Eintóm hundaheppni

Loksins er ég komin til Brussel. Þetta hefur ekki beint verið minn tími. Stoðboginn sem er fyrir aftan efriframtennurnar til að halda þeim, losnaði á mánudagskvöldið og stakkst í mig svo við pabbi tókum hann alveg úr! Enda ekkert gagn að hafa vír sem gatar á mér tunguna og gerir mér lífið leitt. Jæja, svona næstum allt í lagi með það nema að tennurnar eru byrjaðar að skekkjast og losna en ég verð ekki hérna lengur en í tólf daga. Hvað um það, sama kvöld, eftir að ég var búin að horfa á "man og the year" myndina með Robin Williams, áttaði ég mig á því að ég vissi ekki nógu nákvæmt hvar vegabréfið mitt var! Ég gerði dauðaleit í herberginu mínu en gafst upp á endanum því ég var farin að leita á sömu stöðunum aftur og aftur. Ég var orðin svo upptrekt við leitina að ég gat ekki sofnað. Fór aðeins á msn og sagði við Heiðdísi að ég kæmist ekki til Brussel á morgun (þriðjudaginn í gær) því ég fyndi ekki vegabréfið. Sú varð reið. Hún var ekki að samþykkja það að ég væri ekki að koma þar sem hún var búin að telja dagana síðan hún fór frá Íslandi liggur við. Jæja, ég gantaðist í henni svolítið til að bæta dag minn og jeminn eini það var hressandi að segja svo "FYRSTI MAÍ!!!". Jæja ég fékk tvínota vegabréf á flugvöllinum sem kostaði 8000 krónur en með gullfallegri mynd af mér nývaknaðri með rautt hár. Jæja allt gekk eins og í sögu þar til ég kom að lestarstöðinni. GOSH hvað taskan mín var þung!!! Jæja ég keypti miða í lestina fram og til baka og fór á platform 2 eins og mér var sagt og beið í næstum klukkutíma eftir lestinni sem kom aldrei. Ég fór aftur upp með ÞUNGU tökuna mína og spurði Information hvert ég ætti að fara. Góða konan sagði mér að fara á platform 4 og bíða eftir lest sem kæmi 15:42, sem sagt annar klukkutími. Þar sem taskan mín var SVO þung ákvað ég að vera ekki að rápa í búðir til að drepa tímann heldur setjast niður á lestarstöð, horfa á skrítna fólkið og hlusta á Bubba. Viti menn, tíminn leið! Ég fór í lestina og þar er önnur saga. Ég hitt fullt af fólki. Flestir reyndur eitthvað að tala við mig en þar sem ég var með headphones heyrði ég ekkert og hefði hvort eð er ekkert skilið svo ég notaði bara hendurnar og brosti.

Lestin tóm rétt tæplega 3 tíma þar sem ég bara sat, horfði á skrítna fólkið og hlustaði á Bubba. Bubbi er góður! Jæja loksins var ég komin á Brussel-Noord. Ég fór út úr lestinni, elti skrítna fólkið upp og niður stiga þar til ég fann loksins útganginn. Ég fór þangað út og beið. Á meðan ég beið, ákvað ég að labba frá töskunum mínum og horfa í aðrar áttir og bíða eftir því að einhver gerði tilraun til ráns. Þarna var ég heppin. Ég leit við, sá strákinn sem var mjög ungur á að líta, ég hugsaði með mér, hvað er hann að gera fyrir aftan mig? hann hlýtur að vera að bíða eftir einhverjum. Jæja, ekki bannað að vera þarna og ég leit við, svo ætlaði ég að færa veskið mitt nær mér til að passa peningabudduna mína en þá var hún horfin. Aumingja strákurinn átti engan pening og neyddist til að ræna af mér dýrmætu buddunni minni. Jæja, ég veit ekkert hvort hann hafi veirð ríkur eða fátækur, leit ekkert út fyrir að vera fátækur. Þetta var sjokk! Ókei, 100 evrur. Minnsta málið, en myndin af pabba! Afsláttakortið mitt! Nafnspjöldin mín! Skiptimiðarnir mínir! Indlönsku krónurnar mínar! Gamla depetkorið mitt sem var með mynd af englinum! Allt horfið! Svo fann ég þessa buddu úti á djamminu í bænum á Íslandi og eina buddan sem ég virkilega var ánægð með.

Jæja, þýðir ekki að vola. Skítur skeður og ég lærði af þessu. Ekki láta þjófa fá budduna sína! Nú er ég komin til Brussel og sit ég hér við tölvuna hennar Heiðdísar og bíð eftir því að hún klári skólann svo við getum farið að gera æfingar og talað saman. Hún ætlar að taka mig í prógram. Hana langar svo að verða þjálfari.

Í dag fer ég að kjósa og er ég ekki ákveðin hvað ég ætla að kjósa! Urgh! Ég vil ekki gera mistök en ég kemst væntalega ekki hjá því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það gengur svona á ýmsu í lífinu,en það er gott hvað þú tekur þessu öllu vel.... var ég búinn að segja þér af manninum sem missti aðra löppina, hann sagði að það væri þá bara helmingi minni tafýla!

kveðja pabbinn

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jahhá, ekkert nema heppni ... og þarft ekki einu sinni að nota nývaknaða vegabréfið nema tvisvar, hmmm.

Berglind Steinsdóttir, 3.5.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Skamm, þú ert ekki með neina gestabók. Þess vegna segi ég hér og nú:

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ. Vona að þú fáir ... góða köku í tilefni dagsins, Belgar eru frægir fyrir gúmmúlöð. Tölvufatlaðir biðja að heilsa, s.s. mamma mín og pabbi.

Berglind Steinsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband