Litlu Karlarnir

dóu.. Ég fann tvo helminga fljóta á yfirborði vatnsins í búrinu í gær. Það var skelfilegt. Ég veit ég var ekki búin að eiga þá í nema tvær vikur eða svo (lélegt tímaskyn) og að þeir voru ekkert ofboðslega skemmtilegir og líka svona ofsa smáir. En að sjá einn sporðlausann og hinn hauslausann. Það er ekkert alveg daglegt brauð. Ég jarðaði þá í klóið. Grímur og Jacob hafa það fínt eftir því sem ég best veit. Jón Anton er reyndar alltaf með einhverjar áhyggjur. Hann les mikið um fiskana núna og fær þar með hugmyndir um hvort sírustigið sé nógu hátt/lágt, hvort maturinn sé nægur eða rétt fæði. Líka þarf að hafa í huga hitastig og að hreynsa síuna reglulega. Við pælum svolítið í því hvaða fiskar mega vera saman í búri og svo framvegis. Það er rosalega margt sem þarf að hugsa um þegar maður fær sér fisk. Þetta virðist stundum auðveldara en að vera með kanínu eða hamstur en í raun er þetta alveg jafn mikið vesen. Fer í raun bara eftir eigandanum. Ef þú hefur tilfinningu fyrir dýrinu eða mikinn áhuga þá gengur betur heldur en ef þú hefur lítinn áhuga og eða enga tilfinningu. Ef þú hefur ekki tíma fyrir dýrið þá verður það vitanlega erfiðara. Ég hef gaman af þessu öllu saman, hundinum, kisunni og fiskunum tvem. Í næsta mánuði vorum við að spá í að fá okkur aðra tegund í fiskabúrið. Okkur langar í skalla eins og stendur hér að neðan en karlinn í fiskabúðinni heldur að hann verði étinn eða éti hina. Jón Anton er alveg viss um að Grímur og Jacob geti vingast við skalla, þar að segja ef hann er ekki eins lítill og rækja. Það er víst þannig að ef þú færð þér stóra fiska þarftu alltaf að fá þér stóra fiska. Litlir og stórir fara ekki sama, allavega ekki að eilífu. Kannski smá stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband