Drama: Kattfiskurinn Grímur

Sæl veriði

Eins og ég sagði áður eigum við 6 litla gúbbífiska.. Eða við höldum að þetta séu gúbbífiskar. Þeir eru allavega alveg rosalega litlir, svona ein og hálf þumalnögl (á mér) eða um ca. 13 mm. Hvað um það, í gær fengum við okkur tvo stóra fiska. Þeir eru held ég 8-11 sm langir. Önnur tegundin sem ég valdi er eins og gulllitaður þorskur (eða einhhver sjófiskur sem við étum) rosalega fallegur og fjörugur, sú tegund heitir Ghost en við köllum hann Jacob. Hin tegundin sem kostaði heldur betur mikið eða tæplega fjögur þúsund er af tegundinni kattfiskur en hann köllum við Grím (saga á bak við það nafn). Hann er dökkgrár með svörtum doppum og fjögur veiði"hár". Hann varð strax þunglyndur þegar hann kom til okkar og kúrði sig bara við stóra steininn í búrinu og Jón Anton varð áhyggjufullur og byrjaði að leita að öllum upplýsingum sem hann fann um þessa tegund en fann ekkert sem hann hélt að gæti hjálpað honum nema það að sýrustigið væri kannski ekki rétt og eða fæðið. Hann bað mig að kaupa sýrumæli og sýrustillandi lyf/dropa/e-ð en þegar við vöknuðum í morgun fundum við Grím hvergi. Hann var ekki hjá steininum sínum og hvergi syndandi. Við leituðum í kringum búrið og út um allt. Þegar ég var að setja vatn í ketilinn var mér litið undir eldhúsborð og sá ég ekki litla greyið okkar. Hann var allur í riki og harður. "Hann er dauður" segir Jón Anton. Við ákváðum að jarða hann frekar en að setja hann í klóið. Ég setti hann í litla öskju hjá vaskinum horfði svo á Jacob í smá tíma (ca. 15 mín) og fór svo til að líta á Grím. VITIMENN!! Ég sver það, ég sá hann hreyfa sig. Ég gáði betur. Jább, hann var að reyna að anda svo ég setti hann í annað box með vatni í og nú er hann að reyna að pumba í sig lífi en ég veit ekki hvort ég sé að gera eitthvað rétt eða hvort það sé eitthvað sem ég geti gert til að hjálpa honum að ná lífinu aftur. Hann á víst að stinga mann og það á víst að vera rosalega vont!! Svo ég get ekki gert munn við munn!! En hvort ég eigi að gefa honum mat eða hvort ég eigi að láta ljós skína á hann eða ekki. Það er svo margt svona sem ég hef ekki hugmynd um eða hvort betra sé að hafa hann í gleri eða plasti eða hvort það skipti nokkru máli.

Það breytir víst ekki miklu núna. Hann er bara alveg hættur að hreyfa sig.

FrownR.I.P Grímur minn. Það var allt í lagi að kynnast þér!!Crying

m0104838

(þetta er mynd af kattfiski en ekki Grími)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband