Mikið að...

... gera. Já, það er sko mikið að gera hjá mér, mér gengur vel, misvel en nógu vel. Við Sóley syss lærum sögu um það bil annan hvern dag. Ég stúdera stærðfræðina á hverjum degi og finnst það misgaman, stundum of gaman en líka stundum drep leiðinlegt, þrjóskan hefur samt alltaf yfirhöndina því það er ekkert sem heitir neitt nema "ég ætla"!

Íslensku bókmenntirnar á 19. öld eru fínar. Landafræðin er fín. Enskan er fín. Annað kvöld fer ég til vinkonu minnar og redda eðlisfræðinni.

Ég tók tvö stærðfræðipróf í dag, í öðru þeirra gat ég 70% en í hinum aðeins 50%, ég var ekki sátt með það og ætla að gera betur næst!

Ég læri nánast viðstöðulaust frá 9 á morgnana til hádegis, þá fæ ég mér smá hádegismat en held svo áfram að læra fram að kvöldmat, eftir matinn svæfi ég Kormák og held svo áfram að læra til 23 (stundum lengur, en ég er jú mennsk, eða hvað?) Mér finnst meiriháttar skemmtilegt að læra svona mikið, lang skemmtilegast að geta lært svona mikið og lengi í einu en ég get samt ekki lýst því hvað ég hlakka til að klára. Það fyrsta sem ég ætla að gera eftir seinasta lokaprófið er að sækja Kormák og fara með hann í göngutúr, gefa öndunum og eða fara á róló. En eins kaldhæðnislegt og það er, er seinasta prófið mitt á föstudegi fyrir pabbahelgi!! Það gefst þá bara góður tími til að sofa og vinna upp hvíld og svefn og taka svo við litla kútinum mínum á sunnudeginum 15. maí hressari en nokkru sinni fyrr.

Fyrsta prófið er 4. maí og það síðasta er 13. maí og útskriftin er 21. maí!

Ég ætla ekki að segja hvað ég fer í mörg próf en ég ætla að segja að allt þetta leggist mjög vel í mig, öðru hverju fæ ég major stress kast en það er ekkert sem góður göngutúr (þar sem ég hlusta á hljóðbók/skólabók) getur ekki lagað. 

Takk fyrir mig og góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband