Færsluflokkur: Menning og listir
Föstudagur, 29. júlí 2011
Hver er sinnar gæfu smiður
En er það svo í öllum tilvikum? Já, ég mundi halda það. Ég mundi bara halda það, líklega er til dæmi um að svo sé ekki.
Sjaldan fer ég norður til pabba, það er ekki jákvæður hlutur en satt að segja finnst mér hann búa einum klukkutíma of langt í burtu. Þegar ég hef keyrt í klukkutíma þá finnst mér það vera komið gott en ég get þó haldið aðeins áfram. Eftir tvo tíma hugsa ég á nokkurra mínótna fresti "ég er örugglega alveg að verða komin" og svo þegar er hálftími eftir hugsa ég "garg, er ég ekki að verða komin!!" en því oftar sem ég fer norður því betur kann ég við það. Það er staður þar sem ég get týnst og fyrir mér hljómar það VEL! Þeir sem þekkja mig mjög vel skilja af hverju.
Fyrr í vikunni heimsótti ég föðurömmu mína og afa. Það er líklega besti staðurinn í öllum heiminum til að vera á, svo rólegt og notalegt. Allt sem ég segi er áhugavert, allt sem ég geri er álitið eðlilegt og knúsarnir og kökurnar eru óendanlegar. Amma spurði mig hvenær ég ætlaði norður næst og ég sagði með hálfum hljóðum að ég færi kannski næstu helgi og henni leist vel á það og sagði að þar með væri það ákveðið. Ég væri að fara norður. Það er mömmuhelgi svo ég get hvort eð er lítið lært, mamma verður í sumó svo hún getur ekki passað og ég hef bílinn. En það var eitt vandamál. Systir mín vildi ekki fara í pössun nema til vinkvenna sinna og mamma kunni ekki við það. Ef mamma fer ekki í sumó þá get ég ekki tekið bílinn af henni, sem þýðir að ég færi ekki heldur. Fyrst ég er ekki að fara þá getur mamma farið því ég verð að passa Sóley.
Mamma ÆTLAR að fara.
Sóley ætlar EKKI í pössun, sem mamma kærir sig um.
Og ég.... hef það furðu fínt, þrátt fyrir allt.
Sunnudagur, 24. júlí 2011
Næsti vetur +
Já þá er ég aftur komin í þá stöðu að ég get ekki ákveðið hvað mig langar að gera, hvað ég ætla að gera og hvað ég ætti að gera. Mig langar í heimspeki en mig langar líka í ljósmyndun og annað listnám. Ætti ég að fara í heimspeki af því að það er háskólanám? Mig langar alveg í sálfræði, ætti ég þá að fara í það vegna þess að það er líklega praktskast og öruggast hvað varðar atvinnu? Mamma sagði að hún þekkti ljósmyndara sem fá enga vinnu, hvað segir það mér samt? Ég var alin upp við þá hugmynd að ég ætti að gera það sem ég er góð í, að ég ætti að rækta mína hæfileika og að ég gæti allt sem ég vildi ef ég vildi það nógu mikið. Ja, hvort sem ég var beinlínis alin upp við það eða bara fundið þessi heilræði einhvers staðar á lífsleiðinni skiptir ekki öllu máli. Ég trúi þessu ennþá, er ég barnaleg? Óraunhæf? Of bjartsýn? Pollýanna?
Ef ég fer að vinna venjulega 8-16 vinnu þá missi ég heila 8 tíma af deginum mínum í tekjuöflun og mjög líklega í vinnu sem gefur mér sama sem ekkert, þess vegna vil ég ekki fara í vinnu. Ef ég fer á námslán þá er ég að safna skuldum og skuldir eru slæmar blablabla!! Mér er svo óendanlega illa við það þegar fólk segir að námslán séu dýr og óhagstæð og ekki besta lausnin! Hvað á ég að gera? Ég er 23ja ára einstæð móðir, tekjulaus og ekki búin með stúdentinn. Ég er að vinna í stúdentinum en hann er endalaust langur, það er engin afsökun, ég á að vera löngu búin með hann en af einhverjum ástæðum er ég bara ekki búin með hann og ég hef minnstar áhyggjur af honum! Hann kemur þegar hann kemur og ekkert meira með það!
Listamaður, gæti ég orðið listamaður? Hvað er að vera listamaður? Hvernig fær maður tekjur til að lifa af þegar maður er listamaður? Eru til "öryggis"bætur fyrir þá sem kjósa að starfa í listamannabransanum sem er talinn óöruggur bransi, engin mánaðalaun eða tímakaup heldur færðu borgað eftir smekk almennings og athafnasemi. En ef þú verður veik/ur, hvað geriru þá sem listamaður?
Það er sköpunarkraftur inní mér sem hefur verið að gerjast í þó nokkur ár, ég finn það vel að hann er á barmi sprengingar! Endalausar hugmyndir, endalaus orka og endalaus hvatning frá umhverfinu sem gefur mér hugmyndir og orku en á móti kemur tímaleysið, tekjuleysið, stúdentsleysið og samfélagsformpressan sem er ekki til í minni stærð!
Rithöfundur; hvað þarf ég til að verða rithöfundur? Ég tel mig vera komna yfir þann hugsunarhátt að ég þurfi bara að kunna að skrifa orð. Það hlýtur að vera svo miklu meira á bak við þetta. Ritlist, tími og skipulag til að missa ekki niður söguþráðinn, sérstakur vinnutími. Er nokkuð hægt að vera 23ja ára óstúdent einstæð móðir sem ætlar að setjast niður til að skrifa fyrstu bókina sína til að gefa út til að afla tekna til að geta boðið litla barninu sínu það sem það þarf og kannski aðeins meira? Nei, örugglega ekki en af hverju ekki? Hvað þarf ég meira að vita, hvað þarf ég að læra og hvar læri ég það? Við hvern á ég að tala? Vil ég vera rithöfundur? Í hverju felst það í raun og veru að vera rithöfundur? Hvers konar lífi lifa rithöfundar?
Hverju þarf ég að passa mig á? HverjUM þarf ég að passa mig á? Ég bý enn í foreldrahúsum sökum fjárskorts og tel mig ekki vera hæf til að "sjá um mig sjálf" í heimi lista- og bókmenntastarfsheiminum.
Hvað á ég að gera? Af hverju er ég svona tvístígandi á því hvort ég eigi að fara í háskólann í haust? Hvað annað er ég að pæla í að gera? Eitthvað verð ég að gera ekki satt, eða hvað? Af hverju má ég ekki bara gera ekki neitt? Æj, ég veit, ég veit, það er kjánaleg spurning, ég get hvort eð er ekki gert ekki neitt, það er mér alveg ómögulegt, sem er fínt því mér leiðist aldrei...
Fimmtudagur, 14. júlí 2011
Já fínt
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Matisyahu
Þetta lag kemur mér í gott skap, það hjálpar að vera í góðu skapi þegar maður lærir og lærir og lærir....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Tilfinningar
Nú er allt að gerast, markmiði vikunnar er brátt komið í höfn og á mánudaginn tekur við upprifjun fyrir prófin! Þetta er að gerast fólk! Í kvöld fór ég í munnlegt spænskupróf og stóð ég mig ekki vel en sem betur fer þarf ég aldrei aftur að tala spænsku, ég fékk 5,5 en ég var næstum í allan dag að undirbúa mig fyrir prófið með nýju vinkonu minni Kristínu sem er með mér í 3 af 4 fögum í öldungadeildinni í MH. Ég kunni svörin við spurningunum en þau týndust þegar ég var í prófinu, veit hreinlega ekki hvert þau fóru. Ég var með önnur svör á hreinu en þau komu prófinu ekkert við og allt fór í graut, næstum allt, allt nema 55 prósentin.
Á morgun er tiltekt og tiltekt og tiltekt og að útskrifa enskuna, landafræðina og eðlisfræðina takk fyrir! Helgn fer í íslenskuna og stærðfræðina og ég get ekki beðið... eftir að helgin klárist!
Færslan heitir tilfinningar en ég er með svo margar tilfinningar sem flæða þvers og kruss um sjálfa mig og í kringum mig að ég veit ekki hvað.... mjög spennandi stöff!
Laugardagur, 2. apríl 2011
Samatekt
Ég náði ekki 5daga markmiði mínu og fer helgin í að vinna það upp, ég leifði mér samt sem áður að fara á tónleika með Playmo, I spoil myself! Fyrst fór ég í afmælisboð til vinkonu minnar, sem reyndist ekki vera aprílgabb. Þar hitti ég gamlar og góðar vinkonur sem ég hef ekki hitt lengi en aðra þeirra hef ég ekki hitt í marga mánuði en mér leið eins og ég hefði verið að hitta hana annan daginn í röð, þannig lýsir góð vinátta sér mundi ég segja.
Uppúr miðnætti fórum við á Hressó þar sem Dabbi (í Í svörtum fötum) og Böddi (í Dalton) og "Jóhanna Guðrún" voru að spila. Jóhanna Guðrún vildi ekki þekkjast svo hún dulbjó sig sem trommara (trommarann í Dalton) og setti á sig hárkollu og sólgleraugu og til að passa að enginn þekkti hana á röddinni ákvað hún að vera fyrir aftan Dabba (kærastann sinn) og lemja á bongótrommur og það gerði hún alveg einstaklega vel.
Þaðan var förinni heitið á Amsterdam þar sem Playmo spilaði og vorum við Halla mest áberandi á dansgólfinu og vægast sagt lang bestu dansararnir. Í einni pásunni hjá hljómsveitinni kemur söngvarinn Óli Gunn til mín og þakkar mér kærlega fyrir stuðninginn, þ.e að teikna lógó fyrir þá og að vera dugleg að mæta á tónleika o.fl. Það besta er að hann tilkynnir mér þarna í persónu að hann og hljómsveitin ætli að spila í útskriftinni minni í maí!!
Hér er svo ein útgáfa af lógói sem ég teiknaði fyrir þau en í kössunum eru meðlimirnir sem heita frá vinstri: Óli Gunn (söngur), Hanna (trommur), Þórarinn (gítar), Björgvin (bassi) og Baddi (gítar)
Ég held að ég sé að fara rétt með, ég er ekki alveg 100% viss með Þórarinn og Björgvin en næstum.
Mánudagur, 28. mars 2011
VALBORG
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Síðasti hnerrinn...
Jæja, síðasti hnerrinn sem ég hnerraði varð til þess að ég lenti á slysó. Hafði ég þá tognað á bakinu við að dansa og hoppa á skemmistað við undirleik Dalton. Ekki lét ég þetta stoppa mig í einu né neinu og hélt áfram að lifa, vinna læra og að vera yndisleg manneskja. Allt kom fyrir ekki og ég versnaði og batnaði og versnaði enþá meira, batnaði smá og fór svo síversnandi þessa vikuna og þá hnerraði ég. Það er víst þannig að þegar fólk tognar þá skreppa vöðvarnir saman og við hnerr eða ofsahlátur kippast vöðvarnir enþá meira saman. Smátt og smátt skruppu vöðvarnir mínir saman alveg þar til ég gat ekki staðið upprétt né setið. Þurfti að liggja á maganum þar til sjúkrabíllinn kom og tók mig upp á appelsínugulu pretti, á maganum. Beið svo í heilar sextíu mínútur, ef ekki meira eftir lækninum sem skrifaði þrjá lyfseðla handa mér, íbúfen 600, parkodín forte og stesolid, sem mig langar minna en ekkert til að taka. Til að koma mér sársaukalaust heim fékk ég sprautu í bossann og eina litla hvíta töflu sem hann kallaði "verkjalyf", annars veit ég ekkert hvað það var. Sá hinn sami sagði líka að ég væri með töff gleraugu. Takk fyrir!
Fer samt í vinnuna á fimmtudaginn en get engu lyft svo ég verð ekki til mikils gagns en ég vona að ég geti gert eitthvað gagn.
Ef ég væri foreldri mundi ég vilja vita strax af svona atvikum sem gerast fyrir börn mín til að annað hvort bjóða aðstoð mína, viðveru eða hlýja strauma. Ég mundi ekki vera reið en ég mundi samt síður vilja fá að vita það þegar allt væri af staðið að barnið mitt hefði farið á slysó því það gat ekki staðið. Mér mundi líða eins og bara áhorfanda sem gæti ekki gert neitt, sem væri ekki partur af "myndinni" því hringdi ég í pabba en hann var örugglega sofandi og mamma er á laugarveginum að rölta með vinkvennum sínum. En þau frétta þetta við fyrsta hanagal ...
"svavs var einu sinni fatlafól, flakkandi um á hjólastól"