Söngvari Dalton varð fyrir lífshættulegri árás

böddi í loftinu
"Böðvar Rafn Reynisson, söngvari kántríhljómsveitarinnar vinsælu Dalton, varð fyrir lífshættulegri árás á Höfn í Hornafirði aðfaranótt laugardags. Að sögn vitna var Böðvar sleginn aftan frá með flösku eða glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð á hálsi.

Flogið var með Böðvar til Reykjavíkur í sjúkraflugi þar sem gert var að sárum hans. Sauma þurfti í hann fimmtíu spor en hann hafði þá misst um tvo lítra af blóði.

Kristinn Gallagher, bassleikari Dalton, segir að Böðvar hafi verið að stöðva slagsmál þegar ókunnugur maður réðst að Böðvari aftan frá. Lögreglan hefur engann handtekið enn en málið er í rannsókn.

Kristinn segir að Böðvari heilsist ótrúlega vel miðað aðstæður en daginn eftir árásina flaug hann austur til liðs við hljómsveit sína og steig á stokk á Neskaupsstað þar sem Dalton kom fram á dansleik á laugardagskvöld.

Böðvar er þekktur fyrir að vera mikill skemmtikraftur á sviði og lét ekki hina lífshættulega árás sem hann varð fyrir kvöldið áður aftra sér frá því að gefa sig allann í sviðsframkomuna.

Í gærkvöldi þandi Böðvar svo raddböndin á velheppnuðum dansleik á Egilsstöðum en þeir félagar í hljómsveitinni áætla að koma aftur í bæinn í dag." * stolið frá vísi.is*

jahérnahér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta er slæmt að heyra. Ég vona að lögregla staðarins hafi ekki eytt öllu púðrinu í að sekta mig fyrir að aka aðeins yfir leyfilegum mörkum. Hún hafi líka haft orku í að taka á þessu máli eins og eðlilegt gæti talist.

Þórbergur Torfason, 24.3.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gerið það fyrir mig, ekki dæma alla Hornfirðinga sem fífl og fáfita útaf þessu, ég veit ekki alveg hvernig þetta mál er, en þegar koma svona skrítin mál upp hér á Hornafirði, þá er litið á okkur sem eitthvað meiriháttar heimskt lið!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það væri nú fulldjarft að dæma alla Hornfirðinga eftir einum. Og var hann kannski aðkomumaður?

Berglind Steinsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: svavs

ég hélt að þetta hefði gerstâ neskaupstað og hann saumaður í höfn ..

svavs, 25.3.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband