Fjölskyldumeðferð

Í dag horfði ég á Dr. Phil í allan dag. Næstum! Anskoti marga þætti samt sem að fengu mig til að skipta um skoðun. Mig langar að búa hjá pápa. Mig langar að geta það. Ég vil ekki þurfa að flýja að heiman. Ég elska pápa mest í geymi og við vorum bestu vinir á tímabili. Svona sirka frá því ég fæddist og núna kannski fyrir ári eða svo. Við erum óvinir, við erum ósátt og ég veit ekki hvað ég get gert til að bæta ástandið. Ég vil fara í "hjónaráðgjöf", m.ö.o. fjölskyldumeðferð. Ég vil að mér líði vel innan um fjölskyldu mína og sérstaklega foreldra mína. Mér finnst fjölskyldan mín vera að sundrast. Ég flutti frá mömmu fyrir 3 árum og nú ætlaði ég að flýja frá pápa. Hvað er ég að gera rangt?

Ég er tilbúin að gera ALLT til að við pápi verðum aftur vinir! Ég sakna hans eins og hann var. Ég sakna hans mjög mikið. Ég sakna hans svo mikið að ég er hrædd við náin kynni við stráka því ég veit ekki hvort ég sé hrifin eða hvort mig vantar bara knús. Þar sem ég vil ekki gera neina vitleysu í þeim málum, geri ég ekkert. Næstum. Ég geri mistök. Því miður. Ég gar sagt pápa allt. Alveg allt en nú get ég ekkert sagt honum. Bara ekkert. Hvað gerðist? Hjálp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Geturðu prófað að skrifa honum bréf og segja honum hvernig þér líður og hvað þig langar mest??? Annrs erfitt að ráða í um hvað málið snýst en oftast er langbest að gera skýrt grein fyrir hvað maður þarfnast og hvað maður vill. Og biðjast fyrirgefningar ef manni finnst maður hfa gert á annars hlut.

Gangi þér vel Svavs

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband