Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Vantraust á sjálfum sér?
Sælt verið fólkið, ég þarf að læra að treysta á sjálfa mig betur! Til að treysta öðrum þarf ég að treysta sjálfri mér. Hvað þýðir það? Ég fer ekki að ræna mig... nei ókei, þetta var silly! En... er verið að tala um sjálfstraust hér? já, ég hef slappt sjálfstraust en ágætt sjálfsálit, ég hef mikla trú á að það verði eitthvað af mér.... í framtíðinni...! Ég er að vinna smátt og smátt í sjálfri mér með því að hreyfa mig örlítið og mála meira og meira, klæða mig í samræmi við tilfinningar, í samræmi við mig. Ég lít þokkalega vel út, held ég, allavega, ég er ekki heimsk, held ég, allavega... hvað veit ég? Þetta er svoooo flókið. Ég veit að ég er traustur vinur. Ég vil ekki gera ranga hluti, umferðalagabrot eða önnur lagabrot nema ég sé á móti þeim. Held ég, eða hvað? Ef ég finn mér eitthvað að gera, vinna, skóla, sjálfboðastarf, saumaklúbb... eitthvað, þá væntanlega væri ég ekki svona mikið að hugsa um að "bæta" sjálfa mig. Hvað er svosem að bæta sem krefst svona mikils tíma? er það svo mikilvægt að breyta "öllu" þessu sem hugsanlega er hægt að breyta? Hver er ég þá eftir allar breytingarnar? Ég? Held ekki. En... samt er maður alltaf maður sjálfur nema ekki alveg alltaf! Hvað er ég að tala um? Til hvers eru þessar basettar spurningar?
Veit einhver hvað ég er að tala um og hvað ég er að leita að? Ég vil treysta sjáfri mér og ég vil mjög mikið treysta öðrum? Hvernig veit ég hverjum ég má treysta? Er það eitthvað sem ég finn í hjartanu? Þarf ég ekki að geta treyst sjálfri mér til að geta fundið fyrir trausti frá öðrum í hjarta mínu? Hvað þarf ég að gera?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Bloggið að ná völdum...
ARGASTA ARG!!! Ég virðist ekki getað leitað að neinum gagnlegum upplýsingum á google.is lengur því 70% af niðurstöðunum eru bloggsíður hjá fólki með skoðanir sínar og aðeins skoðanir! Þegar ég vil vita eitthvað um eitthvað þá vil ég vita staðreyndir þess en ekki skoðanir einhverra! Kemur þetta fyrir aðra líka eða kann ég bara ekki að leita að því sem mig langar að finna?
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Hvor fer í fangelsi? eða hver fær refsinguna?
Ef hundurinn minn mundi drepa manneskju, færi ég þá í fangelsi því ég er eigandinn eða verður hundurinn tekinn, líflátinn eða tekinn í burtu. Varla geta litlit hvolpar drepið manneskju, nema þeir séu mjög margir eða ROSALEGA stórir og ef þeir eru fullvaxnir þá er erfitt að kenna þeim, eins og málsháttur eða fræg setning segir "erfitt er að kenna gömlum hundum að setjast!" - Afsakið Berglind, ég man bara ekki hvernig málshátturinn er! Ég skammast mín. Samt ekki nógu mikið til að sleppa því að skrifa þetta!!!!
Lék Ving Rhames ekki í Green Mile? Hét hún ekki Green Mile? Með "Life is like a box of cocolate, u'll never know what u get" manninum. Hvað hét hann? Tom Hanks. Já, ég er að spá í að halda áfram að hugsa bara sjálf og hætta að skrifa ALLT sem ég hugsa!
túrilú
Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. ágúst 2007
You Son Of A Bitch!!!
Sælt verið fólkið, ég veit ég hef verið löt við að blogga. Kannski veit ég ekki hvað ég má segja og hvað ekki. Ýmislegt sem ég lendi í, sem ég sé, sem ég hugsa er lítt bloggvænt. Ekki að ég sé með einhvern sorahugsunarhátt eða gjörðir. Bara óheppin. Sem er á sama tíma heppni. Óútskýranlegt!
Pabbi seldi hundinn sem hann gaf mér fyrir nokkrum mánuðum og ég var ekki sátt og viti menn, ég fékk hann aftur og ég er meira en glöð! Hann fyllir innra tóm mitt af ást og hlýju. Æj þið vitið hvað ég á við. Í augnablikinu er ég óeðlilega þreytt, af vangefnum ástæðum, og veit ekki hvernig ég get best orðað hluti! Crap, þarna sjáiði! Braski lúllar í kjöltunni minni og ég hlakka til að fara að sofa með hann í fanginu. Hann er eins og besti vinurinn sem ég átti.... en fór! Sem var hjá mér 24/7. Það er draumur!
Já, Andri félagi minn bauð mér á The Simpsons Movie! Í lúxus salnum! Djöfull var hún betri en ég hélt. Hefði samt vel viljað sjá hana á íslensku því þátturinn íslenskaði var svo hlægilega og vel hressandi misheppnaðir. Það fyndna var hversu illa þátturinn var gerður! Þátturinn sjálfur var ekki fyndinn fyrir fimmeyring! Jafnvel ekki fimmhundruð billjarða! En það er ekki eins og fólkið hafi verið að reyna að skemma þáttinn, eða hvað? Enskur húmor er ekkert auðtúlkaður! Eins og einu sinni var brúðkaup í bíómynd og einn af pöbbunum stóð upp og sagði "I'd like to make a toaste" og svo kom textinn... "ég vil gera ristabrauð!" WODDAFOKK!!! Það GERIR enginn ristabrauð í fyrsta lagi! Og annað sem ég persónulega lenti í að verða vitni að; maður nokkur í svaka spennó glæpamynd kemur að fórnarlambinu, dauðu, honum bregður, hann fær sjokk og segir hina víðfrægu setningu "Oh my God!!!" og textinn : "hamingjan sanna!". Það er engin hamingja í þessu samhengi! Var túlkurinn antikristur eða hvað?? Fyrrum vinkona mín sá einu sinni gangstera mynd þar sem allir hip hoppararnir og kúl dúddarnir voru með blótsyrði í öðru hvoru orði. Einn dúddinn sagði "You son of a bitch" og textinn : "pétur páll!". Hvað er málið með það? Túnkurinn hafði örugglega komist að framhjáhaldi mannsins síns! Nei, djók! Hvað veit ég um það!
Jæja nóg í bili, túrilú
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Öfund
París Hilton gerð arflaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júlí 2007
hvað get ég gert til að aðrir geri það líka?
Fellibylir tíðari en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 21. júlí 2007
Fjölskyldumeðferð
Í dag horfði ég á Dr. Phil í allan dag. Næstum! Anskoti marga þætti samt sem að fengu mig til að skipta um skoðun. Mig langar að búa hjá pápa. Mig langar að geta það. Ég vil ekki þurfa að flýja að heiman. Ég elska pápa mest í geymi og við vorum bestu vinir á tímabili. Svona sirka frá því ég fæddist og núna kannski fyrir ári eða svo. Við erum óvinir, við erum ósátt og ég veit ekki hvað ég get gert til að bæta ástandið. Ég vil fara í "hjónaráðgjöf", m.ö.o. fjölskyldumeðferð. Ég vil að mér líði vel innan um fjölskyldu mína og sérstaklega foreldra mína. Mér finnst fjölskyldan mín vera að sundrast. Ég flutti frá mömmu fyrir 3 árum og nú ætlaði ég að flýja frá pápa. Hvað er ég að gera rangt?
Ég er tilbúin að gera ALLT til að við pápi verðum aftur vinir! Ég sakna hans eins og hann var. Ég sakna hans mjög mikið. Ég sakna hans svo mikið að ég er hrædd við náin kynni við stráka því ég veit ekki hvort ég sé hrifin eða hvort mig vantar bara knús. Þar sem ég vil ekki gera neina vitleysu í þeim málum, geri ég ekkert. Næstum. Ég geri mistök. Því miður. Ég gar sagt pápa allt. Alveg allt en nú get ég ekkert sagt honum. Bara ekkert. Hvað gerðist? Hjálp!
Föstudagur, 20. júlí 2007
Roskilde og Ítalía
Ég er aldrei heima. Vinkona mín hringir í mig á afmælisdaginn minn og spjallar smá þangað til ég fer að verða áhyggjufull yfir símreikninginum og segi henni að ég verði eiginlega að hætta að tala því ég sé í belgíu. Allt í lagi, nokkru seinna hittir þessi sama vinkona mín, móður mína og hún segir vinkonu minni að ég sé á Hróaskeldu og það kemur vinkonu minni ekki á óvart nema hvað, sunnudag eftir roskilde, hringir sama vinkona mín í mig og biður mig að koma í sund, en ég segist vera á ströndinni á Ítalíu!
Hróaskelda var snilld fyrir utan að ég missti af IN FLAMES!!!!!!!!! og það var allt mígandi leðjukennt og blautt og vindað en ég þraukaði, fór svo í köben, hékk með fólki og svo skellti ég mér til ítalíu fyrir viku og kom núna á aðfaranótt miðvikudags. Rosalegur hiti og rakt loft og við gengum allt of mikið að mínu mati. Þegar við vorum búin að ganga og ganga bara í þeim tilgangi að ganga bara... að mínu mati, þá máttum við gera það sem við vildum og þá var ég aldrei tilbúin að fara að sjoppast með Sóley! Fyrir utan það að mér finnst ekki gaman að sjoppast.
Vatikanið var ekki eitthvað sem ég hafði ánægju af en cólusíumið var betra. Ef ég hefði haft meiri tíma þá hefði ég vilja skoða það betur og jú ég mundi vilja sjá Vatikanið betur, helst þegar ég er bara ein í Vatikaninu. Það var of mikið af fólki þarna. Kristin trú er eitthvað að pirra mig þessa dagana. Ég þarf eitthvað að skoða hana betur.
Takk
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júlí 2007
Enginn er öðruvísi...
Eins og kemur hér í sögunni að neðan var þessi unga kona alveg bráðgreind, en... það var ýmislegt annað sem vantaði, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Hvernig annars hefði svona rosalega greind stúlka lent í svona, hvernig gat hún látið "plata" sig í eyturlyfjaheiminn? Auðvitað vissi hún betur. Það sem ég er að reyna að segja að það eru allir eins þegar í botninn er horft. Við erum eins og x mikið rúmmál af vökva (efni), það eru allir með sama magnið nema mismikið á hverju efni fyrir sig. Þessi stelpa hafði mikið af gáfuvökva en lítið af öðrum vökva. Ég hef aðeins meira af listrænum vökva en aðrir en lítið af comon sens vökva. Það jafnast alltaf út á eitt! Allir eins, enginn er því öðruvísi og því ætti enginn að skammast sín fyrir eitthvað sem hann er eða er ekki, því allir aðrir hafa sína "galla" líka.
Mikið vorkenni ég foreldrum stúlkunnar og nákomnum, vona að þau nýti sér þessa reynslu eða atvik til hins góða! Það sem fer upp fer aftur niður, ef það er eitthvað vont þá er líka eitthvað gott = Jafvægi lífsins!
Ég er sammála föður stúlkunnar um að það þurfi eitthvað að gera, en hvað? Þeir sem eru í fíkniefnum hafa sennilega minna af einhverju öðru en aðrir sem koma sér ekki í þennan heim og kannski óþarflega mikið af einhvrju enn öðru. þetta fólk á skilið fulla virðingu frá öllum sem "vita betur" og eru ekki í þessum heimi. Það býr svo margt í þessu fólki, það ætti að hjálpa þeim að nýta sér þá á betri og löglegan hátt. Dah, hvað veit ég... djös bullari get ég verið. Ég hef ákveðnar skoðanir á þessu máli en ég get einhvernvegin ekki orðað þær rétt!
Sjóður vegna átaks gegn eiturlyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júlí 2007
Roskilde
Jæja, Roskilde á morgun og ég þarf að fara að sofa! Roskilde á að vera ógeðslega skemmtilegur tími í lífi mínu og seint gleymdur, ef ekki aldrei! Auðvitað mun ég sakna Braska og fleira fólks! En þegar ég kem heim 17. júlí ætla ég að knúsa alla sem ég þekki í klessu, ja, nema nokkra, they know what they did!!! (drawn together, fan) Ég er að grínast. Mín fer með lest til Þýskalands þann 9. júlí og þaðan fer hún svo til Ítalíu til að hitta skemmtilegt fólk.
Ég hef verið að hugsa um að safna hárum undir höndunum og á fótunum og annarss staðar, sem sést ekki til að mér verði síður nauðgað, góð hugmynd? Já, eða líka til að enginn sé að reyna neitt við mig, hvokri skakkir né fullir einstaklingar! Móðir mín er að sjálfsöðgu að farast út áhyggjum en aldrei þessu vant er pabbi líka með áhyggjur og hann er ekkert að reyna að fera þær neitt! Þetta hlítur að vera alveg skelfileg hátíð! Ég vona það besta og aldrei að vita nema ég verði heppin!
Skítur skeður, þetta reddast!
Föstudagur, 29. júní 2007
Blogg... (pössun)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. júní 2007
Hún Á eyjuna!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2007
Annarra manna bloggfærslan mín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Dalton í Úthlíð í Biskupstungu 16. júní, og allir að mæta húllumhæ!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Kynlíf án fullnægingar!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Eminem teikning
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Ég er víst fullkomin... já svo er nú víst.
Íþróttir | Breytt 6.6.2007 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. júní 2007
þokukennd símhringing...
Sunnudagur, 3. júní 2007
Myndlistaskóli Reykjavíkur ekki fyrir þá heppnu.
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Dalton bolir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)