Þriðjudagur, 31. maí 2011
Sjónvarpskaka
Í dag bökuðum við Kormákur mjög vel heppnaða sjónvarpsköku, Kormákur var orðinn svolítið pirraður alveg í lokin því ég þurfti að hlaupa útí búð að kaupa púðursykur og svo var kremið svo lítið sem átti að fara ofaná kökuna að ég gerði annan skammt, ég sé ekki eftir því.
Nú á meðan Kormákur sefur er ég að rembast við að læra spænskuna, það þarf mikla þolinmæði í hana og mikinn tíma. Á miðvikudaginn á ég að skila fyrsta skilaverkefninu en þar á ég að tala um sumarfríið mitt seinasta sumar. Ég er næstum búin með það enda var seinasta sumar hreinasta gersemi þegar við Kormákur kíktum til Noregs.
Í lok júní koma þau svo til Íslands, fyrst stelpurnar og einn/eini tengdasonurinn, þ.e kærasti Maríu. Nokkrum dögum seinna koma Ævar og Rúna en þá fer María og Thomas heim og Freyja verður áfram. Hún ætlar að fá að gista hjá okkur Kormáki einhverja nótt. Það verður sko gaman því seinasta sumar náðum við mjög vel saman og erum orðnar mjög góðar vinkonur núna.
30. júní fæ ég einkunnir og þá skiptir miklu máli að hætta að blogga og halda áfram að læra svo þessar einkunnir verði sómasamlegar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.