Fimmtudagur, 24. maí 2007
Upplífgandi hringing frá Brussel
Vitimenn... og vitikonur.. og vitibörn og dýr og allir sem eru vinir í skóginum. Ég var í minni morgunmiglu að lurast við að éta morgunkorn, mitt eftirlæti, just right, þegar síminn hringir. Ég varð smá pirruð þar sem ég sat þarna í makindum mínum virkilega einbeitt á einungis á bragðgóða morgunkorn mitt, þar til ég tók eftir og sá að síminn lág beint fyrir neðan nefið á mér. YESS!!! ég þurfti ekki að "ná" í símann. Ég svaraði. Hlýrödduð kona bauð góðan dag, fannst mér hún frekar lengi og ég var við það að fara að segja, "nei, pabbi er í vinnunni" þegar hún nefndi nafnið mitt. Ég varð steinhissa en samleiðis ákaflega glöð að ég skuli hafa verið í huga einhvers sem lagði það á sig að hringja alla leið heim til mín. Það er nú ekki daglegt brauð en, eins og þið vitið núna, þá gerist það. Tihi.
Það sem þessi kona sagði við mig var mjög ánægjulegt. Fallegasta budda sem ég hafði á ævinni átt fannst í Brussel með kortunum mínum og öllu. Væntanlega ekki 100 evrunum mínum en það er sama. Svarti strákurinn í bláu og hvítu köflóttu stuttermaskirtunni og gallabuxunum hafði sennilega eitthvað betra við þennan aur að gera. En rosalega er ég nú þakklát fyrir það að veskið fannst. Það þekkja það eflaust óskemmtilega margir hversu óþæginlegt það er að vera rændur. Berskjaldaða tilfinningin fer alveg með mann. Þangað til maður nær sér á strik aftur!
Jæja, góða konan lætur föður bestu vinkonu minnar fá veskið sem vinnur þarna í einhverju ráðuneyti og svo þegar Heiðdís mín elskulega kemur heim í ágúst fæ ég fallega veskið mitt aftur. *broskall-út-að-eyrum*
Laugardagur, 19. maí 2007
Klakinn bráðnar
Jæja, komin á klakann og hann bráðnar. Uppköst, niðurgangur og hamagangur! Daginn sem ég kem heim eru margir veikir fyrir utan að það var júróvísjon-kostningakvöld og allir þar af leiðandi á djamminu.
Ég labbaði frá ömmu til mömmu með blöð fyrir skattaskírsluna, línuskautaði svo til baka, tók strætó uppí breiðholt, hitti vilta félaga minn, skipti um föt (svitnaði mikið frá ömmu til mömmu og frá mömmu til ömmu) loksins fékk ég mit til að hitt gamla vini en fór nánast samstudis aftur heim og horfði á dvd með góðum félaga mínum, sem btw, lofaði mér nuddi en "gleymdi" því víst þar til alveg 2 mín áður en hann þurfti að fara! jæja...
...ég minni hann á það seinna...
fyrir utan að við ætluðum líka í sund!
-Þú ert yndi-
Fimmtudagur, 10. maí 2007
4 söfn á einum degi... svo segja menn að ég geri ekkert!!!
Ég vaknaði klukkan um 7 og heyrði að Heiðdís væri að fara á fætur. Ég þóttist vera sofandi og ég veit ekki af hverju ég gerði það en allavega, þá ætlaði ég að lauma mér í sturtu þegar þau væru farin í skólann... en ég sofnaði. Vaknaði svo þegar móðir Heiðdísar var komin aftur og sagði "þú mátt fara að vakna væna mín" og ég vaknaði samstundis.
Ég fór sem sagt ekki í sturtu í dag. Við fórum með lestinni niðrá Merode, löbbuðum svo stutta stund þar til við komum að .... ákveðnum stað, sem ég man ekki hvað heitir. Á þessum stað var allavega stríðsmynjasafnið Royal Museum Of The Armed Forces And Of Military History. Það var rosalega flott. Fullt af sverðum og byssum, herklæðnaði frá mismunandi löndum og annað glingur og hljóðfæri. Beint á móti þessu safni var safn með gömlum bílum. Ég man ekki hvað safnið heitir en það er í sömu byggingu og stríðsmynjasafnið. Þetta er sem sagt ein stór bygging sem liggur í hálfhring og sameinast í þetta sem er á myndinni. Rosalega flott.
Klukkan var að verða 2 þegar við lögðum af stað í átt að The Comic Strip Museum Of Belgium. EN... við fórum fyrst á klósettið í utanríkisráðuneitinu í Brussel. Haha... það var skemmtileg heimsókn. Hvað um það, við héldum áfram að ganga um og finna teiknimyndasafnið en fórum fyrir tilviljun framhjá Instrument Museum Of The Royal Music Conservatory -hljóðfærasafninu. OG þangað langar mig að taka pabba!
Loksins komum við að teiknimyndasafninu eftir að hafa gengið óralengi og séð konungshöllina turna og útsýni.
Teiknimyndasafnið var ÆÐISLEGT, en ég mæli samt mest með hljóðfærasafninu. Sem var ENÞÁ æðislegra!!!
Mín keypti sér nokkra minjagripi sem fara nú reyndar í hendur annarra sem ég vona að fari vel með þá. Alltaf er mér sagt að ég eigi ekki að kaupa neinar gjafir. Ég hef enga hugmynd um hvað það þýðir!?! Að kaupa fyrir aðra.... tsss...! Þetta eru bara gjafir. Eitthvað sem ég rekst á og langar að gefa viðkomandi. Ég er ekkert að leita. Bara finn. Eins og sagt er "leitið og þér munuð finna".
Þegar við komum heim þurfi Heiðdís og foreldrar hennar að fara í frönskutíma svo ég skellti mér á netið til að skrá niður örfáa punkta hér á síðunni. Fyrir þá sem vilja.
Ávítasel...
Mánudagur, 7. maí 2007
Hun a afmaeli hun "islenska" svava....
Mig langadi rosalega til ad blogga utelskt. Sem sagt blogga thar sem eg bara omogulega get notad islenska stafi. Bara verd einfaldlega ad nota engongu erlenda bokstafi. Engir islenskir eins og thessir : á ð é í ó ú ý þ æ ö !
Tilvalin timasetning hja mer eins og allt annad, afmaelid mitt er vist i dag. Ekki ad eg hafi eitthvad um thad ad segja. Thad gerdist bara. 7. mai er reyndar flottur dagur. Eg er satt vid af hafa verid valin a thessum degi, thegar var verid ad velja haefustu sendiboda yfirnatturlegs matts.
Thar sem eg atti erfitt med svefn vegna mikilla tilfinningatruflana er eg mjog svo dofin i dag. God timasetning, eg veit. Frjals vilji. Heidi gaf mer armbond sem hun keypti a snilldarlegan hatt. Eg var med henni og eg sa armbondin og eg aetladi ad kaupa mer lika en tha vildi hun ekki kaupa ser thannig svo eg akvad ad kaupa ekki thessi armbond vegna thess ad hun var ju a undan, hvad sem thad skiptir nema ad ef eg hefdi keypt thau hefdi hun ekki getad gefid mer thau i afmaelisgjof. Hun er ekki svona heims, bara hagar ser thannig. (Heidi, thu ert snillingur)
Nu er eg tom i hausnum, veit ekki hvad eg a ad hugsa eda gera, langar ad sofa sma en get thad ekki her i skolanum og eg finn fyrir skolakvida, tho eg viti ad eg thurfi ekki ad vera hraedd vid nemendurna og eg tharf ekkert ad laera. Bara ad koma inni byggingu sem heitir skoli hraedir mig. Eitthvad sem eg tharf ad vinna i. Right when I get home!
L8er alig8erS
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Eintóm hundaheppni
Loksins er ég komin til Brussel. Þetta hefur ekki beint verið minn tími. Stoðboginn sem er fyrir aftan efriframtennurnar til að halda þeim, losnaði á mánudagskvöldið og stakkst í mig svo við pabbi tókum hann alveg úr! Enda ekkert gagn að hafa vír sem gatar á mér tunguna og gerir mér lífið leitt. Jæja, svona næstum allt í lagi með það nema að tennurnar eru byrjaðar að skekkjast og losna en ég verð ekki hérna lengur en í tólf daga. Hvað um það, sama kvöld, eftir að ég var búin að horfa á "man og the year" myndina með Robin Williams, áttaði ég mig á því að ég vissi ekki nógu nákvæmt hvar vegabréfið mitt var! Ég gerði dauðaleit í herberginu mínu en gafst upp á endanum því ég var farin að leita á sömu stöðunum aftur og aftur. Ég var orðin svo upptrekt við leitina að ég gat ekki sofnað. Fór aðeins á msn og sagði við Heiðdísi að ég kæmist ekki til Brussel á morgun (þriðjudaginn í gær) því ég fyndi ekki vegabréfið. Sú varð reið. Hún var ekki að samþykkja það að ég væri ekki að koma þar sem hún var búin að telja dagana síðan hún fór frá Íslandi liggur við. Jæja, ég gantaðist í henni svolítið til að bæta dag minn og jeminn eini það var hressandi að segja svo "FYRSTI MAÍ!!!". Jæja ég fékk tvínota vegabréf á flugvöllinum sem kostaði 8000 krónur en með gullfallegri mynd af mér nývaknaðri með rautt hár. Jæja allt gekk eins og í sögu þar til ég kom að lestarstöðinni. GOSH hvað taskan mín var þung!!! Jæja ég keypti miða í lestina fram og til baka og fór á platform 2 eins og mér var sagt og beið í næstum klukkutíma eftir lestinni sem kom aldrei. Ég fór aftur upp með ÞUNGU tökuna mína og spurði Information hvert ég ætti að fara. Góða konan sagði mér að fara á platform 4 og bíða eftir lest sem kæmi 15:42, sem sagt annar klukkutími. Þar sem taskan mín var SVO þung ákvað ég að vera ekki að rápa í búðir til að drepa tímann heldur setjast niður á lestarstöð, horfa á skrítna fólkið og hlusta á Bubba. Viti menn, tíminn leið! Ég fór í lestina og þar er önnur saga. Ég hitt fullt af fólki. Flestir reyndur eitthvað að tala við mig en þar sem ég var með headphones heyrði ég ekkert og hefði hvort eð er ekkert skilið svo ég notaði bara hendurnar og brosti.
Lestin tóm rétt tæplega 3 tíma þar sem ég bara sat, horfði á skrítna fólkið og hlustaði á Bubba. Bubbi er góður! Jæja loksins var ég komin á Brussel-Noord. Ég fór út úr lestinni, elti skrítna fólkið upp og niður stiga þar til ég fann loksins útganginn. Ég fór þangað út og beið. Á meðan ég beið, ákvað ég að labba frá töskunum mínum og horfa í aðrar áttir og bíða eftir því að einhver gerði tilraun til ráns. Þarna var ég heppin. Ég leit við, sá strákinn sem var mjög ungur á að líta, ég hugsaði með mér, hvað er hann að gera fyrir aftan mig? hann hlýtur að vera að bíða eftir einhverjum. Jæja, ekki bannað að vera þarna og ég leit við, svo ætlaði ég að færa veskið mitt nær mér til að passa peningabudduna mína en þá var hún horfin. Aumingja strákurinn átti engan pening og neyddist til að ræna af mér dýrmætu buddunni minni. Jæja, ég veit ekkert hvort hann hafi veirð ríkur eða fátækur, leit ekkert út fyrir að vera fátækur. Þetta var sjokk! Ókei, 100 evrur. Minnsta málið, en myndin af pabba! Afsláttakortið mitt! Nafnspjöldin mín! Skiptimiðarnir mínir! Indlönsku krónurnar mínar! Gamla depetkorið mitt sem var með mynd af englinum! Allt horfið! Svo fann ég þessa buddu úti á djamminu í bænum á Íslandi og eina buddan sem ég virkilega var ánægð með.
Jæja, þýðir ekki að vola. Skítur skeður og ég lærði af þessu. Ekki láta þjófa fá budduna sína! Nú er ég komin til Brussel og sit ég hér við tölvuna hennar Heiðdísar og bíð eftir því að hún klári skólann svo við getum farið að gera æfingar og talað saman. Hún ætlar að taka mig í prógram. Hana langar svo að verða þjálfari.
Í dag fer ég að kjósa og er ég ekki ákveðin hvað ég ætla að kjósa! Urgh! Ég vil ekki gera mistök en ég kemst væntalega ekki hjá því!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Hvar ætli ég hafi fengið þetta kæruleysi
Eins mikill hænuhaus og ég er, ákvað ég að horfa á bíómynd með Robin Williams, man of the year, sem var pretty góð og setti ég hana beint á óskalistann minn í afmælisgjöf. Hvað um það, alla myndina hugsaði ég EKKERT um vegabréfið en ÞEGAR ég hugsaði um það var það týnt. Já ókei, það VAR týnt þegar ég hugsaði ekki um það en ég áttaði mig sem sagt á því að það væri týnt, eða allavega nógu týnt til að ég gæti ekki fundið það nógu snemma til að geta notað það á morgun svo ég komist heil til Belgíu. Pabbi minn elskulegi reddaði þessu nú með því að hringja eitt símtal og komst að því að það var víst hægt að fá nýtt vegabréf klukkan 6 á morgnana og flugvélin mín fór 7:55. Ég varð bara að hlaupa á undan bílnum hans pabba til að biðja flugvélina að hinkra smá eftir að pabbi komi með föggurnar mínar í bílnum. Svo skransaði hann og tók handbremsubegjur í gegnum grindverkin og þurfti alveg að nota hvern einasta vöðva og hverja einustu taug í heilahvelinu sínu til að keyra ekki á neinn saklausann flugvallarvinnumann. Að sjálfsögðu komst pabbi framhjá þessum litlu mönnum án þess að svitna einu sinni, eða tvisvar. Djók. Svo var flugmaðurinn óþolinmóður og "samkvæmt bókunum" týpa og lagði af stað þrátt fyrir það að ég bað hann vinsamlegast um að hinkra í sirka 13 mínútur. Ég var þarna í flugvéladyrunum á meðan pabbi setur á sjálfstýringabúnaðinn og lyftir sér upp með töskuna mína. Ónei! lyftarinn í bílstjórasætinu á christler 3001 sem pabbi fékk lánaðann hjá bandaríkjunum náði ekki nógu hátt upp svo hann varð að standa á tám og henda til mín töskunni sem ég greip með naumindum. Sæti flugfreyjumaðurinn greip töskuna með mér. Mikið er hann myndarlegur. Ég er að meina pabbi sko! Flugfreyjustrákurinn var bara sætur!
Allt fór vel að lokum fyrir utan að vegabréfið mitt var útrunnið en það fattaðist ekki fyrr en við vorum komin. Myndin hafði eitthvað afmyndast í ljósinu. Hvaða ljósi? Veit ekki en who cares? Þetta er bara bullsaga svona rétt áður en ég halla mér í nokkrar mínútur áður en ég þarf að vakna aftur.
Góða ferð Svava og til hamingju með afmælið :Þ
Laugardagur, 28. apríl 2007
Mikið til málanna að leggja
Ég hef svosem ekkert að segja annað en að faðir minn elskulegi hefur tekið eftir því að amerískar bíómyndir nota volvo bíla alveg í mjög mörgum öllum myndunum sem þeir framleiða sem er hvorki gott né slæmt, bara kenning sem faðir minn heldur fram!
Ég elska pabba - Go pabbi!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Lífið bara er... stundum
Jæja, ég uppgötvaði það um daginn að stundum er bara lífið. Það bara er... Ég tók eftir því að ég var ekki nógu sátt, sem sagt við lífið og tilveruna, mig eða aðra. Samt var ég ekkert óánægð. Mér leið engan vegin illa. Jú kannski þá þann hátt að ég var með mórai yfir því að ég væri ekki sátt. Með lífið þá! Eins og ég hef það gott. Lífið gæti auðvitað verið verra og þess vegna er ég þakklát fyrir það sem ég hef/fæ og reyni oftast að vera bara sátt. Það er ákveðin tilfinning sem við pabbi tölum stundum um. Lífið er ekkert frábært en það er heldur ekki slæmt, það er bara nógu gott. Bara hér og nú líður mér vel, ég er í þæginlegum fötum, mér er hvergi illt, ég sé vel, það er ágætis veður og ég get ekki gert neitt til að bæta líf mitt. Það er á uppleið og ég er á góðri leið með að gera líf mitt betra og betra og þar af leiðandi líf annarra líka. Þetta er svona helsta lýsing á "sáttri" tilfinningu. Í sambandið við þessa tilfinningu mína og líðan minn, ég var ekki sátt en ég var samt ekki ósátt. Ég komst að því að ég var bara ekki í neinni stöðu. Engri sérstakri tilfinningastöðu þetta augnablik en ég hafði enga ástæðu til að hafa móral yfir einu eða neinu. Þarna fann ég bara fyrir því að lífið væri!
Lífið er... ekkert sérstakt, það bara er...
En af því að ég er besta vinkona mín þá ætla ég að gefa mér ferð til Belgíu í afmælisgjöf. Hin besta vinkona mín á heima í Belgíu um þessar mundir og mig þyrstir í fingurgómana af forvitni við að sjá hvernig hún býr núna. Hvernig umhverfið er. Hvernig fólkið er. Hvernig heimilið hennar er. Hvernig veðrið er. Hvernig verslanarnir eru. Hvernig veitingahúsin eru. Hvernig sjónvarpsefnið er en fyrst og fremst hvernig hún er þarna ...
Svo eru plön fyrir afmælið mitt í fullum hamagangi og vona ég innilega að ósk mín um hugmyndir þess rætist
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
allt gott í hófi eða?
Að vera maður sjálfur, kostir og gallar sem mér dettur í hug:
að vera stolt af því að vera ég sjálf er ólýsanlega ljúft. það er auðvelt, það kemur bara náttúrulega, þarft ekkert að hafa fyrir því, athygli sem þú þarft að venjast og lifa við, bæði jákvæð og neikvæð. fólki finnst sumar manneskjur vera skrítnar sem eru svo bara ekkert annað en þær sjálfar. fólk sem er það sjálft þarf væntanlega að takast á við áreiti frá öðrum en sumir eru ekki nógu sterkir til að höndla slík áreiti eða til að tala við aðra sem vita betur og gætu hugsanlega hjálpað þeim. því miður held ég að sé til allt of mikið af fólki sem lætur eftir og verður eins og aðrir. en samt líður því ekkert vel því ég held að enginn kunni eða geti verið eins og aðrir. enginn getur verið annað en hann sjálfur en það er hægt að fela það, anskoti allt of vel þar til eitthvað fer úrskeiðis og það er um seinan að gera nokkuð fyrir þá manneskju.
að vera "eins" og aðrir, kostir og gallar sem mér dettur í hug:
að skammast mín fyrir mig, fyrir að leifa fólki að hafa þau áhryf á mig að ég þori ekki að vera ég sjálf er næstum því eins ömurlegt og að vera í svo slæmu ástandi að mann langi í alvöru talað að bara deyja eða hverfa en það getur frestað sumum vandamálum. ef þú átt við vandamál að stríða er oft gott að fá frið, falla inní skuggann, þá meina ég að fá enga athygli sem hugsanlega gæti verið neikvæð og dregið mann neðar og gert fyrri vandamál erfiðari að leysa. að eyða öllum sínum frítíma í að surfa netið í leit að nýjustu tísku. eyða öllum sínum frítíma í að skoða yfirborðskennd innantóm blogg um nánast ekkert með tugi webcam mynda sem sýna nokkurnvegin sama pós svipinn á öllum myndunum. að finnast maður verði að skoða allar "eins" myndirnar því ef það er einhver mynd sem er svo öðruvísi, helvítis forvitni. að vera stöðugt með þessa hugsun, "er ég of feit?", "er ég ljót?", "lít ég illa út í þessarri kápu?", "ætli fólkið sjái hversu heimsk ég er?"...
þegar upp er staðið? hvort heldur þú að sé betra að vera maður sjálfur eða fylgja straumnum...
... og þegar upp er staðið, er ekki bara allt gott í hófi? af hverju finnst mér ég ekki geta hugsað þetta mál í gegn? hvað þarf ég að hugsa meira sem ég er ekki búin að skrifa hér? kannski er bara bæði ólíkt gott. hentar sumum að fylgja straumnum en öðrum ekki. vilja ekki allir geta verið þeir sjálfir? getur fólk verið sátt við sig í lengri tíma þó það finni fyrir því að það er ekki það sjálft? getur fólk ekki haldið að það sé sátt við sig og haldið að það sé alveg það sjálft en er það í raun og veru ekki? þegar einhver bendir þeim svo á hvernig það er ekki í samræmi við sjálft sig og þar af leiðandi kannski ekki alveg það sjálft fer viðkomandi í afneitum og líður illa og kennir "ábendaranum" um en eftir langa og djúpa hugsun án þess að vera búin að losa sig við reiðina og pirringinn finnst viðkomandi hann ekki getað kennt "ábendaranum" um... af hverju er viðkomandi þá pirraður og reiður?
jæja, ef einhver vill spjalla við mig um þetta, benda mér á stafsetningavillur, málvillur eða góðan punkt í sambandi við þetta verð ég roooosalega ánægð og þakklát. því sagt er að "tvö augu sjá betur en eitt!" eða "tveir hausar hugsa betur en einn!".... nei nei ég man ekki hvaða málsháttur eða setning/kenning þetta var en ég held þið vitið nokkurnvegin hvað ég á við.
takk samt
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
erfitt líf sem ekki er þess virði.... að gefast upp!
Lífið er ekki alltaf auðvelt og það veit ég ægilega vel. það er aðeins um tennt að velja. gefast upp eða halda áfram. í mínu tilviki er uppgjöf seinni valkosturinn minn en þar sem ég þarf kvort eð er alltaf að takast á við hversdagsleikann þá mun ég aldrei koma til með að klára fyrri valmöguleikann. stundum tekst ég á við erfiðan hversdagsleikan og stundum er hverdagsleikurinn ekkert rosalega erfiður en aldrei er hann auðveldur! ekki hjá mér. samt sem áður er ég þakklát fyrir bjartsýni mína og jákvæðni og einstaklega þakklát fyrir að ég hef það ekki verr en þetta!
allavega, nóg um þetta sálfræði hippa blómaheima kjaftæði, margt sem ég þarf að takast á við núna er mér ofviða og því datt mér í hug að fara burt. taka mér pásu frá lífinu hér. ákveðið fólk hér er að hafa áhryf á mig sem er að draga úr því að ég nái því jafnvægi sem ég vil ná og aðrir eru að rugla mig mikið án þess að þetta fólk sé með það í huga að "skemma" fyrir mér. svona er bara lífið.
mig langar að fara í nám erlendis í 1-3 mánuði til að vera bara með sjálfri mér og leita að því sem heillar mig, það sem höfðar til mín og fyrst og fremst hentar mér. ég get það ekki vel undir þessarri pressu og álagi sem mér finnst vera á mér. kannski er nám erlendis ekki rétt "lausn" en mér finnt það þess virði að athuga það. en ég er bjartsýn og ég held beint áfram...
nokkrar slóðir um erlent nám:
http://www.languageschoolsguide.com/
http://www.eurolingua.com/Index.htm
og ég ætla að safna fleiri slóðum um erlent nám og allar aðrar upplýsingar eru vel þegnar :)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 31. mars 2007
djammlífstíll?!?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. mars 2007
Löööng helgi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. mars 2007
veikindi bleh...
Vinir og fjölskylda | Breytt 19.3.2007 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. mars 2007
sláandi kvöld sýndi mér að ég væri mjög mikill engill
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. mars 2007
úps - gleymdi að skrifa um þetta kvöld á sínum tíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
typpamyndir á bol - solo practice
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. mars 2007
fyrstu orðin
Fimmtudagur, 8. mars 2007