekki okkar mistök og á því ekki að falla á okkur, heldur 'útrásarvíkingana'!"

Það er óábyrgt, er það ekki? Er ég bara að vera vitlaus?

- Kannski ef við segjum nei (sem við gerðum) fáum við betri samning og lægri upphæð til að borga, eru einhverjar vísbendingar sem segja okkur að það sé líklegt, ég meina, allt ER líklegt en í alvöru talað, eru til vísbendingar eða lög sem segir okkur að það séu yfir 90% líkur á því að við getum fengið betri samning?

Þess vegna skil ég þá sem kusu 'já' vegna þess að þeir vildi ekki taka áhættuna á því að hækka upphæðina, skuldina...  eða hvað? Skil ég eitthvað? Er ég kannski á réttri leið með þessum spurningum mínum? Er ég að misskilja eitthvað? 

Ég veit (því miður) ekki nóg um þetta mál og allt of mörg önnur, var það rangt af mér að kjósa ekki? Eða var það ábyrgt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú veist greinilega ekki minna en margur sem kaus.

Minn skilningur er að báðir kostir hafi verið vondir (og þinn skilningur líka), áhætta fólgin í þeim báðum og ófyrirséð hvað gerist. Flestir kusu út frá tilfinningu og hyggjuviti, geri ég ráð fyrir, en kannski var einfaldast að stilla því þannig upp að þeir sem sögðu já vildu samningaleiðina og þeir sem sögðu nei vildu dómstólaleiðina.

En það svarar ekki öllu því að samningarnir eru ekki á auðskiljanlegu mannamáli og dómstólaleiðin gæti eða gæti ekki verið heppileg fyrir Breta og Hollendinga.

En nú er komin niðurstaða í atkvæðagreiðsluna. Kannski sækja Bretar og Hollendingar málið fyrir dómi, kannski fáum við engin lán eða óhagstæð lán, kannski verðum við þá sjálfbærari, étum meira úr skápunum og minna af gulli, kannski verður atvinnuleysið meira, kannski fá Bretar og Hollendingar alþjóðlegar skammir fyrir að níðast á smáþjóð, kannski verður okkur útskúfað - ég átta mig ekki á framtíðinni. Og ég held að það eigi við um alla (ég veit ekki hver ætti að hafa kristalskúluna undir höndum).

Þú hefðir samt átt að nýta atkvæðisréttinn og skila þá auðu. Finnst mér. Fyrir tæpri öld máttu konur ekki kjósa, svo máttu fertugar konur kjósa ef þær voru ekkjur og áttu peninga. Atkvæðisrétturinn er heilagur í mínum augum og ég veit ekki hvað gæti haldið mér heima ef ég er með fulla heilsu.

Berglind Steinsdóttir, 10.4.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband