Sambúðin með sjálfri mér...

... gengur vonum ofar. Mjög gefandi, lærdómsríkt og öðruvísi en ég hélt. Sem er gott, því ég vil ekki vita hvernig allt er fyrirfram. Ég er sem sagt í íbúð sem frændi minn leigir. Hann skrapp sér til kína í eina 20 daga. Fallegt af honum að lána mér íbúðina og ALLS ekki sjálfsagður hlutur og því er ég meðvituð um það hvernig ég hegða mér og ætla að skila íbúðinni hreinni. Að sjálfsögðu!!! Notuðu smokkarnir sem festust í loftinu verða farnir og förin vart sjáanleg. Sígarettuaskan farin úr fallega stóra hvíta teppinu á gólfinu. Brunagötin á leðursófanum.... ja, það var voða lítið sem ég gat nú gert í þeim annað en að bæta nokkrum við svo að það liti frekar út eins og munstur. Blómamunstur. Ég ætti kannski ekkert að vera að nefna hasspípurnar og hvíta duftið, en það verður allt farið. Pítsakassarnir eru nú þegar farnir því ég ætla að boða hollar núna, áfengið um seinustu helgi fór svo ferlega illa í mig, fékk þessa svakalegu matareytrun og át ekkert í tvo daga, reykti bara og drakk meira, mér var sagt að það mundi laga allt! En...

Jæja, ég er ekki að grínast með þetta allt, ég tek þetta allt til sko. Jájá, sópa því öllu undir teppi !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband