Dagur 3 í noregi

Í gær fórum við Kormákur og Freyja út að labba með Dómínó. Það var svo gott veður að ég ákvað að hafa Kormák í sandala en það stöðvaði hann ekki í að hoppa í alla polla sem hann fann og vel og mikið í hverjum polli svo hann varð gegnvotur upp að hnjám, sem er ekki svo hátt frá tánum. Við komum við á leikskóla sem er hérna rétt fyrir ofan húsið en þar var stærsti og dýpsti pollurinn. Það var ekki auðvelt að fá hann upp úr þeim polli nema ef ég lofaði að koma með honum í bíltúr í rútunni sem var hálfgrafin niður í jörðina. 

Allt í einu, alveg uppúr þurru öskraði Kormákur eins og eitthvað hefði pitið hann í rassinn en ég fann engin merki um nokkurs konar flugnabit. Þá fórum við beina leið heim og skoluðum tásurnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá borðar Kormákur vel og hægðirnar eru bara til fyrirmyndar. 

Ég er komin með vott af hálsbólgu og tala í samræmi við það.  

Í kvöld koma Ævar og Rúna svo í dag verður tekið til og gert fínt sem ég ætti að vera duglegri að gera heima hjá mér.  Ætli ég bæti það ekki upp hérna og hagi mér þá eins og ég sé vel upp alin LoL.


Dagur 2 í Noregi

Við Kormákur fórum seint að sofa í gærkvöldi, enda langur dagur og mikið að gerast. Það var ekki að sjá að hann hafi verið neitt feiminn þegar hann kom enda var (og er) frábær hundur hér, hann Dómínó sem tók vel á móti okkur ásamt systrunum Freyju og Maríu. Thomas var hérna líka, kærasti Maríu.

Í morgun vaknaði strumpurinn kl 7 á norskum tíma og horfði á norskt barnaefni. Klukkan 11 á norskum tíma fengum við okkur lúr og um tvö (á norskum tíma) fórum við niður í Lilleström og splæstum í mjög einfalda kerru sem létti öllum lífið. Kormákur var mjög ánægður með pollana sem voru út um allt og hoppaði vel í alla sem hann sá, aftur og aftur, fram og til baka, eins hátt og hann gat svo það kæmi sem mest skvetta. Freyja fór með okkur til Lilleström en María þurfti að fara í skólann í fínum fötum. 

Við komum svo aftur heim um sjö* leitið í kvöld, þá fór Kormákur í bað, mjög skemmtilegt bað sem var að hans mati allt of stutt. Eftir baðið borðaði hann vel og sofnaði svo mjög fljótlega eftir að mamma hans reyndi að lesa um Ole Brumm á norsku. Það er Bangsímon.

Nú sitjum við Freyja í stofunni í sinni hvorri tölvunni og drekkum Vanilla Coca-Cola LoL 

 - Flugið gekk mjög vel og þjónustan var til fyrirmyndar. Ég reyndi að horfa á Die Hard á meðan Kormákur horfði á Ice Age en þrátt fyrir að myndin hafi bara verið rúmur klukkutími og flugið tveir þá náði ég ekki að klára myndina en Kormákur horfði á sína mynd rúmlega einu sinni.

- Engu að siður, ágætt flug með Icelandair nema loftið, það var pínu skrítið, ég veit ekki af hverju. 

*á norksum tíma 


Hver er sinnar gæfu smiður

En er það svo í öllum tilvikum? Já, ég mundi halda það. Ég mundi bara halda það, líklega er til dæmi um að svo sé ekki.

Sjaldan fer ég norður til pabba, það er ekki jákvæður hlutur en satt að segja finnst mér hann búa einum klukkutíma of langt í burtu. Þegar ég hef keyrt í klukkutíma þá finnst mér það vera komið gott en ég get þó haldið aðeins áfram. Eftir tvo tíma hugsa ég á nokkurra mínótna fresti "ég er örugglega alveg að verða komin" og svo þegar er hálftími eftir hugsa ég "garg, er ég ekki að verða komin!!" en því oftar sem ég fer norður því betur kann ég við það. Það er staður þar sem ég get týnst og fyrir mér hljómar það VEL! Þeir sem þekkja mig mjög vel skilja af hverju.

Fyrr í vikunni heimsótti ég föðurömmu mína og afa. Það er líklega besti staðurinn í öllum heiminum til að vera á, svo rólegt og notalegt. Allt sem ég segi er áhugavert, allt sem ég geri er álitið eðlilegt og knúsarnir og kökurnar eru óendanlegar. Amma spurði mig hvenær ég ætlaði norður næst og ég sagði með hálfum hljóðum að ég færi kannski næstu helgi og henni leist vel á það og sagði að þar með væri það ákveðið. Ég væri að fara norður. Það er mömmuhelgi svo ég get hvort eð er lítið lært, mamma verður í sumó svo hún getur ekki passað og ég hef bílinn. En það var eitt vandamál. Systir mín vildi ekki fara í pössun nema til vinkvenna sinna og mamma kunni ekki við það. Ef mamma fer ekki í sumó þá get ég ekki tekið bílinn af henni, sem þýðir að ég færi ekki heldur. Fyrst ég er ekki að fara þá getur mamma farið því ég verð að passa Sóley.

Mamma ÆTLAR að fara.
Sóley ætlar EKKI í pössun, sem mamma kærir sig um.
Og ég.... hef það furðu fínt, þrátt fyrir allt.


Næsti vetur +

Já þá er ég aftur komin í þá stöðu að ég get ekki ákveðið hvað mig langar að gera, hvað ég ætla að gera og hvað ég ætti að gera. Mig langar í heimspeki en mig langar líka í ljósmyndun og annað listnám. Ætti ég að fara í heimspeki af því að það er háskólanám? Mig langar alveg í sálfræði, ætti ég þá að fara í það vegna þess að það er líklega praktskast og öruggast hvað varðar atvinnu? Mamma sagði að hún þekkti ljósmyndara sem fá enga vinnu, hvað segir það mér samt? Ég var alin upp við þá hugmynd að ég ætti að gera það sem ég er góð í, að ég ætti að rækta mína hæfileika og að ég gæti allt sem ég vildi ef ég vildi það nógu mikið. Ja, hvort sem ég var beinlínis alin upp við það eða bara fundið þessi heilræði einhvers staðar á lífsleiðinni skiptir ekki öllu máli. Ég trúi þessu ennþá, er ég barnaleg? Óraunhæf? Of bjartsýn? Pollýanna?

Ef ég fer að vinna venjulega 8-16 vinnu þá missi ég heila 8 tíma af deginum mínum í tekjuöflun og mjög líklega í vinnu sem gefur mér sama sem ekkert, þess vegna vil ég ekki fara í vinnu. Ef ég fer á námslán þá er ég að safna skuldum og skuldir eru slæmar blablabla!! Mér er svo óendanlega illa við það þegar fólk segir að námslán séu dýr og óhagstæð og ekki besta lausnin! Hvað á ég að gera? Ég er 23ja ára einstæð móðir, tekjulaus og ekki búin með stúdentinn. Ég er að vinna í stúdentinum en hann er endalaust langur, það er engin afsökun, ég á að vera löngu búin með hann en af einhverjum ástæðum er ég bara ekki búin með hann og ég hef minnstar áhyggjur af honum! Hann kemur þegar hann kemur og ekkert meira með það!

Listamaður, gæti ég orðið listamaður? Hvað er að vera listamaður? Hvernig fær maður tekjur til að lifa af þegar maður er listamaður? Eru til "öryggis"bætur fyrir þá sem kjósa að starfa í listamannabransanum sem er talinn óöruggur bransi, engin mánaðalaun eða tímakaup heldur færðu borgað eftir smekk almennings og athafnasemi. En ef þú verður veik/ur, hvað geriru þá sem listamaður?

Það er sköpunarkraftur inní mér sem hefur verið að gerjast í þó nokkur ár, ég finn það vel að hann er á barmi sprengingar! Endalausar hugmyndir, endalaus orka og endalaus hvatning frá umhverfinu sem gefur mér hugmyndir og orku en á móti kemur tímaleysið, tekjuleysið, stúdentsleysið og samfélagsformpressan sem er ekki til í minni stærð!

Rithöfundur; hvað þarf ég til að verða rithöfundur? Ég tel mig vera komna yfir þann hugsunarhátt að ég þurfi bara að kunna að skrifa orð. Það hlýtur að vera svo miklu meira á bak við þetta. Ritlist, tími og skipulag til að missa ekki niður söguþráðinn, sérstakur vinnutími. Er nokkuð hægt að vera 23ja ára óstúdent einstæð móðir sem ætlar að setjast niður til að skrifa fyrstu bókina sína til að gefa út til að afla tekna til að geta boðið litla barninu sínu það sem það þarf og kannski aðeins meira? Nei, örugglega ekki en af hverju ekki? Hvað þarf ég meira að vita, hvað þarf ég að læra og hvar læri ég það? Við hvern á ég að tala? Vil ég vera rithöfundur? Í hverju felst það í raun og veru að vera rithöfundur? Hvers konar lífi lifa rithöfundar?

Hverju þarf ég að passa mig á? HverjUM þarf ég að passa mig á? Ég bý enn í foreldrahúsum sökum fjárskorts og tel mig ekki vera hæf til að "sjá um mig sjálf" í heimi lista- og bókmenntastarfsheiminum.

Hvað á ég að gera? Af hverju er ég svona tvístígandi á því hvort ég eigi að fara í háskólann í haust? Hvað annað er ég að pæla í að gera? Eitthvað verð ég að gera ekki satt, eða hvað? Af hverju má ég ekki bara gera ekki neitt? Æj, ég veit, ég veit, það er kjánaleg spurning, ég get hvort eð er ekki gert ekki neitt, það er mér alveg ómögulegt, sem er fínt því mér leiðist aldrei...


Druslugöngumálið

Eins og staðan á mér er í dag, í hausnum á mér er ég hvorki fylgjandi nauðgunum né druslugöngunni. Ég hef á tilfinningunni að druslugangan sé ekki rétt aðferð við að vekja athygli á réttlæti á þessu sviði.

Ef alkahólisti kemur fyrir tilviljun að tvem bjórflöskum á borði einhversstaðar og önnur flaskan er opin. Hvora flöskuna tekur hann?

Ef barn sem vaknar á undan foreldri sínu og fer inní stofuna til að horfa á barnaefnið, sér nammi á stofuborðinu. Það er nammi í skál og svo nammi í lokuðu boxi. Hvort er barnið líklegra til að velja?

Ef nauðgari liggur í laumi einhversstaðar niðrí bæ eða einhvers staðar og bíður eftir fórnarlambi hvort er líklegra að hann velji sér fáklætt fórnarlamb eða það sem er í meiri fötum?

Þetta var kannski frekar súrt dæmi, ég veit ekki hvort nauðgarar liggi í laumi í þeim tilgangi að klófesta fórnarlamb einhversstaðar.

Betra dæmi væri um nauðgara sem færi niðrí bæ, á einhvern skemmtistað til að "velja" sér fórnarlamb. Hvort sem hann gerir það meðvitað eða ómeðvitað út frá einhverjum óútskýranlegum og óafsakanlegum og óásættanlegum hvötum. Hvað ræður því hvaða fórnarlamb hann velur? Það sem er mest drukkið? Það sem er auðvelt? Það sem er rosalega erfitt og massamikið?

Getur verið að druslugangan sé að koma vitlausum skilaboðum á framfæri um að það sé í lagi að klæðast hverju sem er eða sama sem hverju sem er?
Gildir máltækið "hver er sinnar gæfu smiður" ekki hér?
Ef ÞÉR verður nauðgað þá þarft ÞÚ að taka á því með ÞÍNUM heila og ÞINNI samvisku og ÞÍNUM aðstandendum. Það er algerlega undir ÞÉR komið hvernig þú vilt koma út úr þessu. Ég vil ekki gera lítið úr þolendum, ég hef ekki lent í því sjálf að verða misnotuð á neinn hátt og er mjög þakklát fyrir það, ég get ekki ímyndað mér hvernig það er eða hvernig það hefur áhryf og ég trúi því að það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar, alveg mjög mjög mjög!

En í sannleika sagt þá ber þolandinn mesta ábyrgð á því hvernig hann tekst á við afleiðingar árásarinnar, er það ekki? Oft er sagt að ekki sé hægt að hjálpa þeim sem vill ekki hjálpa sér sjálfur. Þolandinn þarf nefninlega að gera alveg heilan helling sjálfur til að ná sem bestum bata, það er allavega það sem ég held. Með fullri virðingu fyrir þolendum, og ég þekki þó nokkra sjálf. Þolendurnir eiga það auðvitað ekki skilið að bataábyrgðin sé á þeim, hún "ætti" eflaust að vera á gerendunum en það er bara ekki þannig, eins leiðinlegt og það er.

Þú berð ábyrgð á sjálfum þér. Ef einhver gerir þér eitthvað þá ert það þú sem þarft að sækja hjálpina, þú þarft að rifja atriðið upp, þú þarft að vinna mikið í sjálfum þér. Þú þarft að gera svo mikið og ég er viss um að þú getir það!

Hugsunin á bak við druslugönguna er falleg, mjög falleg og mjög rétt en er hún að koma þessum hugsunum og skilaboðum rétt frá sér með þessarri göngu eða er ég bara að horfa á málið með afturendanum?


Já fínt

Vildi bara láta vita að það gengur allt vel hérna megin við skjáinn. Margar pælingar í gangi eins og ávalt en mér líður vel og Kormákur segist hafa það fínt :)

Óvenjulegt stress

Já, það má segja að ég sé að upplifa alveg óvenjulega undarlegt stress, ég sef ekki. Ég vaknaði kl 15 á þriðjudaginn var og ekki söguna meir! Nei, ég sofna ekki! Mun sennilega gera það á endanum. Margt og mikið sem hægt er að gera á öllum þessum tíma en skapið verður svolítið brothætt og sjálfsmyndin sömuleiðis. Kannski er þetta ekki stress, kannski er þetta kvíði eða öllu heldur valkvíði um "hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór"! Það er svo margt sem mig langar að læra og það versta er að ég er með allt aðrar og þá meina ég ALLT AÐRAR hugmyndir en ég hafði bara fyrir örfáum vikum, hvernig veit ég að ég skipti ekki algerlega um skoðun eftir aðrar örfáar vikur? Og hvað þá? Á ég þá bara að dúsa í því námi eða á ég að skipta? Og hvað ef ég fæ algjört ógeð á því? Nú er ég komin með barn uppá arminn og þá er ekki svo sjálfsagt að dingla sér svona í náminu. Hvað er til ráða? Hvað á ég að gera? Á ég að fara auðveldu leiðina, fara í heimspeki, ég er nokkuð viss um að ég fái seint leið á því fagi svo það eru mestar líkur á því að ég klári það nám frekar en nokkuð annað.

Ég sit útí garði með tölvuna og er að reyna að tala mig til þess að fara að læra en það gengur illa, ég er svo þreytt en nú þýðir það ekkert, ég verð að skila ritgerð og heimadæmi helst núna og svo kemur vinkona mín í neglur milli 10 og 11. Á svona stundu langar mig helst til ömmu og afa, að fá afasamloku. Ætli þau séu vöknuð?


Ljóð

Hér koma smá óformleg ljóð sem ég samdi um daginn þegar ég sat úti og las heimspeki... ef þú veist ekki hvað HÓL er þá bara veistu það ekki en ef þú veist það þá bara veistu það.

 

 

Sad-life-quotes-4

HÓL hefur gefið mér svo mikið og grunsemd mín

um að hún viti ekki 

einu sinni af helminginum af því gefur

mér

og eigingirni minni

og einskærri sjálfselsku minni góða

tryggingu um einlægni og sannleiksgildi þess alls.

HÓLIN mín er alls virði...

.... 

 

 

 

Annað ljóð sem er tileinkað öllum sem mér þykir vænt um og öllum öðrum:

Eigingirni mín

felst í því að 

 þér líði vel

Af eigingirni minni

elska ég þig

Eigingirni mín

er jákvætt hugtak

og uppspretta 

margra gjörða minna

Eigingirni mín leifir

mér að binda þig

við mig

tilfinningaböndum

sem ÉG stjórna 

Eigingirni ÞÍN

setur mig í hlutverk sem

ég hef enga stjórn á 

eigingirni mín 

nærist á því af 

losta og

dýrslegum unaði sem ég

hef ekki stjórn á og ekki

þú heldur 

elsku...... 


Ljóð

Ég var að grammsa í símanum mínum og þar fann ég ljóð sem ég hafði gert fyrr á þessu ári og satt að segja þá man ég ekki alveg hver innblásturinn var eða hvern ég er nákvæmlega að tala um, svona eftirá þegar ég sjálf veit ekki einu sinni hvern ég er að tala um þá sé ég að það gæti átt við ýmsa og ég er mjög sátt við það.

Ég ákvað að hafa það á hægri hliðinni til að láta það líta listrænt út, hvort sem það hefði litið listrænt út á vinstri hliðinni eða ekki, það skiptir ekki máli. Mig langaði bara að hafa það á hægri hliðinni. Ég ákvað líka að skella einni mynd með sem ég tók með símanum mínum útí garði. Ég er mjög ánægð með símann minn.

 22062011779

Þú ert eins og blóm í mínum augum.

Ég spyr þig hvort þú elskir mig og áður en ég fæ svar spyr ég þig hvort þú elskir mig ekki.

Svo spyr ég þig hvort þú elskir mig og svo spyr ég þig hvort þú elskir mig ekki og hvort þú elskir mig og hvort þú elskir mig ekki.

Hvort þú elskir mig eða ekki.

Elskaru mig?

Elskaru mig ekki?

Hvort geriru?

Svaraðu!

Núna!

Ég er að verða búin með þig, þú verður að svara núna svo ég fái allavega smá... gerðu það!?

Fyrir mig...

Plís. 

 


Ólivía og Óliver

Í morgun fórum við Kormákur í dýrabúð með það í huga að stytta okkur stundir, gera eitthvað skemmtilegt og skoða en komum heim með tvo litla sæta gullfiska sem við nefndum Ólivía geðlæknir og  Óliver taugasálfræðingur.

08062011731

Ég átti glerkúlu sem ég hafði notað undir aðra fiska í gamla daga, ég setti hana í uppþvottavélina til að skola hana vel en hún sprakk svo ég rændi blómavasanum hennar mömmu sem var nýkominn úr uppþvottavélinni og það kemur bara mjög vel út. Kormákur reyndi að gefa þeim ost áðan en þeir voru ekkert spenntir fyrir honum. 

Það sem er helst í gangi hjá mér er óvissa og endalausar pælingar um framtíðina. Mér finnst framtíðin vera svo langt í burtu og mér finnst svo margt eftir sem ég á eftir eða vil eða þarf að gera. Ég veit ekki einu sinni hvað ég þarf, vil eða á eftir að gera... Sem gefur framtíðinni óljósa mynd sem hefur engin mörk.  Sumarskólinn er ekki að ganga vel en hann mjakast, þegar Kormákur fer í sumarfrí til pabba síns ætla ég að spíta vel í lófana og ljúka þessu með stæl. Ekkert of mikið vonleysi þar, hef náð að skila öllum verkefnum, lægsta einkunn sem ég hef fengið er 6 og hæsta er 10. 

Varðandi  japönskuna í HÍ næsta haust, ég veit ekki hvort ég fari í hana eða hvort ég breyti, báðir möguleikarnir eru vipað líklegir. Jafnvel möguleikinn að fara ekki í háskóla ef ég næ ekki að ákveða mig er líklegur miðað við ástandið eins og það er núna. En ég veit ekki hvað ég mundi þá gera, ef ég færi ekki í háskóla.......................................... úff


Sjónvarpskaka

Í dag bökuðum við Kormákur mjög vel heppnaða sjónvarpsköku, Kormákur var orðinn svolítið pirraður alveg í lokin því ég þurfti að hlaupa útí búð að kaupa púðursykur og svo var kremið svo lítið sem átti að fara ofaná kökuna að ég gerði annan skammt, ég sé...

Óviss og óvissari

Ég er mjög svo óviss með framtíðina mína, hvað ég vil gera og hvað ég ætti að gera. Fólk fær vægt sjokk þegar það heyrir að ég hafi skráð mig í japönsku í háskólanum, jafnvel besta vinkona mín var í dágóðan tíma að átta sig á því að ég væri ekki að gera...

Best

(Margmiðlunarefni)

...

(Margmiðlunarefni)

Umsókn í HÍ

Í gær sendi ég inn ummsókn í Háskóla Íslands. Ég valdi námsbraut sem heitir 'Japanskt mál og menning'. Hér er vefurinn fyrir japönsku í HÍ http://japanska.hi.is/ . Ætlunin var alltaf að fara í sálfræði en undanfarna daga hef ég litið nýjum augum á sjálfa...

Erfið völ

Er hægt að segja það? Er til fleirtalan af "erfitt val"? Í næsta mánuði klára ég þessar litlu ljótu 15 einingar sem ég á eftir af langþráða og óaðlaðandi stúdentinum en þá fæ ég bráðabyrgða plagg um að ég sé búin með stúdentinn. Það plagg sendi ég...

Einkunnir

Ísl 303: 7 Ísl 403: 3 Ísl 503: 8 Ens 503: 8 Spæ 203: hef ekki fengið einkunn en ég geri ráð fyrir falli. Spæ 303: x Spæ 403: 2 Lan 103: 9 Nát 133: 3 Stæ 122: 8 Stæ 202: 4 (ég þarf samt ekki að taka þennan afanga aftur úf af einhverjum ástæðum) Sag 103: 7...

Við Kormákur

Prófin gengu ekki vel og ég skammast mín mjög mikið fyrir það. Ég set inn niðurstöður þegar ég fæ þær. Ég er byruð að læra fyrir sumarönnina af því að ég get það. Ég á erfitt með að sitja kjurr fyrir framan sjónvarpið að horfa á mynd, það er svo margt...

Á morgun

Á morgun eru seinustu prófin af 12. Ég er fallin í stæ 202 og spæ 403. Ég hef náð sag 103, ísl 303 og stæ 122. Fleiri einkunnir hef ég ekki fengið. Það er alveg ljóst að útskrftin muni frestast en það er líka alveg ljóst að hún verður á þessu ári. Verra...

Elskulega íslenskan

Mikið gaman, mikið fjör. Ég var í tvem íslenskuprófum í kvöld; ísl 303 sem er um fornbókmenntir, hetjukvæði, eddukvæði, hávamál, völuspá, þrymiskviðu, íslendingabók, konungabók og njálu og fleira. Í því prófi gekk mér ágætlega. Ég hef ekki miklar...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband