Jafnrétti kynja og allra

Ég vil byrja á að segja að ég held alveg örugglega að ég sé ekki feministi en þó ekki karlremba. Ég vil að sjálfsögðu jafnrétti en ég þoli alls ekki "konur þetta og konur hitt" Ég þoli mjög illa þegar þetta er nefnt. Mér finnst það eigi ekki að þurfa að hugsa um þetta, auðvitað á að vera jafnrétti. Karl og kona er fyrir mér sami hluturinn, sama lífveran, bara það sama, jafn mikið það sama og að enginn er eins! Ég var að horfa á sjónvarpið og þar var skjárbíó, snilldin, að auglýsa "strákamyndir"!!!! og hefur auglýst stelpumyndir áður! Þó að skjárbíó sé ekki að hugsa neitt út í þetta, hvort þetta hafi einhver áhryf á neinn eða sé yfir höfuð að meina nokkuð illt þá fer þetta rosalega í mínar taugar! Mín pesrónulega og óraunhæfa skoðun á þessu er sú að allir eru jafnir. Menn, konur, börn og dýr, jafnvel hlutir og plöntur. Ég er grænmetisæta í mér en ét þó kjöt, ég veit ekki hvort ég sé samkynhneigð, gagnkynhneigð eða tvíkynhneigð því ég hef bara verið með karlkyni en ég útiloka ekki hitt. Mér finnst alltaf óþæginlegt að borða egg, drekka mjólk eða borða eða horfa á dýr/kjöt matreitt. Ég vil helst búa í stórum skógi einhversstaðar út í rassgati og vinna við að búa til náttúruleg lyf og annað út algerlega náttúrulegum afurðum handa fólkinu í mínum ættbálki. En eins og ég sagði, þetta er óraunhæf skoðun, ef allir hugsuðu svona væri heimurinn sennilega erfiðari og mundi ekki ganga upp vegna gífurlegra fólksfjölgunnar og tæknibulli og fleirra. Mig langar ekkert sérstaklega að hugsa út í þetta of mikið.

Bara það að nefna að eitthvað sé strákalitur, strákamynd, strákadót, strákaföt eða stelpuföt, stelpumynd, stelpulitur,  stelpuskór! FOKK IT!!! Ef mig langar að vera í bláum fötum, ókei, ef strák langar að vera í bleikum fötum þá er hann annað hvort hommi eða geðveikur! Eitthvað skrítin bara.

Þetta er bara til skammar! Oj bara...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Svavs, þú ert einmitt femínisti, bara ekki öfgafemínisti. Ég held a.m.k. að femínisti sé sá sem aðhyllist jafnan rétt karla og kvenna, sömu laun fyrir sömu vinnu, sömu tækifæri fyrir bæði kynin.

Hvernig skilgreinir þú annars femínisma?

Berglind Steinsdóttir, 30.12.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: svavs

hef ekki hugmynd hvað feministi er. jú ég hef sennilega einhverja hugmynd en langt frá því að vera nálægt réttu lýsingunni á feminista

svavs, 2.1.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband