Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 30. apríl 2011
smettisskruddubann til 13. maí í boðu litlu syss
Jæja, nú hefur elskulega systir mín breytt lykilorðinu á facebookinu mínu svo ég geti einbeitt mér betur að náminu af því að prófinu hefjast á miðvikudaginn. Mér finnst facebook samt ekki trufla mig. Mér finnst það gera námstímabilið minna einmannalegt. Þar er ég partur af félagslegu samfélagi, sumt er gott og skemmtilegt en annað er ekkert skemmtilegt. Ég samþykkti það samt að taka þessa pásu til að athuga hvort ég sé orðin háð samskiptasíðunni, það mundi ekki koma mér á óvart ef ég væri það.
Hvað um það, lyfin mín hættu að virka svo ég tók mér eins dags pásu og byrjaði svo á sterkari lyfjum og ég er sem ný manneskja. Mér líður betur (miðað við hvernig mér leið þegar lyfin hættu að virka) og ég get einbeitt mér aftur. Mamma segist sjá stóran mun á mér og Sóley líka. Í gær hitti ég söngvara hljómsveitarinnar Playmo sem ætlar að spila í útskriftinni minni og við ræddum málin um hitt og þetta, ég fæ að vinna óskalagalista sem þau ætla að athuga hvort þau geti spilað. Þá velti ég því fyrir mér hvers konar stemmingu ég vil hafa. Rólega eða hressa eða brjálaða eða rómantíska eða dægurlaga. Eða allt í bland. Hljómsveitin ræður því, ég kem bara með hugmyndir sem þau velja eða hafna. Ég er bara mega þakklát fyrir að fá hljómsveit sem vill spila fyrir mig og gestina mína af fúsum og frjálsum vilja. Veislan verður að öllum líkindum barnlaus því mamma segir að það sé meira slakandi, ég er sammála henni en þá þarf ég sjálf að redda pössun.
Í dag erum við Sóley (stjórnsama systir mín) búnar að læra mikið í sögu, ég er einnig búin að lesa eitthvað í bókmenntasögu sem ég hélt að væri einskorðuð við 19. öldina en hún nær allt niður á 16. öldina eða við siðaskiptin á lærdómsöld sem markast við árið 1550 og svo er þessi kúrst alveg til 1918 þegar Ísland varð fullvalda. Kúrstinn skiptist í lærdómsöld frá 1550-1770, upplýsingu frá 1770-1830, rómantík frá 1830-1880 og svo loks raunsæi frá 1880-1900 en það er einnig farið smá í nýrómantíkina sem er frá um 1900-1930 en ég er í öðrum kúrs sem fjallar um bókmenntir á 20. öldinni en þau tímabil heita: nýrómantík - félagslegt raunsæi - módernismi - nýraunsæi og fleira....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. apríl 2011
Gleðisprengja
Að vera duglegur, koma miklu í verk er alveg ótrúlega gefandi. En þetta reynir á! Á svo mörgum hliðum, líkalegum og andlegum. Mér er svo illt í öxlunum og hálsinum að aftanverðu og fæ reglulega hausverk svo ég tali nú ekki um þreytuna í augunum! Ég tók uppá því að hætta að drekka gos og borða nammi. Minnkaði brauðið verulega og mjólkurvörur. Ég borða mest ávexti, grænmeti (appelsínugul papríka er í uppáhaldi) og döðlur. Öðru hverju splæsi ég á mig hafraklattakökum sem ég man ekki hvað heita en þeir eru með trönuberjum og graskersfræjum held ég, þeir sem eru með græna límmiðanum á. Þeir eru uppáhaldið mitt. Þeir eru líka til með sveskjulituðum límmiða en þeir eru með sveskjum og einhverjum hnetum, þeir eru góðir en ekki eins góðir og þeir með græna límmiðanum. Ég borða mikið af eplum, ekki eins mikið af appelsínum en ég drekk djús. Ég fæ mér stundum hrökkbrauð með kæfu. Seríos á morgnana. Ég fæ mér líka stundum kaffi latte en ég reyni að sleppa því. Koffín fer ekki svo vel í mig. Mér er ekki eins illt í öxlunum núna eftir að ég breytti matarræðinu.
Í dag leið mér svo vel að ég hélt að ég mundi springa, eins og maður segir "ég er svo glöð að ég gæti dáið"... Ég ætla að gefa mér það (af því að það hefur ekki gerst fyrir mig áður) að maður deyji þegar maður springur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júní 2008
Bölvuð veikindi...
Eyrnabólga byrjaði að gera vart við sig á þriðjudaginn ef ég á að vera nákvæm, annars fann ég mest fyrir henni á miðvikudaginn. Þá jókst hún og fór niður í háls, ég varð hás og missti á endanum röddina. Slappleikinn jókst líka alveg frá og með þriðjudeginum en ég reyni samt að fara í korters labbitúr (ef það nær þá korteri) í úlpu og hlýjum fötum, bæði til að fá aðeins ferkskara loft en er heima hjá mér og til að fá smá hreyfingu en ég verð við það dauðþreytt og svitna ofboðslega mikið. Það versta er að hringja sig inn veika. Sem betur fer hef ég enþá hása rödd sem gerir þetta trúverðugara því það er EKKERT verra en að vera veikur og að vinnuveitandinn trúi þér ekki!!
Ég fer samt til læknis á morgun því mér er sagt að þetta geti verið annað hvort streptakokkar eða lungnabólga! Ég vona að hvorugt sé!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Og fuglinn flýgur burt...
... með fylgifiski sínum til Englands. Bed & breakfast guesthous á von á þeim í Paignton og allir hlakka til nema jólafuglarnir í gamla hreiðrinu. Hver veit hvað gerist? Enginn ætti að þurfa að hafa áhyggjur. Út af hverju að hafa áhyggjur, hvað gæti gerst? Litlir fuglar eru forvitnir og vitlausir, þeir sem eru þrjóskir verða pirraðir á hraðahindrunum. Svo er mér sagt allan vegnað.
Fuglinn heldur áfram að fljúga sína braut og hlakkar bara til jólanna. Hvað er að ske? Hann veltir því fyrir sér hvernig jólin hans munu verða. Tekur hann þátt í þeim eða sest hann á einhvern fuglabar og sóar þeim? Fær hann sér langan langan fuglagöngutúr meðfram sjónum, einn með sjálfum sér og hugsar "what a wonderful world"? Kannski fer hann í leiki með öðrum fuglum, hide and seek...
Vangaveltur: Hverjum er hægt að treysta? Er hægt að vita það með fullri vissu hverjum er hægt að treysta og hverjum ekki? Á ég að "vita" það að ég geti treyst til dæmis foreldrum mínum? Get ég það? Besta vini? Bestu vinkonu? Einhverntíman hljóta þau að bregðast manni ekki rétt? Getur maður treyst sjálfum sér? Oftast held ég, sumir geta það ekki. Get ég treyst sjálfri mér? Ætti ég eitthvað að reyna á það? Já, veistu? Ég held bara að ég geti ekki treyst neinum betur en mér sjálfri eins og líf mitt er í dag. Ég treysti jú öðrum, en engum betur en sjálfri mér. Er það sjálfselska, egó eða bara allt í lagi?
...af hverju allar þessar spurningar?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. desember 2007
Og fuglinn...
... hugsar og hugsar. Hvað er til ráða? Hvað á hann að gera? Er eitthvað fyrir hann að gera? Eitthvað líf framundan? Það er aðeins eitt sem getur svarað því, að halda áfram að labba. Langi göngustígurinn sem endar einhverstaðar á óþekktum, örugglega góðum stað. Ævintýrin sem hann á von á eru eins fjölbreytt og hann hefur margar fjaðrir á hausnum, sennilegast. Hefur hann einhverju að tapa, getur hann ekki bara gert allt sem er til að sjá nýjar hliðar á lífinu og sjálfum sér? Er það eitthvað sem ætti að þurfa að hafa áhyggjur af? Hann deyr hvort eð er. Þá er betra að fuglinn hafi flogið eða gengið sem mest og lengst til að geta dáið sem hamingjusamastur í stað þess að deyja í eftirsjá eftir að hafa ekki gert neitt sem hann langaði að gera! Sammála?
Bókin sem litli fuglinn er að skrifa á ekki að koma neinum við og gerir það ekki. Hún á að vera alveg auð og með fullt fullt fullt af gulum blaðsíðum. Hvítar blaðsíður stinga litla ungann í augun en gulur litur er alltaf góður. Litli unginn kann betur við gulan lit en alla aðra liti, kannski því hann er páskaungi og kann ekkert á jólin. Það er í raun ekkert sem heitir að flýja jólin því þau eru jú alls staðar, ekki satt? Og fuglar eru ferðadýr, fljúga þangað sem þá langar, allavega ef ég væri fugl. Ég mundi reyna að fljúga til Nepal og setjast að þar. Stunda jóga og hugleiðslu, finna mátt jarðar í gegnum mig og leita að innri friði. Róa hugann og finna hamingjuna. Sleppa stressinu og kvíðanum. Segja bless við magaverki af völdum hræðslu...
En þetta er bara draumur, back to the REAL world.... þar sem ekkert er rétt og þannig rétt...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Sambúðin með sjálfri mér...
... gengur vonum ofar. Mjög gefandi, lærdómsríkt og öðruvísi en ég hélt. Sem er gott, því ég vil ekki vita hvernig allt er fyrirfram. Ég er sem sagt í íbúð sem frændi minn leigir. Hann skrapp sér til kína í eina 20 daga. Fallegt af honum að lána mér íbúðina og ALLS ekki sjálfsagður hlutur og því er ég meðvituð um það hvernig ég hegða mér og ætla að skila íbúðinni hreinni. Að sjálfsögðu!!! Notuðu smokkarnir sem festust í loftinu verða farnir og förin vart sjáanleg. Sígarettuaskan farin úr fallega stóra hvíta teppinu á gólfinu. Brunagötin á leðursófanum.... ja, það var voða lítið sem ég gat nú gert í þeim annað en að bæta nokkrum við svo að það liti frekar út eins og munstur. Blómamunstur. Ég ætti kannski ekkert að vera að nefna hasspípurnar og hvíta duftið, en það verður allt farið. Pítsakassarnir eru nú þegar farnir því ég ætla að boða hollar núna, áfengið um seinustu helgi fór svo ferlega illa í mig, fékk þessa svakalegu matareytrun og át ekkert í tvo daga, reykti bara og drakk meira, mér var sagt að það mundi laga allt! En...
Jæja, ég er ekki að grínast með þetta allt, ég tek þetta allt til sko. Jájá, sópa því öllu undir teppi !!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Íbúð
Mín er að leita sér að íbúð. Slotl út af eyrum að vera byrjuð að leita og skoða. Ég fór í gær í litla fallega íbúð sem er í bakhúsi við Óðinsgötu með brósa til að skoða, auðvitað. Mikið óskaplega féll ég fyrir íbúðinni. Reyndar 52fm2 á 18 millur. SOLDIÐ mikið. EN keep on lúúkking. Það kemur til greina að ég legi út til að safna pening eða að ég búi sjálf and become a sjálfstæð woman who lives HER OWN life.
Kostir við að búa einn (ekki í foreldrahúsum):
- þarf ekki að passa brak í hurðum og gólfum og öllu þegar maður kemur seint heim.
- Get boðið hverjum sem er að gista án þess að foreldrar fari að hafa áhyggjur að viðkomandi steli frá þeim eða finni fyrir öðrum óþægindum.
- Get algerlega eignað mér matinn sem er í ísskápnum
- ÉG ræð hvað ég horfi á í sjónvarpinu (þó ég muni ekki hafa efni á öðru en stöð 1)
- Fæ ekki áminningu fyrir að setja ekki allt í vélina.
- Verð hugsanlega sjálfstæðari, mín íbúð, mitt líf, mín ábyrgð, minn matur, finn sennilega meira fyrir því en ég geri (ekki) núna.
- ENGINN mun skammast út í hundinn minn fallega þó hann kúki á gólfið mitt!!!
Gallar við að búa einn (án foreldra):
- Dýrara.
- Engin mamma sem hefur verið hjá mér síðustu 16-19 árin.
- Enginn pabbilabbi (þó við séum ekki bestu vinir í augnablikinu þá ER hann besti vinur minn).
- Meiri ábyrgð, sem ég geri mér kannski alveg grein fyrir núna, sem ég ræð kannski ekki alveg við fyrst um sinn.
- Örugglega bara önnur vandamál sem ég sé ekki, því ég bý ekki ein.
- Fitna kannski og verð óhollari (þó ég hafi áhuga á hollustu) því það er ekkert foreldri sem eldar og svo nenni ég kannski ekki að elda alltaf fyrir mig eina og of dýrt að vera ALLTAF að bjóða einhverjum í mat, og ég fer kannski út í pítsur eða frosinn óþverra sem tekur 2 mín. *hugsanlegt*
- óöryggi - litla stelpan ein í húsi niðrí bæ.
OG ég veit ekki meira, ekki í bili. En ég veit þó að ég fékk bílinn hans afa Einars heitins. Dodge Ariet held ég að hann heiti, 88 árgerð og eyðir miklu. Mjög gott fyrir manneskju sem á ekki alltaf pening. En jæja, ef manni er gefinn bíll þá skoðar maður möguleikana á honum. Já takk!
Ekki meira í bili held ég... annars blogga ég bara aftur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Vantraust á sjálfum sér?
Sælt verið fólkið, ég þarf að læra að treysta á sjálfa mig betur! Til að treysta öðrum þarf ég að treysta sjálfri mér. Hvað þýðir það? Ég fer ekki að ræna mig... nei ókei, þetta var silly! En... er verið að tala um sjálfstraust hér? já, ég hef slappt sjálfstraust en ágætt sjálfsálit, ég hef mikla trú á að það verði eitthvað af mér.... í framtíðinni...! Ég er að vinna smátt og smátt í sjálfri mér með því að hreyfa mig örlítið og mála meira og meira, klæða mig í samræmi við tilfinningar, í samræmi við mig. Ég lít þokkalega vel út, held ég, allavega, ég er ekki heimsk, held ég, allavega... hvað veit ég? Þetta er svoooo flókið. Ég veit að ég er traustur vinur. Ég vil ekki gera ranga hluti, umferðalagabrot eða önnur lagabrot nema ég sé á móti þeim. Held ég, eða hvað? Ef ég finn mér eitthvað að gera, vinna, skóla, sjálfboðastarf, saumaklúbb... eitthvað, þá væntanlega væri ég ekki svona mikið að hugsa um að "bæta" sjálfa mig. Hvað er svosem að bæta sem krefst svona mikils tíma? er það svo mikilvægt að breyta "öllu" þessu sem hugsanlega er hægt að breyta? Hver er ég þá eftir allar breytingarnar? Ég? Held ekki. En... samt er maður alltaf maður sjálfur nema ekki alveg alltaf! Hvað er ég að tala um? Til hvers eru þessar basettar spurningar?
Veit einhver hvað ég er að tala um og hvað ég er að leita að? Ég vil treysta sjáfri mér og ég vil mjög mikið treysta öðrum? Hvernig veit ég hverjum ég má treysta? Er það eitthvað sem ég finn í hjartanu? Þarf ég ekki að geta treyst sjálfri mér til að geta fundið fyrir trausti frá öðrum í hjarta mínu? Hvað þarf ég að gera?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júlí 2007
hvað get ég gert til að aðrir geri það líka?
Fellibylir tíðari en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. apríl 2007
allt gott í hófi eða?
Að vera maður sjálfur, kostir og gallar sem mér dettur í hug:
að vera stolt af því að vera ég sjálf er ólýsanlega ljúft. það er auðvelt, það kemur bara náttúrulega, þarft ekkert að hafa fyrir því, athygli sem þú þarft að venjast og lifa við, bæði jákvæð og neikvæð. fólki finnst sumar manneskjur vera skrítnar sem eru svo bara ekkert annað en þær sjálfar. fólk sem er það sjálft þarf væntanlega að takast á við áreiti frá öðrum en sumir eru ekki nógu sterkir til að höndla slík áreiti eða til að tala við aðra sem vita betur og gætu hugsanlega hjálpað þeim. því miður held ég að sé til allt of mikið af fólki sem lætur eftir og verður eins og aðrir. en samt líður því ekkert vel því ég held að enginn kunni eða geti verið eins og aðrir. enginn getur verið annað en hann sjálfur en það er hægt að fela það, anskoti allt of vel þar til eitthvað fer úrskeiðis og það er um seinan að gera nokkuð fyrir þá manneskju.
að vera "eins" og aðrir, kostir og gallar sem mér dettur í hug:
að skammast mín fyrir mig, fyrir að leifa fólki að hafa þau áhryf á mig að ég þori ekki að vera ég sjálf er næstum því eins ömurlegt og að vera í svo slæmu ástandi að mann langi í alvöru talað að bara deyja eða hverfa en það getur frestað sumum vandamálum. ef þú átt við vandamál að stríða er oft gott að fá frið, falla inní skuggann, þá meina ég að fá enga athygli sem hugsanlega gæti verið neikvæð og dregið mann neðar og gert fyrri vandamál erfiðari að leysa. að eyða öllum sínum frítíma í að surfa netið í leit að nýjustu tísku. eyða öllum sínum frítíma í að skoða yfirborðskennd innantóm blogg um nánast ekkert með tugi webcam mynda sem sýna nokkurnvegin sama pós svipinn á öllum myndunum. að finnast maður verði að skoða allar "eins" myndirnar því ef það er einhver mynd sem er svo öðruvísi, helvítis forvitni. að vera stöðugt með þessa hugsun, "er ég of feit?", "er ég ljót?", "lít ég illa út í þessarri kápu?", "ætli fólkið sjái hversu heimsk ég er?"...
þegar upp er staðið? hvort heldur þú að sé betra að vera maður sjálfur eða fylgja straumnum...
... og þegar upp er staðið, er ekki bara allt gott í hófi? af hverju finnst mér ég ekki geta hugsað þetta mál í gegn? hvað þarf ég að hugsa meira sem ég er ekki búin að skrifa hér? kannski er bara bæði ólíkt gott. hentar sumum að fylgja straumnum en öðrum ekki. vilja ekki allir geta verið þeir sjálfir? getur fólk verið sátt við sig í lengri tíma þó það finni fyrir því að það er ekki það sjálft? getur fólk ekki haldið að það sé sátt við sig og haldið að það sé alveg það sjálft en er það í raun og veru ekki? þegar einhver bendir þeim svo á hvernig það er ekki í samræmi við sjálft sig og þar af leiðandi kannski ekki alveg það sjálft fer viðkomandi í afneitum og líður illa og kennir "ábendaranum" um en eftir langa og djúpa hugsun án þess að vera búin að losa sig við reiðina og pirringinn finnst viðkomandi hann ekki getað kennt "ábendaranum" um... af hverju er viðkomandi þá pirraður og reiður?
jæja, ef einhver vill spjalla við mig um þetta, benda mér á stafsetningavillur, málvillur eða góðan punkt í sambandi við þetta verð ég roooosalega ánægð og þakklát. því sagt er að "tvö augu sjá betur en eitt!" eða "tveir hausar hugsa betur en einn!".... nei nei ég man ekki hvaða málsháttur eða setning/kenning þetta var en ég held þið vitið nokkurnvegin hvað ég á við.
takk samt
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)