Færsluflokkur: Menntun og skóli
Mánudagur, 30. maí 2011
Óviss og óvissari
Ég er mjög svo óviss með framtíðina mína, hvað ég vil gera og hvað ég ætti að gera. Fólk fær vægt sjokk þegar það heyrir að ég hafi skráð mig í japönsku í háskólanum, jafnvel besta vinkona mín var í dágóðan tíma að átta sig á því að ég væri ekki að gera at í henni. Kannski kemst ég að því að ég vil læra japönsku, mamma er harðákveðin í því að ég muni ekki læra japönsku. Hugsanlega breyti ég um fag þegar ég er búin með sumarskólann. Sumarskólinn er búinn 30. júní, þá er einkunnarafhending og ég hlakka mikið til þessa dags.
Við Kormákur erum bara að dunda okkur á daginn og á kvöldin læri ég eins og ég get, við erum byrjuð að nota almenningssamgöngurnar, það er bara ágætt, Kormáki finnst það mjög gaman og ég fæ mína hreyfingu út úr því.
Þessi óvissa um framtíðina veldur mér samt smá óþægindum en það lagast með tímanum. Einn dag í einu.
Miðvikudagur, 25. maí 2011
Umsókn í HÍ
Í gær sendi ég inn ummsókn í Háskóla Íslands. Ég valdi námsbraut sem heitir 'Japanskt mál og menning'. Hér er vefurinn fyrir japönsku í HÍ http://japanska.hi.is/.
Ætlunin var alltaf að fara í sálfræði en undanfarna daga hef ég litið nýjum augum á sjálfa mig og heiminn. Efast sjálfa mig mjög mikið. Hef efast um að sálfræði sé mín deild. Hugleiddi hvort geðlæknisfræði eða taugasálfræði væri minn farvegur. Ég hef svosem áhuga á þessu enþá en kannski hef ég verið með óraunsæar hugmyndir um framtíð mína. Ég vil ekki fara út í eitthvað sem kemur svo í ljós að er of mikið fyrir mig eða bara alls ekki það sem ég bjóst við.
Mér finnst Japan, tungumálið og menningin mjög áhugaverð, gæti hugsað mér að stúdera það mjög vel. Þessi námsbraut er bara 120e svo ég þarf að velja 60e aukagrein en ég gat ekki valið hana í gær. Ég reyndi að velja 'Austur-Asíufræði'.
Vitandi það að ég er búin að senda inn umsókn í háskóla er ákveðinn léttir fyrir mig, það léttir lundina. Ég er orðin langþreytt á menntaskóla en ég er bjartsýn á að hann klárist í næsta mánuði en hvað veit ég, ég var líka bjartsýn á að vera útskrifuð núna.
Það var mikið áfall að ná ekki að útskrifast, ég er búin að vera þung í skapinu undanfarið og finnst ég ekki eiga neitt skilið. Ég ætlaði að ná og ég var í alvöru bjartsýn á það, kannski of bjartsýn. Það er eðlilegt að ég sé byrjuð að efast um sjálfa mig.
Til að sökkva mér ekki of langt í niðurdregnar hugsanir um útskrift og vonleysi þá hef ég reynt að einbeita mér mikið að móðurhlutverkinu. Ég hef ekki verið mikið með Kormáki síðustu vikur og eða mánuði en síðustu dagar hafa verið súper góðir hjá okkur. Við fórum á róló með nýju sandkassaleikföngin hans. Hann fékk nýja sumarskó og fullt af sokkum því hann er orðinn nógu stór til að þurfa ekki að vera alltaf í sokkabuxum. Auk þess fékk hann grænt krókódílatjald sem er heldur betur að slá í gegn í nýja leikherberginu hans. Ég er búin að hengja upp 4 litaspjöld, gult, rautt, grænt og blátt og spyr hann reglulega hvar til dæmis gulur sé. Hann hefur ekki mikinn áhuga á þessu en stundum reynir hann að skilja hvað ég sé að tala um. Einn daginn fórum við á bókasafnið og kíktum á barnahæðina. Þar hittum við nokkra skemmtilega krakka sem komu þarna með foreldrum sínum.
Seinustu helgi ætluðum við að skella okkur norður til pabba en þá ákvað Patrik, bróðursonur minn, að halda uppá 2ja ára afmælið sitt sem var vel til fyrirmyndar. Kormákur naut sýn ótrúlega vel. Ég hef aldrei séð hann vera svona öruggan innan um fullt af ókunnugu fólki. Vel gert Gína!
Í dag byrjar sumarskóli FB, hafið verk þá hálfnað er, ekki satt?
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Einkunnir
Ísl 303: 7
Ísl 403: 3
Ísl 503: 8
Ens 503: 8
Spæ 203: hef ekki fengið einkunn en ég geri ráð fyrir falli.
Spæ 303: x
Spæ 403: 2
Lan 103: 9
Nát 133: 3
Stæ 122: 8
Stæ 202: 4 (ég þarf samt ekki að taka þennan afanga aftur úf af einhverjum ástæðum)
Sag 103: 7
Íþr 2ein: S
Ég er búin með 130 einingar en á samt 15 einingar eftir sem ég klára í sumar.
Ég skammast mín fyrir slakan árangur en það er víst eðlilegur partur af lífinu að gera óásættanlega hluti!
Fimmtudagur, 12. maí 2011
Á morgun
Á morgun eru seinustu prófin af 12. Ég er fallin í stæ 202 og spæ 403. Ég hef náð sag 103, ísl 303 og stæ 122. Fleiri einkunnir hef ég ekki fengið.
Það er alveg ljóst að útskrftin muni frestast en það er líka alveg ljóst að hún verður á þessu ári. Verra gæti það verið. Ég er ánægð, það er gott að sjá loksins fyrir endann á þessum endalausa rússíbana sem menntaskólaganga mín hefur verið.
Hasta la próxima!
Mánudagur, 9. maí 2011
Elskulega íslenskan
Mikið gaman, mikið fjör. Ég var í tvem íslenskuprófum í kvöld; ísl 303 sem er um fornbókmenntir, hetjukvæði, eddukvæði, hávamál, völuspá, þrymiskviðu, íslendingabók, konungabók og njálu og fleira. Í því prófi gekk mér ágætlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hins vegar gaf ég upp vonina um að ég mundi ná ísl 503 vegna þess að ég komst ekki yfir allt efnið en viti menn. Það efni sem ég komst yfir, það kom á prófi. Heppin? Ég ákvað að leggja meiri áherslu á ísl 303 vegna þess að mér finnst sá áfangi leiðinlegri og vildi losna við hann. Það er líka skynsamlegt að tryggja allavega annan áfangann frekar en að reyna að ná báðum sem mundi verða til þess að ég falli í þeim báðum.
Ég fór svo lang seinust út en það hafði ekki áhrif á mig því ég sat fremst. Ég var í rétt tæpa tvo tíma með bæði prófin. Ef mér hefði ekki gengið svona vel á prófunum hefði ég ekki haft orku í að læra í kvöld, það er kominn smá lærdómsleiði í mig. Hvort sem ég næ prófunum eða ekki, þá fannst mér mér ganga vel. Það er það eina sem skiptir máli á meðan ég bíð í kvalafullri óvissu eftir einkunnum. Ég hef samt aldrei fengið eins góðar einkunnir fyrir verkefni og kaflapróf eins og einmitt þessa önn, hvort sem það er úr fögum frá FÁ eða MH.
Á morgun fer ég í sögupróf (sag103, loksins!) kl 15:30 og svo spænsku 403 kl 17:30.
Á miðvikudaginn rúlla ég upp einu litlu landafræðiprófi og á fimmtudaginn brillera ég í enskunni en á föstudaginn fer ég í spænsku 303 kl.11 og spænsku 203 kl.13 en þá er ég líka búin!!!
Ég reikna ekki með að útskrifast núna 21. maí, aldrei að segja aldrei (enda sagði ég aldrei aldrei) en hvort sem ég útskrifast eða ekki þá langar mig samt að fara í fjarnám í sumar. Helst í sálfræði 213 og heimspeki 303. Reyndar langar mig í alveg allavega 30 áfanga en það er víst ekki reiknað með því að neinn taki svo mikið á einni önn. Ég finn út úr þessu seinnitímavandamáli.
Í lokin vil ég henda einum blogg-hugar-kossi á litla bróðurson minn sem er tvegga ára í dag . (er þetta ekki alveg eins kall með afmælishatt og afmælissprota?)
Föstudagur, 6. maí 2011
Þannig er nú það...
Jæja, það stefnir í "næstum-útskrift" vegna þess að mér gekk illa á einu prófinu. Á miðvikudaginn fór ég í íslensku 403 kl 11 uppí MH og ruglaði öllu saman. Ég skrifaði samt heilan helling á spássíurnar á prófinu og ef það yrði metið er ég nokkuð viss um að það mundi redda mér. Sama dag gekk ég uppí FÁ og tók stærðfræði 122 próf kl 15:30 og þar var ég örugg með 90% af prófinu en ég gerði innsláttarvillur sem kostuðu sitt, prófeinkunnin var 7,6 en lokaeinkunnin var 8. Í gær fór ég í eðlisfræðipróf (nát 133) uppí MH og það gekk alveg skítsæmilega, ég hef ekki miklar áhyggjur af því en ég ruglaði alveg nokkru saman þar, ég er bara of heimspekileg til að vera hæf að taka próf, mér finnst allt geta verið allt, ég skil allar hliðar og finnst ekkert réttara en neitt annað. Eðlisfræði virkar víst ekki þannig. Í dag fór ég í stærðfræði 202 próf og gekk skítsæmilega þar. En þess má til gamans geta að ég tók mér 5 daga til að læra fyrir báða stærðfræðiáfangana. Geri aðrir betur!
Ég er svo þakklát þeim sem fann upp helgarnar og ákvað að troða þeim á milli virku dagana því ég er orðin þreytt. Það þýðir samt ekki að ég ætli að slaka á uppí sófa og horfa á rúv, nei nei, ég ætla að læra eins mikið og ég get í samráði við heilastarfsemi mína og klukkutímafjöldann sem mér hefur verið úthlutað.
Ég er alveg þokkalega hamingjusöm þrátt fyrir hunangsfluguna sem er í eldhúsglugganum hjá mér (ég sit við borðstofuborðið: fyrir þá sem geta og vilja ímynda sér) en ég reikna með að ná ekki að uppfylla þær kröfur sem þarf til að fá að útskrifast 21. maí. Það gefur mér samt ekki leifi til að slaka á; því meira sem ég læri fyrir próf því minna þarf ég að læra eftir þau. Því færri áfanga sem ég þarf að taka í sumar því fleirum get ég bætt við mér til yndisauka. Það er svo ótrúlega margt áhugavert í boði.
Þannig er nú það.
Þriðjudagur, 3. maí 2011
Á morgun.
Á morgun byrja prófin. Klukkan 13 fer ég í dagskólapróf úr ísl 403 uppí MH og klukkan 15:30 fer ég uppí FÁ að taka stærðfræðipróf sem ég tel mig vera tilbúna í núna. Ég er með 9,3 í meðaleinkunn í þessarri stærðfræði úr verkefnunum og var með 7 í meðaleinkunn úr íslensku verkefnunum en ég náði ekki að klára lokaprófið þegar ég tók það í mars sem var svekkjandi því ég var vel undirbúin fyrir það. Nú hef ég reddað mér möguleika á lengri próftíma, til vonar og vara. Ég hef aldrei þurft lengri próftíma fyrr en í seinustu lotu, þá náði ég ekki að klára nein próf en ég náði samt nokkrum. Sem betur fer!
Þetta styttist...
Mánudagur, 2. maí 2011
Stærðfræðisjení
Í dag mun ég aðeins og einungis læra stærðfræði því ég fer í þess lags próf á miðvkudaginn og annað annars konar á föstudaginn. Eins og ég hef eflaust tekið fram hættu lyfin að virka og allt fór í bál og brand. Á föstudaginn fékk ég nýjar styrkleika en það er að svínvirka. Ég læri og læri eins og enginn sé morgundagurinn og finnst það meira að segja gaman. Annað slagið fer mér að finnast námsefnið leiðinlegt en þá fæ ég mér að borða, labba um húsið og sný mér svo aftur að lærdóminum sem endurvekur ánægjuáhrifamátt sinn.
Það er meira að segja komin smá tilhlökkin í mig fyrir prófin í þessarri viku: stæ 122, stæ 202, nát 133 og ísl 403. Það verður sko gott að klára alla þessa tölfræði.
Hef ekkert farið á facebook síðan systir mín breytti lykilorðinu en hef annað slagið fundið fyrir löngun en hún kvelur mig ekki, ennþá.
Ég finn fyrir miklum stuðningi frá nokkrum aðilum: Berglind Steins, Daníel Freyr, Andri Már, Sóley Guð, Guðmundur Steins, Ásta Ein, Óskar Ein, Lára María, Valborg Sturl og Ingunn Lára. Takk fyrir að vera þið!
Mánudagur, 25. apríl 2011
Mikið að...
... gera. Já, það er sko mikið að gera hjá mér, mér gengur vel, misvel en nógu vel. Við Sóley syss lærum sögu um það bil annan hvern dag. Ég stúdera stærðfræðina á hverjum degi og finnst það misgaman, stundum of gaman en líka stundum drep leiðinlegt, þrjóskan hefur samt alltaf yfirhöndina því það er ekkert sem heitir neitt nema "ég ætla"!
Íslensku bókmenntirnar á 19. öld eru fínar. Landafræðin er fín. Enskan er fín. Annað kvöld fer ég til vinkonu minnar og redda eðlisfræðinni.
Ég tók tvö stærðfræðipróf í dag, í öðru þeirra gat ég 70% en í hinum aðeins 50%, ég var ekki sátt með það og ætla að gera betur næst!
Ég læri nánast viðstöðulaust frá 9 á morgnana til hádegis, þá fæ ég mér smá hádegismat en held svo áfram að læra fram að kvöldmat, eftir matinn svæfi ég Kormák og held svo áfram að læra til 23 (stundum lengur, en ég er jú mennsk, eða hvað?) Mér finnst meiriháttar skemmtilegt að læra svona mikið, lang skemmtilegast að geta lært svona mikið og lengi í einu en ég get samt ekki lýst því hvað ég hlakka til að klára. Það fyrsta sem ég ætla að gera eftir seinasta lokaprófið er að sækja Kormák og fara með hann í göngutúr, gefa öndunum og eða fara á róló. En eins kaldhæðnislegt og það er, er seinasta prófið mitt á föstudegi fyrir pabbahelgi!! Það gefst þá bara góður tími til að sofa og vinna upp hvíld og svefn og taka svo við litla kútinum mínum á sunnudeginum 15. maí hressari en nokkru sinni fyrr.
Fyrsta prófið er 4. maí og það síðasta er 13. maí og útskriftin er 21. maí!
Ég ætla ekki að segja hvað ég fer í mörg próf en ég ætla að segja að allt þetta leggist mjög vel í mig, öðru hverju fæ ég major stress kast en það er ekkert sem góður göngutúr (þar sem ég hlusta á hljóðbók/skólabók) getur ekki lagað.
Takk fyrir mig og góða nótt.
Fimmtudagur, 21. apríl 2011