Við Kormákur

Prófin gengu ekki vel og ég skammast mín mjög mikið fyrir það. Ég set inn niðurstöður þegar ég fæ þær. Ég er byruð að læra fyrir sumarönnina af því að ég get það. Ég á erfitt með að sitja kjurr fyrir framan sjónvarpið að horfa á mynd, það er svo margt annað sem ég get gert. Ég finn ekki fyrir miklum létti að vera búin með prófin því mér finnst ég ekki vera búin með þau, þau frestuðust bara. 

Við Kormákum erum að hafa það fínt, leikum okkur og breytum til í íbúðinni og á sunnudaginn fórum við á bókasafnið á krakkahæðina og hittum nýja krakka sem voru mjög skemmtilegir. Við tókum nokkrar bækur í útlán og svo fórum við að skoða Hörpuna. Við vorum sennilega jafnhrifin af henni. Kormákur hafði alla þolinmæði til að vera þarna mun lengur en ég. Það var svo mikið troðið af fólki að það var erfitt að vera þarna með kerruna.

Núna er hann með smá hita en hann er frekar slappur og lítill í sér. Við ætluðum að fara í klippingu í dag og að skoða nýja leikskólann hans og gamla leikskólann minn. Hann byrjar á Drafnarborg í ágúst. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband