Vantraust á sjálfum sér?

Trust!Sælt verið fólkið, ég þarf að læra að treysta á sjálfa mig betur! Til að treysta öðrum þarf ég að treysta sjálfri mér. Hvað þýðir það? Ég fer ekki að ræna mig... nei ókei, þetta var silly! En... er verið að tala um sjálfstraust hér? já, ég hef slappt sjálfstraust en ágætt sjálfsálit, ég hef mikla trú á að það verði eitthvað af mér.... í framtíðinni...! Ég er að vinna smátt og smátt í sjálfri mér með því að hreyfa mig örlítið og mála meira og meira, klæða mig í samræmi við tilfinningar, í samræmi við mig. Ég lít þokkalega vel út, held ég, allavega, ég er ekki heimsk, held ég, allavega... hvað veit ég? Þetta er svoooo flókið. Ég veit að ég er traustur vinur. Ég vil ekki gera ranga hluti, umferðalagabrot eða önnur lagabrot nema ég sé á móti þeim. Held ég, eða hvað? Ef ég finn mér eitthvað að gera, vinna, skóla, sjálfboðastarf, saumaklúbb... eitthvað, þá væntanlega væri ég ekki svona mikið að hugsa um að "bæta" sjálfa mig. Hvað er svosem að bæta sem krefst svona mikils tíma? er það svo mikilvægt að breyta "öllu" þessu sem hugsanlega er hægt að breyta? Hver er ég þá eftir allar breytingarnar? Ég? Held ekki. En... samt er maður alltaf maður sjálfur nema ekki alveg alltaf! Hvað er ég að tala um? Til hvers eru þessar basettar spurningar?

trust

Veit einhver hvað ég er að tala um og hvað ég er að leita að? Ég vil treysta sjáfri mér og ég vil mjög mikið treysta öðrum? Hvernig veit ég hverjum ég má treysta? Er það eitthvað sem ég finn í hjartanu? Þarf ég ekki að geta treyst sjálfri mér til að geta fundið fyrir trausti frá öðrum í hjarta mínu? Hvað þarf ég að gera?

 

MDX02~Trust-Yourself-Dr-Benjamin-Spock-Posters

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ...þú ert nú alveg á ágætis leið mín kæra..spyrð mikilvægra spurninga. Og já....svarið býr innra með þér sjálfri. Hlustaðu og fylgdu þinni eigin rödd..vertu ekkert of mikið að spá í hvað öðrum finnst. Að komast í samband við sina eigin þekkingu og visku er málið. Þjónar þér best er fram líða stundir.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband