Miðvikudagur, 10. október 2007
Íbúð
Mín er að leita sér að íbúð. Slotl út af eyrum að vera byrjuð að leita og skoða. Ég fór í gær í litla fallega íbúð sem er í bakhúsi við Óðinsgötu með brósa til að skoða, auðvitað. Mikið óskaplega féll ég fyrir íbúðinni. Reyndar 52fm2 á 18 millur. SOLDIÐ mikið. EN keep on lúúkking. Það kemur til greina að ég legi út til að safna pening eða að ég búi sjálf and become a sjálfstæð woman who lives HER OWN life.
Kostir við að búa einn (ekki í foreldrahúsum):
- þarf ekki að passa brak í hurðum og gólfum og öllu þegar maður kemur seint heim.
- Get boðið hverjum sem er að gista án þess að foreldrar fari að hafa áhyggjur að viðkomandi steli frá þeim eða finni fyrir öðrum óþægindum.
- Get algerlega eignað mér matinn sem er í ísskápnum
- ÉG ræð hvað ég horfi á í sjónvarpinu (þó ég muni ekki hafa efni á öðru en stöð 1)
- Fæ ekki áminningu fyrir að setja ekki allt í vélina.
- Verð hugsanlega sjálfstæðari, mín íbúð, mitt líf, mín ábyrgð, minn matur, finn sennilega meira fyrir því en ég geri (ekki) núna.
- ENGINN mun skammast út í hundinn minn fallega þó hann kúki á gólfið mitt!!!
Gallar við að búa einn (án foreldra):
- Dýrara.
- Engin mamma sem hefur verið hjá mér síðustu 16-19 árin.
- Enginn pabbilabbi (þó við séum ekki bestu vinir í augnablikinu þá ER hann besti vinur minn).
- Meiri ábyrgð, sem ég geri mér kannski alveg grein fyrir núna, sem ég ræð kannski ekki alveg við fyrst um sinn.
- Örugglega bara önnur vandamál sem ég sé ekki, því ég bý ekki ein.
- Fitna kannski og verð óhollari (þó ég hafi áhuga á hollustu) því það er ekkert foreldri sem eldar og svo nenni ég kannski ekki að elda alltaf fyrir mig eina og of dýrt að vera ALLTAF að bjóða einhverjum í mat, og ég fer kannski út í pítsur eða frosinn óþverra sem tekur 2 mín. *hugsanlegt*
- óöryggi - litla stelpan ein í húsi niðrí bæ.
OG ég veit ekki meira, ekki í bili. En ég veit þó að ég fékk bílinn hans afa Einars heitins. Dodge Ariet held ég að hann heiti, 88 árgerð og eyðir miklu. Mjög gott fyrir manneskju sem á ekki alltaf pening. En jæja, ef manni er gefinn bíll þá skoðar maður möguleikana á honum. Já takk!
Ekki meira í bili held ég... annars blogga ég bara aftur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.