Föstudagur, 7. mars 2008
Ekki vissi ég...
að það væri svona skemmtilegt að eiga fiska. Við fengum okkur annan Grím og hann er mun skemmtilegri, syndir meira og er ekki bara undir sama steininum. Í gær tók hann æðiskast. Það var orðið dimmt úti og allt slökkt hérna inni og svo ákváðum við Jón Anton að kíkja á fiskana og kveiktum ljósið. Það fór svona rosalega illa í Grím að hann synti fram og til baka á glerið í búrinu, klessti á hægri vinstri. Nú er hann sofandi og hangir á munninum eins og hann sé sogtappi. Jacob er búin að vera á iði síðan hann kom til okkar. Hann var það líka í búrinu í dýrabúðinni. Okkur langar í einn skalla og eina riksugu en það verður að bíða til næsta mánamóta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.