Vika 1 dagur 2

Þessi dagur gekk ekki eins vel og í gær, hann gekk ekki eins vel og ég ætlaði mér en hann gekk þó og ég gekk ansi mikið. Ég gekk útá nes og fór í hádegisjóga hjá Hauki sem er afskaplega þæginleg persóna, með þæginlega rödd. Ég gekk heim og tók það mig ekki nema 20 mínútur að labba hvora leiðina og á meðan hlustaði ég á Pride and Prejudice.

Ég las nokkra texta í spænsku og orðin sem ég man eftir eru: fuerza guerrillera(skæruliðaher), régimen(stjórn), joven(young), convirtió(bacame), cada(each), mes(mánuður) og antes(before). Ég læri spænskuna í gegnum ensku því málfræðin er svipuð, íslenska málfræðin flækist fyrir mér ef ég þýði spænskuna yfir á íslensku.

Ég gekk í skólann í dag eins og í gær en gekk betur að ganga í dag en í gær. Þessi ganga hefur haft róandi áhrif á mig svo ég hugsa að ég fari á bílnum á morgun, eða hinn.

Núna ætla ég að lesa 9. kafla í landafræði en hann er um 'Borgir, borgarumhverfi og skipulag' - spennandi! Þegar ég fer uppí rúm (sem ég hlakka til að gera) ætla ég að lesa í The Collector þangað til ég sofna en það er valbókin mín í ensku, ég á að skrifa ritgerð úr henni og skila 28. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband