Færsluflokkur: Lífstíll

erfitt líf sem ekki er þess virði.... að gefast upp!

Lífið er ekki alltaf auðvelt og það veit ég ægilega vel. það er aðeins um tennt að velja. gefast upp eða halda áfram. í mínu tilviki er uppgjöf seinni valkosturinn minn en þar sem ég þarf kvort eð er alltaf að takast á við hversdagsleikann þá mun ég aldrei koma til með að klára fyrri valmöguleikann. stundum tekst ég á við erfiðan hversdagsleikan og stundum er hverdagsleikurinn ekkert rosalega erfiður en aldrei er hann auðveldur! ekki hjá mér. samt sem áður er ég þakklát fyrir bjartsýni mína og jákvæðni og einstaklega þakklát fyrir að ég hef það ekki verr en þetta!

allavega, nóg um þetta sálfræði hippa blómaheima kjaftæði, margt sem ég þarf að takast á við núna er mér ofviða og því datt mér í hug að fara burt. taka mér pásu frá lífinu hér. ákveðið fólk hér er að hafa áhryf á mig sem er að draga úr því að ég nái því jafnvægi sem ég vil ná og aðrir eru að rugla mig mikið án þess að þetta fólk sé með það í huga að "skemma" fyrir mér. svona er bara lífið.

mig langar að fara í nám erlendis í 1-3 mánuði til að vera bara með sjálfri mér og leita að því sem heillar mig, það sem höfðar til mín og fyrst og fremst hentar mér. ég get það ekki vel undir þessarri pressu og álagi sem mér finnst vera á mér. kannski er nám erlendis ekki rétt "lausn" en mér finnt það þess virði að athuga það. en ég er bjartsýn og ég held beint áfram... 

nokkrar slóðir um erlent nám:

http://www.languageschoolsguide.com/

http://www.eurolingua.com/Index.htm

og ég ætla að safna fleiri slóðum um erlent nám og allar aðrar upplýsingar eru vel þegnar :)


Löööng helgi

á föstudaginn var ég að leika mér að föndra. var að búa mig undir það að fara í barnaafmæli þegar böddilöddi hringdi í mig og sagði mér að koma með á böfröst. ég sagði nei því ég ætlaði ekki að fara en svo færðist skoðun mín til hliðar og ég sagði já. sé ekki eftir því. ég var sett í miðasöluna sem var í sjálfu sér allt í lagi. ég hef hundrað sinnum séð þá á sviði, svo lengi sem ég fengi að hanga með þeim, fylgjast með þeim, kynnast þeim en fyrst og fremst hlusta á tónlistina þá er ég sátt. skiptir ekki miklu máli hvar ég er eða hvað ég er að gera. það voru jú auðvitað gallar í þessu. kvöldið á bifröst: fólk kom í hópum og var sumt haugafullt og réðst á okkur gínu til að borga til að koma inn! ég er með tvær hendur og yfirleitt eina hugsun. en jæja ég missti soldið af byrjuninni af þessu kvöldi, gat ekki einbeitt mér að tónlistinni og gestunum í einu og annar gallinn sem ég var nú ekki sátt við en ég fyrirgaf þetta klúður. böddi hætti í miðju lagi. ég var búin að bíða eftir þessu lagi: the funeral með the band of horses! en hann bölvaðist til að hætta í miðju lagi því röddin var farin og hann vildi ekki skemma lagið. jæja ókei. seinna kvöldið: ég var bara svo anskoti þreytt og ómöguleg. hafði sofið allan daginn, svaf í bílnum, fékk að gista hjá önnu dögg í sófanum, svo kom þessi elska og kúrði hjá mér í sófanum. ekki mikið pláss en það virkaði. haha. hún var ekki með veskið sitt og hvaðeina svo ég var alveg bullandi skíthrædd við hana. en ég slapp út, lifandi. þegar klukkan var um 11 voru dúddarnir enþá að djamma!!! þá hefðu þeir alveg getað skutlað mér heim. þeir voru ekkert að missa af neinu anskotans djammi!

 ég er eiginlega búin að missa allan áhuga á fullu fólki og áfengi yfir höfuð. nei nei það kemur fyrir að ég fái sopa og sopa en ef ég missi stjórnina og stefni á fyllerí reyni ég bara að drekka vatn. jú ókei, sumir höndla áfengi. Njalli og Kópur og Magga eru helvíti góð með áfengi. úfff magga verður svo hugmyndarík og alltaf að gera e-ð þegar hún er í glasi. manni leiðist aldrei með henni. kópur og njalli eru bestir, fyrir utan möggu, þeir fíflast í hvörum öðrum og öllum og ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér nálægt þeim, ætti kannski að súpa létt þegar ég er með þeim á hressó eftir gigg. eða bara láta allt flakka. jæja!

ég svaf á gólfinu á föstudaginn og svaf bara skratti vel. vaknaði um 11 og virti fólkið fyrir mér. rosalega voru þau krúttleg. tihi. 5 í rúminu, tveir á gólfinu, ég og stelpa sem svaf bókstaflega ofan á öllu sem var á gólfinu, úlpunni hans einars sem dágóður tími fór í að leita að og skórinn hans bödda sem allir hötuðu fyrir að vera týndur (sko skórinn) svo svaf hún á öllu sem hún sá. jæja ágætis stelpa. hún ætti samt ekki að vera að ýja að því að hún sé kallaleg. hún á frekar að sýna það hversu stoltur kvennmaður hún er. hún er ekki karlmaður, hún er kennmaður og á að gera gott úr því. sýna hvað hún getur sem kvennmaður! og hana nú!

þeir tóku the funeral á motel venus og ég kom hoppandi og skoppandi til að sjá þá spila það lag og til að vera í sem mestum hávaðanum!! ójá! fkn flott lag en helvíti fáránlegur texti!

Lyrics from www.lyricsmania.com
I'm coming up only to hold you under
I'm coming up only to show you wrong
And to know you is hard and we wonder
To know you all wrong, we were

Really too late to call, so we wait for
Morning to wake you; it's all we got
To know me as hardly golden
Is to know me all wrong, they were

At every occasion I'll be ready for a funeral
At every occasion once more is called a funeral
Every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral

I'm coming up only to show you down for
I'm coming up only to show you wrong
To the outside, the dead leaves, they all blow (alive is very poetic)
For'e (before) they died had trees to hang their hope

At every occasion I'll be ready for the funeral
At every occasion once more is called the funeral
At every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral

og lagið í myndbands formi:

http://www.youtube.com/watch?v=ibE7IqEjni4

böddi segir að ég þurfi ekkert að skilja textann, lagið er bara fucked up gott! sammála!


sláandi kvöld sýndi mér að ég væri mjög mikill engill

jæja, nýji besti vinur minn er kópur. trommukallinn í touch. böddi hefur alltaf komið mjöég og kópurg vel fram við mig og í raun aldrei gert neitt í minn garð en ég er eiginlega að breyta um vin vegna þess að kópur reynist mér í raun betri persónulegur vinur, hann spjallar og reynir að kynnast mér og segir mér ýmislegt um sig og systur sínar. jæja böddi er ágætur þrátt fyrir allt, allt! mér blöskrar stundum agalega þegar ég heyri ljótar sögur um hina og þessa, hvernig getur fólk hagað sér svona? grúppíurnar sem komu með okkur á kríuna voru útúrfullar af egói og vanvirðingu sem þær eiga að mínu mati ekki efni á! en þær skemmtu sér konunglega og nýja stelpan hans neinars bassa fannst mér bara skemmtileg. hef ekkert um hana að segja. hún féll vel alls staðar.

við njalli spjölluðum mikið og ég kann alltaf betur og betur við hann. stundum kom kópur og spjallaði við okkur, át snakk og skiptist á að sötra á djúsinu mínu og bjórnum hans njalla. njalli er vélahönnuður/smiður, man ekki alveg og er giftur. mér finnst það fyndið en á sama tíma æðislegt!

rétt áður en drengirnir tóku sér pissupásu frá hljóðfærunum tók kópur uppá því að pissa á trommusettið. já, ég vissi að hann væri að eitthvað hneppa frá og fyrir og laga hitt og þetta og fíflast og þykjast en mig grunaði ekki fyrir fimmeyring að ég mundi verða viti að því að sjá kynfæri á honum! það er nú ekkert að marka það sem ég sá en ég sá samt eitthvað! jæja ég hef séð verri hluti. þarna sannaðist það enn og aftur fyrir mér hversu rosalegur engill ég er. ég vissi alveg að ég væri engill upp að vissu marki, ég var mjög mjög mjög mikill engill frá fæðingu og alveg þar til í maí á seinasta ári, þá missti ég strjórn á mér en ég komst yfir það og náði mér niður. ég hélt líka að ég væri bara saklaus hippastelpa, en ég er svo miklu meira en það! ég er þessi yndislegi engill. mér finnst það í raun allt í lagi þegar ég hugsa út í það. ég vil ekki vera full allar helgar, ég forðast það að kynnast karlkyninu á djamminu og mér finnst ég eiginlega bara bera meiri virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum en þessar svokölluðu vondu stelpur. þær eru kannski ekkert vondar, ég meinti frekar svona villtar og, ég veit ekki, drukknar. allavega, ég er engill!

það var einn ungur piltur þarna í þröngum svörum gallabuxum, frekar stuttum leðurjakka og svörtum bol undir að dansa og drekka, skemmti sér held ég alveg konunglega. þar sem hann man sennilega ekki eftir mörgu. hann stóð varla í lappirnar og dansaði eins og fyllikall og reyndi sí og æ að öskra með bödda í mækinn en böddi snéri sér alltaf við. við njalli virtum þennan annars ágæta nágunga mikið fyrir okkur og sérkennilegu danssporunum hans. þarna var hann allavega alveg helvíti mjög svo rosalega pisshaugadrukkinn, setur hendina í vasann og ég bý mig undir það að hann sé í þann mund að fara að draga eflaust eitthvað mjög merkilegt uppúr vasanum. þetta var innri vasinn á guns n' roses jakkanum hans. hefði getað verið hvað sem var, lyf, byssa, vasaklútur, sólgleraugu eða hvað sem er en uppúr vasanum hjá fyllistrákinum kom eitt stikki brjór í dollu. hversu fullur þarf maður að vera til að geta dregið upp úr innri vasa sínum bjór? það var frekar skondið.

þetta er kósí staður, gæti vel hugsað mér að halda tvítugs afmælið mitt þarna og ég myndi þá gjarnan bjóða touch að taka örfá lög, allaveg allan tíman! þegar við komum þarna sagði hver á fætur öðrum "kópurertu ekki að grínast?" þetta var einhver hlaða sem gleymdist víst að mála og sjæna svolítið að utan en þegar viðvorum komin inn fannst mér pallurinn sem átti að kallast svið eftirminnilega lítill en kópur á víst engan pening svo hann hafði ekki étið í marga daga og komst vel fyrir og naut sín í botn, upplífgandi og óendanlega gaman að sjá hann svona glaðan.  þeir byrjuðu að spila með einungis okkur sem áhorfendur, grúppíurnar, gínu og okkur njalla sem sátum eins og útbrunnar verur og langaði alls ekki að dansa með grúppíonum. þær skemmtu sér konunglega líka og dönsðuðu eins og það væri fullt af fólki. ég var mikið að pæla í því hvernig hljómsveitinni leið. kópur var fínn. böddi virðist alltaf þurfa svo mikla athygli frá öllum á staðnum, sem hann jú fékk auðveldlega þarna en samt veit maður aldrei. danni virtist alveg vera með hausinn á réttum stað en einar var mjög hlutlaus. ætli hann hagi sér ekki bara í samræmi við aðstæður. gerir sig að meira fífli ef það er fleirra fólk. ég kunni mjög vel við einar þetta kvöld. mér fannst hann ekkert of fullur og bara einlægur strákur. ágætt að rabba smá við hann. þegar ég hugsa um þetta þá man ég ekkert eftir því að hafa átt neitt sérstakt spjall við hann. hann virkaði samt fínn á mig þetta kvöld.  ég spurði danna hvernig honum hafi fundist að spila fyrir tóman staðinn og honum fannst það leiðinlegt en hann sagði að þeir bjuggust við þessu. sögðust vita að þetta færi svona. ég talaði ekkert við bödda. var í of miklu sjokki til að finna eitthvað að segja við hann. gleymdi að spurja einar hvað honum fannst og ég held bara að kópur hafi verið nógu fullur til að skemmta sjálfum sér. hann var meiriháttar skemmtilegur og njalli var það reyndar líka og þeir tveir voru alger unun að sjá. kópur var alltaf að stríða okkur. ég á engin orð yfir því hvað kópur er mér góðurTounge og hvað hann veitti mér mikla ánægju og hamingju í gær. bara yndislegt að sjá hvað hann virtist skemmta sér vel í gær.

jæja þetta var meiriháttar, ég hafði oft hugsað það á hressó hvað það væri nú gott ef ég gæti verið ósýnileg, eða bara í einhverjum stjórnklefa þar sem ég sæi allt og heyrði allt en sæti bara í þæginlegum stól og horfði á fólkið og hlustaði með glampann í augunum á touch og væri í friði. þyrfti ekkert að hugsa um annað fólk, tala við það eða neitt, gæti bara notið þess að hlusta á tónlistina. ég kem einungis á hressó til að hlusta á og njóta tónlistarinnar. jújú það er ágætt að hitta fólkið og sjá lífið en tónlistin er númer eitt tvö og þrjú.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband