Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Var ég ábyrg?

Nei, ég kaus ekki í gær því mér fannst það ekki ábyrgt af mér. Ég veit ekki nógu mikið um málið, ég veit reyndar svo lítið að ég get talið það upp hér í ööööööörfáum línum:

 1. Einhverjir menn misstu sig í viðskiptum í útlöndum, það sem við köllum í góðærinu. 

2. Sumir þykjast vita hverjir þessir 'einhverjir' eru en aðrir segja að það sé ekki það sem á að hugsa um, hverjir 'þeir' eru... [en það VERÐUR pælt í því hverjir þeir eru: mennsk forvitni og hnýskni]

3. Eftirlitið á Íslandi brást... eða svo segja sumir, aðrir segja að Davíð Oddson hafi bara verið að vera sjálfselskur og vitlaus eins og þeir sömu segja að hann hafi verið síðastliðin 20+ ár (með Sjálfstæðisflokknum)

4. Fullt af fólki missti aleigu sína, aðrir eru að drukkna í skuldum og reyna eftir bestu getu að halda stoltinu og sjálfstæðinu, því litla sem eftir er.

5. Mér finnst eins og margir (ekki allir) af þeim sem kusu nei hafi gert það af því að þeir vilja ekki borga icesave. [Þurfum við ekki að borga það, var þetta nokkuð spurning um hvort?]

 - Segjum sem svo að það hefði verið hagstæðast fyrir Íslendinga að segja já því að þá myndum við sleppa við dómstóla og þar af leiðandi sleppa við auka kostnað og kannski hugsanlega hærri upphæð, en þeir sem kusu nei af því að þeir héldu að það þýddi "réttlæti: við borgum ekki það sem við eigum ekki, þetta er ekki okkar mistök og á því ekki að falla á okkur, heldur 'útrásarvíkingana'!"

Það er óábyrgt, er það ekki? Er ég bara að vera vitlaus?

- Kannski ef við segjum nei (sem við gerðum) fáum við betri samning og lægri upphæð til að borga, eru einhverjar vísbendingar sem segja okkur að það sé líklegt, ég meina, allt ER líklegt en í alvöru talað, eru til vísbendingar eða lög sem segir okkur að það séu yfir 90% líkur á því að við getum fengið betri samning?

Þess vegna skil ég þá sem kusu 'já' vegna þess að þeir vildi ekki taka áhættuna á því að hækka upphæðina, skuldina...  eða hvað? Skil ég eitthvað? Er ég kannski á réttri leið með þessum spurningum mínum? Er ég að misskilja eitthvað? 

Ég veit (því miður) ekki nóg um þetta mál og allt of mörg önnur, var það rangt af mér að kjósa ekki? Eða var það ábyrgt? 


Jafnrétti kynja og allra

Ég vil byrja á að segja að ég held alveg örugglega að ég sé ekki feministi en þó ekki karlremba. Ég vil að sjálfsögðu jafnrétti en ég þoli alls ekki "konur þetta og konur hitt" Ég þoli mjög illa þegar þetta er nefnt. Mér finnst það eigi ekki að þurfa að hugsa um þetta, auðvitað á að vera jafnrétti. Karl og kona er fyrir mér sami hluturinn, sama lífveran, bara það sama, jafn mikið það sama og að enginn er eins! Ég var að horfa á sjónvarpið og þar var skjárbíó, snilldin, að auglýsa "strákamyndir"!!!! og hefur auglýst stelpumyndir áður! Þó að skjárbíó sé ekki að hugsa neitt út í þetta, hvort þetta hafi einhver áhryf á neinn eða sé yfir höfuð að meina nokkuð illt þá fer þetta rosalega í mínar taugar! Mín pesrónulega og óraunhæfa skoðun á þessu er sú að allir eru jafnir. Menn, konur, börn og dýr, jafnvel hlutir og plöntur. Ég er grænmetisæta í mér en ét þó kjöt, ég veit ekki hvort ég sé samkynhneigð, gagnkynhneigð eða tvíkynhneigð því ég hef bara verið með karlkyni en ég útiloka ekki hitt. Mér finnst alltaf óþæginlegt að borða egg, drekka mjólk eða borða eða horfa á dýr/kjöt matreitt. Ég vil helst búa í stórum skógi einhversstaðar út í rassgati og vinna við að búa til náttúruleg lyf og annað út algerlega náttúrulegum afurðum handa fólkinu í mínum ættbálki. En eins og ég sagði, þetta er óraunhæf skoðun, ef allir hugsuðu svona væri heimurinn sennilega erfiðari og mundi ekki ganga upp vegna gífurlegra fólksfjölgunnar og tæknibulli og fleirra. Mig langar ekkert sérstaklega að hugsa út í þetta of mikið.

Bara það að nefna að eitthvað sé strákalitur, strákamynd, strákadót, strákaföt eða stelpuföt, stelpumynd, stelpulitur,  stelpuskór! FOKK IT!!! Ef mig langar að vera í bláum fötum, ókei, ef strák langar að vera í bleikum fötum þá er hann annað hvort hommi eða geðveikur! Eitthvað skrítin bara.

Þetta er bara til skammar! Oj bara...

 


Enginn er öðruvísi...

Eins og kemur hér í sögunni að neðan  var þessi unga kona alveg bráðgreind, en... það var ýmislegt annað sem vantaði, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Hvernig annars hefði svona rosalega greind stúlka lent í svona, hvernig gat hún látið "plata" sig í eyturlyfjaheiminn? Auðvitað vissi hún betur. Það sem ég er að reyna að segja að það eru allir eins þegar í botninn er horft. Við erum eins og x mikið rúmmál af vökva (efni), það eru allir með sama magnið nema mismikið á hverju efni fyrir sig. Þessi stelpa hafði mikið af gáfuvökva en lítið af öðrum vökva. Ég hef aðeins meira af listrænum vökva en aðrir en lítið af comon sens vökva. Það jafnast alltaf út á eitt! Allir eins, enginn er því öðruvísi og því ætti enginn að skammast sín fyrir eitthvað sem hann er eða er ekki, því allir aðrir hafa sína "galla" líka.

 Mikið vorkenni ég foreldrum stúlkunnar og nákomnum, vona að þau nýti sér þessa reynslu eða atvik til hins góða! Það sem fer upp fer aftur niður, ef það er eitthvað vont þá er líka eitthvað gott = Jafvægi lífsins!

Ég er sammála föður stúlkunnar um að það þurfi eitthvað að gera, en hvað? Þeir sem eru í fíkniefnum hafa sennilega minna af einhverju öðru en aðrir sem koma sér ekki í þennan heim og kannski óþarflega mikið af einhvrju enn öðru. þetta fólk á skilið fulla virðingu frá öllum sem "vita betur" og eru ekki í þessum heimi. Það býr svo margt í þessu fólki, það ætti að hjálpa þeim að nýta sér þá á betri og löglegan hátt. Dah, hvað veit ég... djös bullari get ég verið. Ég hef ákveðnar skoðanir á þessu máli en ég get einhvernvegin ekki orðað þær rétt!


mbl.is Sjóður vegna átaks gegn eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eintóm hundaheppni

Loksins er ég komin til Brussel. Þetta hefur ekki beint verið minn tími. Stoðboginn sem er fyrir aftan efriframtennurnar til að halda þeim, losnaði á mánudagskvöldið og stakkst í mig svo við pabbi tókum hann alveg úr! Enda ekkert gagn að hafa vír sem gatar á mér tunguna og gerir mér lífið leitt. Jæja, svona næstum allt í lagi með það nema að tennurnar eru byrjaðar að skekkjast og losna en ég verð ekki hérna lengur en í tólf daga. Hvað um það, sama kvöld, eftir að ég var búin að horfa á "man og the year" myndina með Robin Williams, áttaði ég mig á því að ég vissi ekki nógu nákvæmt hvar vegabréfið mitt var! Ég gerði dauðaleit í herberginu mínu en gafst upp á endanum því ég var farin að leita á sömu stöðunum aftur og aftur. Ég var orðin svo upptrekt við leitina að ég gat ekki sofnað. Fór aðeins á msn og sagði við Heiðdísi að ég kæmist ekki til Brussel á morgun (þriðjudaginn í gær) því ég fyndi ekki vegabréfið. Sú varð reið. Hún var ekki að samþykkja það að ég væri ekki að koma þar sem hún var búin að telja dagana síðan hún fór frá Íslandi liggur við. Jæja, ég gantaðist í henni svolítið til að bæta dag minn og jeminn eini það var hressandi að segja svo "FYRSTI MAÍ!!!". Jæja ég fékk tvínota vegabréf á flugvöllinum sem kostaði 8000 krónur en með gullfallegri mynd af mér nývaknaðri með rautt hár. Jæja allt gekk eins og í sögu þar til ég kom að lestarstöðinni. GOSH hvað taskan mín var þung!!! Jæja ég keypti miða í lestina fram og til baka og fór á platform 2 eins og mér var sagt og beið í næstum klukkutíma eftir lestinni sem kom aldrei. Ég fór aftur upp með ÞUNGU tökuna mína og spurði Information hvert ég ætti að fara. Góða konan sagði mér að fara á platform 4 og bíða eftir lest sem kæmi 15:42, sem sagt annar klukkutími. Þar sem taskan mín var SVO þung ákvað ég að vera ekki að rápa í búðir til að drepa tímann heldur setjast niður á lestarstöð, horfa á skrítna fólkið og hlusta á Bubba. Viti menn, tíminn leið! Ég fór í lestina og þar er önnur saga. Ég hitt fullt af fólki. Flestir reyndur eitthvað að tala við mig en þar sem ég var með headphones heyrði ég ekkert og hefði hvort eð er ekkert skilið svo ég notaði bara hendurnar og brosti.

Lestin tóm rétt tæplega 3 tíma þar sem ég bara sat, horfði á skrítna fólkið og hlustaði á Bubba. Bubbi er góður! Jæja loksins var ég komin á Brussel-Noord. Ég fór út úr lestinni, elti skrítna fólkið upp og niður stiga þar til ég fann loksins útganginn. Ég fór þangað út og beið. Á meðan ég beið, ákvað ég að labba frá töskunum mínum og horfa í aðrar áttir og bíða eftir því að einhver gerði tilraun til ráns. Þarna var ég heppin. Ég leit við, sá strákinn sem var mjög ungur á að líta, ég hugsaði með mér, hvað er hann að gera fyrir aftan mig? hann hlýtur að vera að bíða eftir einhverjum. Jæja, ekki bannað að vera þarna og ég leit við, svo ætlaði ég að færa veskið mitt nær mér til að passa peningabudduna mína en þá var hún horfin. Aumingja strákurinn átti engan pening og neyddist til að ræna af mér dýrmætu buddunni minni. Jæja, ég veit ekkert hvort hann hafi veirð ríkur eða fátækur, leit ekkert út fyrir að vera fátækur. Þetta var sjokk! Ókei, 100 evrur. Minnsta málið, en myndin af pabba! Afsláttakortið mitt! Nafnspjöldin mín! Skiptimiðarnir mínir! Indlönsku krónurnar mínar! Gamla depetkorið mitt sem var með mynd af englinum! Allt horfið! Svo fann ég þessa buddu úti á djamminu í bænum á Íslandi og eina buddan sem ég virkilega var ánægð með.

Jæja, þýðir ekki að vola. Skítur skeður og ég lærði af þessu. Ekki láta þjófa fá budduna sína! Nú er ég komin til Brussel og sit ég hér við tölvuna hennar Heiðdísar og bíð eftir því að hún klári skólann svo við getum farið að gera æfingar og talað saman. Hún ætlar að taka mig í prógram. Hana langar svo að verða þjálfari.

Í dag fer ég að kjósa og er ég ekki ákveðin hvað ég ætla að kjósa! Urgh! Ég vil ekki gera mistök en ég kemst væntalega ekki hjá því!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband