Píla

Í fyrradag fórum við Jón Anton í breiðholtið þar sem auglýstur var gefins læða. Hún er um 5 mánaða gömul og er svört/brún bröndótt og rosalegur félagi. Bíbí tók ekki nógu vel í hana og kvæsti eins og hún ætti lífið að leysa. Braski hins vega, hundurinn á heimilinu varð logandi hræddur. Það er farið að róast í kotinu og kominn leikur í Braska en Píla virðist ekki skilja hann og labbar bara framhjá. Grímur dó, aftur! Dælan bilaði og vatnið varð skítugara en allt en hinir fiskarnir, Mjallhvít, Jacob, Batman og Catwoman eru bara spræk þó barið (Batman og Catwoman) séu eiginlega bara í skónum sínum. Froskarnir; Ásta hetja og Ria Langfeld eru alltaf skemmtilegar. Ég fékk froskana fyrir að fá 8,5 í kjörbókarprófi. Mjög stolt. Gaman að fá svona verðlaus þó maður sé ekki lengur í barnaskóla.

Ný mund væntanleg af gamalli indíánakonu =) vúhú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband