Færsluflokkur: Menning og listir

Það á að lögleiða fíkniefni

NEI, eða jú, nei annars, það er asnalegt! Ég get ekki ákveðið mig að fullu því mér finnst þessi spurning leiða mig í hringi og þannig spurningum er mér illa við, í augnablikinu. Mér finnst þetta að hluta til kjánaleg spurning og hugsa "auðvitað á ekkert að lögleiða fíkniefni" en hinn skrítni hlutinn minn fer alltaf að spurja spurninga eins og núna: Ef fíkniefni yrðu löglegt þá væru ekki til fíkniefnabrot en það væru hins vegar enþá brot sem eru afleiðing af fíkniefnaneyslu eins og innbrot og þessháttar. Fólk sem er í fíkniefnum er hugsanlega líklegra til að brjóta af sér og því finnst mér í lagi að taka það fólk úr umferð sem er að neyta þessarra efna. En ekki vegna þess að þau eru að neyta efnanna (af því að það er ólöglegt) heldur til að "gefa" þeim (að vísu með valdi) tækifæri á að snúa blaðinu sínu við. En, fólk sem er að neyta þessarra efna getur komið verr út við að fara í fangelsi. Það er hins vegar annað mál. Sem ég hef einnig áhuga á. Já, einmitt, ég er búin að skrifa um tíu línur og hef ekki komist að neinni sérstakri niðurstöðu. Samt í áttina að því.
Eins og Kalli Bjarni. Hann sagðist, minnir mig, hafa verið feginn að vera handtekinn. Auðvitað verða sumir með mótþróa en það er ekkert hægt að gefa þeim undantekningu, duuuu.
Ég fékk þessa spurningu í félagsfræði:
  1. Myndi lögleiðing fíkniefna á Íslandi draga úr afbrotum? Rökstyddu svarið.
 ég mundi vilja heyra frá öðrum, bæði því ég hef áhuga á þessu og til að hjálpa mér að komast að niðurstöðu. p.s. ég þarf ekki að skila þessu verkefni með þessarri spurningu svo ég græði ekkert né tapa á því að svara henni eða ekki.

Flókið framtíðarval...

Eins og pabbi minn sagði fyrir nokkrum árum, og það situr enþá fast í mér, hélt hann á yngri árum að lífið mundi enda eftir þrítugt. Sem sagt, hann hélt að hann mundi ekki gera neitt spes eftir þrítugt, þá væri hann búinn að hugsa sér að eignast börn (sem hann sér ekki eftir), eiga íbúð og bíl og kannski gæludýr, þá hefði hann ekki haft eins mikið frelsi til að ferðast eins og ungi hugur hans girntist svo ofboðslega. Sama vandamál á við hjá mér. Þegar ég heyrði pabba segja þetta, að hann héldi að lífið mundi nánast bara enda um þrítugt, fannst mér hann vera vitlaus. Mér fannst það þæginlegt, að finnast hann einu sinni vera vitlaus, þá mátti ég líka vera vitlaus, sem ég var ekki. Nú ræð ég ekki alveg við þessa tilhugsun að lífið klárist um þrítugt, mér finnst eins og ég muni ekki hafa heilsu eða löngun til að gera það sem mig langar óstöðvandi mikið að gera núna því ég verð bara orðin gömul. Mín hugmynd af eldra fólki, er sú að það vill bara vera heima hjá sér í rólegheitunum og hugsa um heimilið og auðvitað börnin. Þegar ég var yngri ætlaði ég sko ekkert á láta nein börn tefja mig í neitt, sennilega fannst mér sjálfsagður hlutur að ég mundi ferðast með börnin mín í framtíðinni eins og ekkert væri auðveldara því mig langaði svo að mamma eða pabbi gerðu það, ég ætlaði að drösla börnunum mínum í allt sem mig langaði að gera, auðvitað taka tillit til þess hvað þau vildu gera, t.d. með því að fara á ströndina á hverjum stað sem við kæmum á eða í dýragarð, hugsanlega var það sem mig langaði að gera og hélt að þau vildu það. Ég var alveg viss um að börnin mín vildu ferðast, af því að ég vildi það og jú þau voru af mínu holdi og blóði en eftir því sem ég eldist og þroskast þá veit ég alveg að það er ekki svo einfalt og það hræðir mig. Það sem ég tel að geti bundið mig frá því frelsi sem ég þrái það hræðist ég mest af öllu í heiminum. Núna er ég tvítug, hef tíu ár til stefnu og á eftir að mennta mig. Það tekur vonandi ekki meira en þrjú ár en þá á ég bara eftir sjö ár til að ferðast út um allan heim og læra svo miklu meira sem mig langar að læra.

Annað vandamál er að ég veit ekki hvernig ég á að skipuleggja námið mitt, eða grunninn að ferlinum mínum, veit engan vegin hvar ég á að byrja, hvar sé best eða hagstæðast að byrja því í rauninni er mér sama hvar ég byrja. Næstum. Því ég hef lúmska trú á að ég eigi ekki eftir að missa af neinu sambandi við nám, og ef ég telji mig hafa misst af einhverju þá mun ég sennilega sætta mig við það.

Það sem mig dauðlangar að læra er mikil félags- og sálfræði, samskipti, gull- og silfursmíði og myndlist (að hluta til). Auðvitað langar mig að ná þessum fáránlega stimpil sem er nefndur stúdent en það tekur svo mikinn tíma og stundum líður mér eins og ég hafi ekki tíma fyrir hann né allt sem mig langar að læra. Í augnablikinu er ég bara í *bíb*ensku og félagsfræði og því þarf ég ekkert að hugsa um neitt annað núna, það breytir engu en það er samt alltaf á bak við eyrað.

-Eitt skerf í einu er besta leiðin að markmiðinu...


Nýjar myndir

komnar...

andvaka kjáni

Gömul indíánakona

old indie lady in color Nýja myndin mín, lituð í paint:

 Gagnrýni vel þegin...

 Hvað lítur hún út fyrir að vera gömul?

 Lítur hún kannski bara út fyrir að vera illa farin ung kona?


Píla

Í fyrradag fórum við Jón Anton í breiðholtið þar sem auglýstur var gefins læða. Hún er um 5 mánaða gömul og er svört/brún bröndótt og rosalegur félagi. Bíbí tók ekki nógu vel í hana og kvæsti eins og hún ætti lífið að leysa. Braski hins vega, hundurinn á heimilinu varð logandi hræddur. Það er farið að róast í kotinu og kominn leikur í Braska en Píla virðist ekki skilja hann og labbar bara framhjá. Grímur dó, aftur! Dælan bilaði og vatnið varð skítugara en allt en hinir fiskarnir, Mjallhvít, Jacob, Batman og Catwoman eru bara spræk þó barið (Batman og Catwoman) séu eiginlega bara í skónum sínum. Froskarnir; Ásta hetja og Ria Langfeld eru alltaf skemmtilegar. Ég fékk froskana fyrir að fá 8,5 í kjörbókarprófi. Mjög stolt. Gaman að fá svona verðlaus þó maður sé ekki lengur í barnaskóla.

Ný mund væntanleg af gamalli indíánakonu =) vúhú!


Böddi skorinn á háls..

Hér er myndin af Bödda þegar undarlegi aðilinn lamdi hann með flösku í hausinn/hálsinn.

boddi rotadur

og svo brann Gyltan þeirra, sem sagt rútan og að sjálfsögðu teiknaði ég mynd af því :

gyltan


Söngvari Dalton varð fyrir lífshættulegri árás

böddi í loftinu
"Böðvar Rafn Reynisson, söngvari kántríhljómsveitarinnar vinsælu Dalton, varð fyrir lífshættulegri árás á Höfn í Hornafirði aðfaranótt laugardags. Að sögn vitna var Böðvar sleginn aftan frá með flösku eða glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð á hálsi.

Flogið var með Böðvar til Reykjavíkur í sjúkraflugi þar sem gert var að sárum hans. Sauma þurfti í hann fimmtíu spor en hann hafði þá misst um tvo lítra af blóði.

Kristinn Gallagher, bassleikari Dalton, segir að Böðvar hafi verið að stöðva slagsmál þegar ókunnugur maður réðst að Böðvari aftan frá. Lögreglan hefur engann handtekið enn en málið er í rannsókn.

Kristinn segir að Böðvari heilsist ótrúlega vel miðað aðstæður en daginn eftir árásina flaug hann austur til liðs við hljómsveit sína og steig á stokk á Neskaupsstað þar sem Dalton kom fram á dansleik á laugardagskvöld.

Böðvar er þekktur fyrir að vera mikill skemmtikraftur á sviði og lét ekki hina lífshættulega árás sem hann varð fyrir kvöldið áður aftra sér frá því að gefa sig allann í sviðsframkomuna.

Í gærkvöldi þandi Böðvar svo raddböndin á velheppnuðum dansleik á Egilsstöðum en þeir félagar í hljómsveitinni áætla að koma aftur í bæinn í dag." * stolið frá vísi.is*

jahérnahér!


Litlu Karlarnir

dóu.. Ég fann tvo helminga fljóta á yfirborði vatnsins í búrinu í gær. Það var skelfilegt. Ég veit ég var ekki búin að eiga þá í nema tvær vikur eða svo (lélegt tímaskyn) og að þeir voru ekkert ofboðslega skemmtilegir og líka svona ofsa smáir. En að sjá einn sporðlausann og hinn hauslausann. Það er ekkert alveg daglegt brauð. Ég jarðaði þá í klóið. Grímur og Jacob hafa það fínt eftir því sem ég best veit. Jón Anton er reyndar alltaf með einhverjar áhyggjur. Hann les mikið um fiskana núna og fær þar með hugmyndir um hvort sírustigið sé nógu hátt/lágt, hvort maturinn sé nægur eða rétt fæði. Líka þarf að hafa í huga hitastig og að hreynsa síuna reglulega. Við pælum svolítið í því hvaða fiskar mega vera saman í búri og svo framvegis. Það er rosalega margt sem þarf að hugsa um þegar maður fær sér fisk. Þetta virðist stundum auðveldara en að vera með kanínu eða hamstur en í raun er þetta alveg jafn mikið vesen. Fer í raun bara eftir eigandanum. Ef þú hefur tilfinningu fyrir dýrinu eða mikinn áhuga þá gengur betur heldur en ef þú hefur lítinn áhuga og eða enga tilfinningu. Ef þú hefur ekki tíma fyrir dýrið þá verður það vitanlega erfiðara. Ég hef gaman af þessu öllu saman, hundinum, kisunni og fiskunum tvem. Í næsta mánuði vorum við að spá í að fá okkur aðra tegund í fiskabúrið. Okkur langar í skalla eins og stendur hér að neðan en karlinn í fiskabúðinni heldur að hann verði étinn eða éti hina. Jón Anton er alveg viss um að Grímur og Jacob geti vingast við skalla, þar að segja ef hann er ekki eins lítill og rækja. Það er víst þannig að ef þú færð þér stóra fiska þarftu alltaf að fá þér stóra fiska. Litlir og stórir fara ekki sama, allavega ekki að eilífu. Kannski smá stund.


Drama: Kattfiskurinn Grímur

Sæl veriði

Eins og ég sagði áður eigum við 6 litla gúbbífiska.. Eða við höldum að þetta séu gúbbífiskar. Þeir eru allavega alveg rosalega litlir, svona ein og hálf þumalnögl (á mér) eða um ca. 13 mm. Hvað um það, í gær fengum við okkur tvo stóra fiska. Þeir eru held ég 8-11 sm langir. Önnur tegundin sem ég valdi er eins og gulllitaður þorskur (eða einhhver sjófiskur sem við étum) rosalega fallegur og fjörugur, sú tegund heitir Ghost en við köllum hann Jacob. Hin tegundin sem kostaði heldur betur mikið eða tæplega fjögur þúsund er af tegundinni kattfiskur en hann köllum við Grím (saga á bak við það nafn). Hann er dökkgrár með svörtum doppum og fjögur veiði"hár". Hann varð strax þunglyndur þegar hann kom til okkar og kúrði sig bara við stóra steininn í búrinu og Jón Anton varð áhyggjufullur og byrjaði að leita að öllum upplýsingum sem hann fann um þessa tegund en fann ekkert sem hann hélt að gæti hjálpað honum nema það að sýrustigið væri kannski ekki rétt og eða fæðið. Hann bað mig að kaupa sýrumæli og sýrustillandi lyf/dropa/e-ð en þegar við vöknuðum í morgun fundum við Grím hvergi. Hann var ekki hjá steininum sínum og hvergi syndandi. Við leituðum í kringum búrið og út um allt. Þegar ég var að setja vatn í ketilinn var mér litið undir eldhúsborð og sá ég ekki litla greyið okkar. Hann var allur í riki og harður. "Hann er dauður" segir Jón Anton. Við ákváðum að jarða hann frekar en að setja hann í klóið. Ég setti hann í litla öskju hjá vaskinum horfði svo á Jacob í smá tíma (ca. 15 mín) og fór svo til að líta á Grím. VITIMENN!! Ég sver það, ég sá hann hreyfa sig. Ég gáði betur. Jább, hann var að reyna að anda svo ég setti hann í annað box með vatni í og nú er hann að reyna að pumba í sig lífi en ég veit ekki hvort ég sé að gera eitthvað rétt eða hvort það sé eitthvað sem ég geti gert til að hjálpa honum að ná lífinu aftur. Hann á víst að stinga mann og það á víst að vera rosalega vont!! Svo ég get ekki gert munn við munn!! En hvort ég eigi að gefa honum mat eða hvort ég eigi að láta ljós skína á hann eða ekki. Það er svo margt svona sem ég hef ekki hugmynd um eða hvort betra sé að hafa hann í gleri eða plasti eða hvort það skipti nokkru máli.

Það breytir víst ekki miklu núna. Hann er bara alveg hættur að hreyfa sig.

FrownR.I.P Grímur minn. Það var allt í lagi að kynnast þér!!Crying

m0104838

(þetta er mynd af kattfiski en ekki Grími)


tíu í fjörutíuogfimm fermetrum

Það bættust við sex meðlimir í fjölskylduna í gær. sex Litlir karlar sem synda í búri. Bíbí er mjög forvitin um þá en þeir virðast nú ekkert kippa sér upp við hana. Braski hins vegar er ekkert ánægður því Bíbí vill ekkert með hann hafa lengur. í hvert sinn sem Litlu karlarnir synda framhjá vinkar hún Bíbí þeim og þannig gengur það í langan tíma..

 Við erum mjög stolt af Litlu körlunum og ætlum kannsi að fá okkur einn alveg eins og kalla þá Dvergana sjö, fá okkur einn hvítann og kalla hann mjállhvít. Fá okkur svo einn skalla og kalla hann hálrkollu!!

rouget

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband