Erfið völ

Er hægt að segja það? Er til fleirtalan af "erfitt val"? 

Í næsta mánuði klára ég þessar litlu ljótu 15 einingar sem ég á eftir af langþráða og óaðlaðandi stúdentinum en þá fæ ég bráðabyrgða plagg um að ég sé búin með stúdentinn. Það plagg sendi ég beinustu leið í Háskóla Íslands til að tryggja sem fyrst langþráða og lygilega aðlaðandi inngöngu mína þar. 

images (33)

Völin og kvölin sem þeim fylgja eru að flækjast fyrir mér þessa dagana. Nú er ég búin að missa öll tök á því hvaða langanir hjá mér eru raunverulegar og hverjar eru óraunverulegar. Ætti ég að fara í það sem MIG langar persónulega mest af öllu að fara í? Ætti ég að fara í það sem er skynsamlegt að fara í hvað varðar atvinnumöguleika og svo framvegis? Ætti ég að fara í það sem ég tel að geti nýst "heiminum" best? Og hvað þýðir seinasta spurningin mín? Hvað er ég nákvæmlega að meina? Ég er ekki að fara að bjarga heiminum og hvað kemur það heiminum við hvað ég fer í? OG hvernig veit ég hvað hentar heiminum best? Hvað er ég að hugsa? Hvar er ég? Hvaðan kom þessi áhugi á stærðfræði? 

Er til sjúkdómur sem heitir ruglan?

Er til lækning við þeim ruglunni?

Ég veit bara hvað ég vil en ég veit ekki hvaða leið ég á að fara til að komast þangað...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband