Ný markmið

Segjum að ég ætli að taka þátt í einhverju maraþoni og mig langar til að heita á gott málefni, hvort er betra að safna fyrir góðgerðafyrirtæki eða persónu sem maður þekkir sem maður heldur að þurfi á fjárhagsaðstoð að halda. Segjum að þessi manneskja hafi verið að hjóla og hafi gleymt í fyrsta sinn að nota hjálm.
Manneskjan dettur af hjólinu og er núna ósjálfbjarga í hjólastól. Segjum að þessi manneskja sé einhver sem ég kannski þekki og þyki vænt um, mjög vænt um.

Ég veit að þessi manneskja er góð og yndisleg og á skilið alla þá fjárhagsaðstoð sem hún getur fengið en 'Jón Jónsson' veit það ekki svo hann mundi kannski frekar heita á mig ef ég mundi hlaupa fyrir eitthvað góðgerðarfyrirtæki sem hann kannaðist við en einhverna manneskju sem hann þekkir ekki. Hvernig veit hann að þessi manneskja er raunverulega slösuð? Hversu mikið má maður segja um manneskjuna sem maður er að safna fyrir? Hversu mikið af upplýsingum um manneskjuna er almenningi boðlegt? Ég veit að fólk hefur lúmskt gaman af krassandi sögum og vill heyra 'of' mörg smáatriði en ég mundi ekki vilja taka þátt í því, mitt markmið væri að hjálpa manneskju sem ég þekki (ef ég þekki einhverja manneskju sem ég vil hlaupa fyrir og ef ég vil hlaupa yfir höfuð).

Spurningin er: hvort væri ég að gera stærri hlut ef ég safnaði fyrir góðgerðarfyrirtæki eða persónulegan kunningja? Hlutfallslega? Áttaru þig á þessum líkindum sem ég er að reyna að tala um?

Bæði er auðvitað betra en ég er að velta fyrir mér hlutfalls-líkindum, hvort mundi gera meira? Fyrir fleiri?? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta eins og ég er að hugsa um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að flestir sem ætla að styrkja einhvern vilji vita um hvað málið snýst. Kannski finnst sumum nóg að einhver sem þeir treysta mæli með málstaðnum, en almennt lætur fólk ekki pening út í bláinn.

Berglind Steinsdóttir, 7.3.2011 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband