Óviss og óvissari

Ég er mjög svo óviss með framtíðina mína, hvað ég vil gera og hvað ég ætti að gera. Fólk fær vægt sjokk þegar það heyrir að ég hafi skráð mig í japönsku í háskólanum, jafnvel besta vinkona mín var í dágóðan tíma að átta sig á því að ég væri ekki að gera at í henni. Kannski kemst ég að því að ég vil læra japönsku, mamma er harðákveðin í því að ég muni ekki læra japönsku. Hugsanlega breyti ég um fag þegar ég er búin með sumarskólann. Sumarskólinn er búinn 30. júní, þá er einkunnarafhending og ég hlakka mikið til þessa dags. 

Við Kormákur erum bara að dunda okkur á daginn og á kvöldin læri ég eins og ég get, við erum byrjuð að nota almenningssamgöngurnar, það er bara ágætt, Kormáki finnst það mjög gaman og ég fæ mína hreyfingu út úr því.  

Þessi óvissa um framtíðina veldur mér samt smá óþægindum en það lagast með tímanum. Einn dag í einu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, ég styð þig í japönskunni. Kínverska væri líka fín, það eru mjög margir í heiminum sem tala þessi framandi tungumál. En svo kanntu kannski ekki við þig þegar þú byrjar (ég valdi tvisvar „vitlaust“) og þá er um að gera að klára ekki á þrjóskunni einni saman og langa svo aldrei að nota þekkinguna.

Berglind Steinsdóttir, 30.5.2011 kl. 18:45

2 Smámynd: svavs

Takk, það er mjög gott að fá þennan stuðning :D Verða verður sem verða skal.

svavs, 31.5.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband