Mánudagur, 30. júní 2008
Bölvuð veikindi...
Eyrnabólga byrjaði að gera vart við sig á þriðjudaginn ef ég á að vera nákvæm, annars fann ég mest fyrir henni á miðvikudaginn. Þá jókst hún og fór niður í háls, ég varð hás og missti á endanum röddina. Slappleikinn jókst líka alveg frá og með þriðjudeginum en ég reyni samt að fara í korters labbitúr (ef það nær þá korteri) í úlpu og hlýjum fötum, bæði til að fá aðeins ferkskara loft en er heima hjá mér og til að fá smá hreyfingu en ég verð við það dauðþreytt og svitna ofboðslega mikið. Það versta er að hringja sig inn veika. Sem betur fer hef ég enþá hása rödd sem gerir þetta trúverðugara því það er EKKERT verra en að vera veikur og að vinnuveitandinn trúi þér ekki!!
Ég fer samt til læknis á morgun því mér er sagt að þetta geti verið annað hvort streptakokkar eða lungnabólga! Ég vona að hvorugt sé!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.