Færsluflokkur: Menning og listir
Laugardagur, 16. júní 2007
Annarra manna bloggfærslan mín!
Jæja, hér sit ég í makindum mínum að gera ekkert. Jú í raun er ég að horfa á everybody love's raymond, VERA í lopapeysu, tala við bestustu bestu vinkonu mína sem er í BELGÍU!!! og bloggkommenta á bloggið hennar hér er slóðin... því ég ætla mér ekki að skrifa mikið hér:
Það sem mig langar núna en fæ ekki:
Fara á bíladaga
Fara á laugarvatn
Fara til Atla (hitta fólkið)
SOFNA!!!
Hringja í ákveðna manneskju (er ekki í ástandi til að tala í síma, of mikill tölvunörd.... NOT!!!)
Bjarga heiminum.
Gefa pening (nenni ekki að ná í auðkennislykilinn núna)
Hvað er málið. Mér leiðst ekkert. Í raun og veru er ég bara ein (með Braska) og mér leiðist ekki, mér líður ekki illa nema ég sé komin með pollyönnu syndromið aftur...
Já, ég mæli með Sick Animation teiknimyndirnar!
Þegar manneskja hangir með fólki sem er ca. 10 árum eldri en hún, er það skrítið að þessi manneskja hafi smá minnimáttarkennd? ha? ha? ha?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Dalton í Úthlíð í Biskupstungu 16. júní, og allir að mæta húllumhæ!
Hver fer á bíladaga þegar Dalton er að spila í Biskupstungu? í alvöru talað, kommon!
hér er kort af staðsetningunni
og hér er plagatið og upplýsingarnar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Kynlíf án fullnægingar!
Sko, af eigin raun er kynlíf meira og betra en bara fullnæging. Jújú, fullænging er fín en tilfinningin að vera með manneskju, af holdi og blóði sem elskar þig tilfinningalega og jú líkamlega líka er óyfirstíganleg. Hvernig á ég að orða þetta? "óyfirstíganleg" er kannski ekki rétta orðið. Það er vætnanlega ekki hægt að orða þetta neitt betur eða verr ein eitthvað annað, eða einhvernvegin öðruvísi. Mér finnst persónulega tilfinningin ást miklu betri en tilfinningin fullnæging.
Ég hef mikinn áhuga á samskiptum, tilfinningum og líffræðilegum örsökum (bleh, veit ekki hvernig ég get orðað þetta) og ég rakst á þessa "grein". Grein, ekki grein. Hvað sem þetta er þá er ég sammála þessu. Ég hef allt of oft einbeitt mér að því að fá fullnægingu, eins og það sé markmiðið. Ég gleymdi því að....., sko ókei, kannski ferlega opinskátt að tala um svona á blogginu en ég meina, ég veit ég er ekki ein um þetta og ég skammast mín ekkert. Þegar manneskja er að hömpast á hverri annarri, þá helf ég að markmiðið sé ekki að hamast og hamast og svitna og púla og gera erfitt fyrir með því að skipta um stellingar því það er sagt að fjölbreytileiki sé góður en aldrei fær konan fullnægingu. Hvað er að? Konur eiga erfiðara með að fá fullnægingu. Ósangjarnt? Já, kannski að vissu leiti en svona er þetta og það sem ég gerði og finnst vera snilldar ráð, það er að njóta þess bara að vera með manneskjunni. Njóta augnabliksins. Það endist lengur. Strákurinn reynir að hægja á sér og gera allt til að hann fái það ekki strax svo ég geti fengið það en mér er sama. Bara það að vera með manneskjunni, hvort sem það er í einhverjum "leik" eða bara kúr. Ástin er mögnuð. Eða vináttan ef tilfellið er svo.
hér er greinin :
"Erfitt að fá fullnægingu? |
Spurning: Hæ hæ... Ég veit að þið eruð búin að fá ábyggilega margar spurningar um þetta vandarmál. Það er nefninlega þetta skemmtilega fullnægingarvandamál! Við kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkra mánuði og ég hef alltaf verið svo LENGI að fá það og stundum bara kemur það ekki. Vandarmálið er ekki löngunin í kynlíf eða ég á ekki erfitt með að blotna og hann gefur sér góðan tíma í mig og oft er það alveg að koma en svo er bara eins og það slokknar á því. Mér líður mjög ílla yfir þessu því ég vill ekki vera svona lengi og hann er líka leiður yfir því og finnst jafnvel eins og það sé honum að kenna, sem er ekki því að ég gleymist sko ekki. Hvað er hægt að gera svo að maður passi saman í kynlífinu og að þetta geti hætt að vera vandarmál? Með von um svar:) Svar: Blessuð og sæl. Ég held að þið séuð eitt af þeim pörum sem gætu orðið dugleg í að búa til áhyggjuefni. Þú spyrð hvað sé hægt að gera svo þið ,,passið betur saman í kynlífinu" en mér heyrist að þið passið ekkert illa saman. Ykkur þykir greinilega vænt um hvort annað og viljið hvort öðru það besta. Það er gott veganesti fyrir samband. Vandinn, sýnist mér, liggur meira í ykkar þekkingu um eðli fullnæginga og viðhorfum til kynlífs en að fá uppskrift að pottþéttri ,,fullnægingartækni". Það er eðlilegt að fullnæging komi ekki í hvert sinn sem par elskast og því meiri áhyggjur sem maður hefur af því hvort fullnæging sé á leiðinni eða ekki, því erfiðara er fyrir konuna að njóta þess sem hún gerir og því síður kemst hún yfir svonefndan fullnægingarþröskuldinn. Þótt fullnæging sé ekki á dagskránni er vel hægt að njóta hvors annars svo báðum líði vel. Þetta viðhorf þurfið þið að æfa miklu, miklu betur. Ef þið gerið það, munuð þið komast að því einn góðan veðurdaginn að fullnæging er ekki mál málanna þótt hún sé auðvitað góð og eftirsóknarverð tilfinning. Ég get líka orðað þetta á annan veg: ef þið eruð stöðugt að velta ykkur upp úr því hvort fullnæging sé lengi á leiðinni eða komi alls ekki, verður æ erfiðara að njóta alls annars í kynlífi. Þá tekst ykkur hægt og rólega að drepa bæði niður kynlífsáhuga og fullnægingarnar, þegar þið viljið keppa að einni slíkri. Látið glanstímaritunum og súpersex bókunum eftir kröfurnar um fullnægingar í stríðum straumum og eftir pöntun- það versta sem þið gerið ykkur er að hlusta eftir svoleiðis óraunhæfum og óskynsamlegum kröfum. En svona almennt séð, er oft betra að kona sjái sjálf um þá örvun sem hún þarf eða hentar henni, til að fullnæging verði þegar hún stundar ástarleiki með öðrum en sjálfum sér. Hún finnur lang best hvers konar örvun líkaminn vill þá og þá stundina. Sama hversu góður gæi rekkjunauturinn er, hann les ekki hugsanir og getur ekki vitað hvaða snerting er rétt eða best, það og það augnablikið. Svo ef þú átt auðveldara með að sjá sjálf um fullnægingarörvunina í ykkar ástarleik þá áttu hiklaust að gera það frekar en að vonast að hann "hitti nú á rétta blettinn". Kveðja, Jóna Ingibjörg"
Tantra kynlíf fyrir áhugasama, mjög heillandi, nú langar mig til austurlanda að læra á heimspekilegu kynorku mína sem ég get notað til andlegs þroska. Djö* hljómar þetta vel. tekið af Doktor.is
|
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Eminem teikning
Þar sem ég er örlítið lost þessa dagana þá reyni ég að gera eitthvað sem heldur mér gangandi í stað þess að gera bókstaflega ekkert. Það sem heldur mér gangandi er að lesa ekki of erfiðar fræðslu- heimspeki- og/eða sálfræðibækur/rit, teikna, prjóna og horfa á skemmtilegar myndir sem ég get helst lært af.
Í dag ætlaði ég í jóga en hurðin var bara lokuð svo ég ætla að reyna aftur á morgun og fara fyrr að sofa í kvöld. Við pápi fórum til ömmu og afa, fengum skammtað gallon af brauði og kotasælu og grænmeti á diskana, kíví sem var gjróthart og súrt og djús, eftir það skutlaði pabbi okkur Braska heim og ég teiknaði góðkunningja minn;
EMlN3M
Teikningin mín er örlítið breiðari. Nefið á teikningunni er lengra. Augun á myndinni eru stærri eða opnari og það er of langt á milli augnanna. Hettan er náttúrulega alveg út í buskann, nennti nú ekkert að eyða tíma í hettuna enda einhverjir kassar og læti á frummyndinni sem trufluðu mig smá. Munnurinn á myndinni er vanskapaðri hægra megin og pínulítið stærri á teikningunni...
...svo já, ég var EKKERT að vanda mig, þetta er einungis heppni, jú auðvitað hef ég hæfileika en ég kann EKKERT að nota þá. Það er bara heppni hvernig mér tekst alltaf að krassa á blöð. Eintóm heppni!
Mánudagur, 4. júní 2007
þokukennd símhringing...
Eldsnemma klukkan 11 á föstudagsmorguninn seinasta var ég vakin upp af værum blundi af kollega mínum Bödda sem hljómaði eldhress og fantakátur. Hann sagði "bolirnir komu vel út, ertu til í að teikna aðra mynd fyrir okkur?" eða ég held að hann hafi sagt þetta svo ég svaraði "já auðvitað". "Kannski bara einhvern kúreka eða Dalton að taka önd í bakaríið" og ég svaraði "jájá" hálfsofandi og ég veit ekki hvort þetta samtal átti sér stað eða hvort mig hafi verið að dreyma það. Man allavega ekki eftir að hafa vaknað. Rámar rétt svo í það en af því að ég er stór aðdáandi þessarar mega svölu antikántríhljómsveit þá byrjaði ég að krota, ekki í svefni, heldur daginn eftir eða þar á eftir. Nei það var í gær! Allt í lagi með það, þetta var létt krotuð mynd og þar sem ég mér er illa við teikningar í augnablikinu, þ.e. teikningar sem ég er beðin um að gera. Svo ákvað ég að taka mynd af teikningu minni með netmyndavélinni í tölvunni, þar á eftir setti ég hana í paint, þar sem ég er tæknilega vanþroskaður tölvunörd "nube" þá kann ég ekki á neitt annað en paint... og kann þá varla á það en maður er alltaf að læra.... svona er svo útkoman, enn sem komið er; kannsi breyti ég henni eða laga.... :
Sunnudagur, 3. júní 2007
Myndlistaskóli Reykjavíkur ekki fyrir þá heppnu.
HELD EKKI !!!Allt í lagi, ég lét plata mig til að fara í inntökuprófið í Myndlistaskóla Reykjavíkur en ég lét ekki plata mig alla leið. Nei, heldur betur ekki. Fyrst var módelteikning, jájá, módelið var fallegt og allt í góðu, ekkert mál. En 20 MÍN!!!... það hentar kannsi sumum en ekki mér, ekki að ég kunni ekki að teikna, ég er bara lengi að byrja. Svona sirka 20 mín. Já, það sýndi það allavega á teikningum mínum. Ég var rétt komin með svona allt í lagi útlínur þegar... bíb..bíb..bíb..bíb.... tíminn búinn! Ég leit á aðrar teikningar! VÁ!!! fólk var byrjað að teikna andlit og skugga og línur og hvaðeina. Kannki bara er ég ekki nógu góður listamaður! HA?!?! sagði ég ekki, þetta er bara heppni þegar mér tekst að krassa eitthvað meistaraverk, ef ég má taka svo sterkt til orða. Þessi partur prófs sýndi sem sagt EKKERT af því sem í mér bjó! EKKERT! Jæja allt í lagi, þarna var ég búin að svitna og púla við að flýta mér. Ég var farin að titra, sem þýðir að ég var virkilega að reyna mitt besta. Jæja, ekki þessa neikvæðni, ég hélt áfram, kannski ég geti sýnt betur hvað í mér býr í næsta parti. Málun! YESS! Eitthvað sem ég kann... ah darn, ég er með VATNSLITI!!!! Ég kann ekkert á vatnsliti. Ég hef reynt að dunda mér eitthvað við þá en nei, ég kann ekkert á þá! Þeir renna bara saman og ekkert gaman! Jæja, ég ákvað þegar ég var búin að sjá fram á það að myndin sem ég átti að teikna var alls ekki á miðju blaðinu. Ég mæli og strikaði og reyknaði út en allt kom fyrir ekki, myndin var eins langt og hún gat í hægra neðra horninu á blaðinu. Það hefði verið allt í lagi hefði ég verið að búa til diskamottur, en ég var í prófi og ÁTTI að hafa myndina á miðju blaðinu. Ég átti líka að mála hana í þeim litum sem uppstillingin væri í en nei nei, mér tókst skítsæmilega að blanda litina, en ég var svo óskaplega stressuð og tens eftir seinasta part að það þróaðist út í óþolinmæði! Hvað get ég sagt, ég er bara unglingur! Ég ER að mótast.... ég ræð ekki við allt og alla. Það kallast líka með öðrum orðum að bara vera að læra! Læra á lífið og sjálfan mig. Það gengur jú alveg ágætlega. En það sýndi sér ekki þarna. Jæja, hvað gerði ég? Ég gerði það sem ég geri best. Var öðruvísi. Mér fannst ég einganvegin eiga heima þarna. Mér fannt allt fólkið vera svo venjulegt! Ég var öðruvísi innanum hóp sem allir eru að tala um að sé MINN hópur. Jæja, nóg um mig, það er ekki eins og þetta snúist um mig eða það sem ég vil er það nokkuð, mamma?
Þessi vatnslitamynd var sennilega sú mynd sem verður eftirminnilegust í augum dómaranna. Hún var ekki eins og hún átti að vera. Allir hlutirnir virtust vera á flegi ferð. Kassarnir sem voru í raunveruleikanum hvítir voru á myndinni minni litríkir með skrauti og alles dúlleríi! Voða sætt. Flöturinn sem var undir uppstillingunni, einhver platti með blárri tusku yfir var á floti. Sem sagt, það var grænt og blátt vatn í kring. Það var ekki á uppstillingunni. Ég var einungis að leika mér. Ekki ætlaði ég að sýna þeim að ég kynni ekki að mála. Ég má það ekki. Eða hvað? Ég veit ekki!!! Ég veit EKKERT af hverju ég fór í þetta bansetta próf en ég sé ekki eftir því. Nú veit ég af hverju ég sótti ekki um þennan skóla. Jú ég sagðist ætla að sækja um, en það var fyrir mömmu, ég nennti ekki að vera í slæmu sambandi við hana. Það virðist allavega ekki hafa batnað neitt eftir þetta. Skítur skeður! Klukkan eitt var kaffihlé. Í klukkutíma. Ég labbaði út til að fá mér ferskt loft því ég var gersamlega að ærast þarna inni. Vatnslitir sýna akkúrat andstæðuna við það sem í mér býr. Ég kann að nota olíu og akrílliti. Nei, það var bannað. Mikið var gott að fá ferskt loft. Mér leið svo vel í þessu ferska lofti að ég ákvað bara að vera úti. Ég fór ekkert aftur inn. Var ekki að meika það, eins og maður segir á góðu tungumáli. Bleh,wotterver... eitthvað...
Eins og sést á mínum seinustu orðum hér að ofan, þá er ég voðalega uppstrekt núna. Ég var búin að hlakka svo til að komast til eyja. Í sveitasæluna. Sjá hvernig fallegu bolirnir mínir seldust. Hvíla mig, vera í burtu, ekki í útlöndum en samt ekki á íslandiíslandi. Vitimenn, bolirnir seldust EKKI. Blessuðu strákarnir gleymdu að selja þá! Hvað á það að þýða? Enginn skaði skeður, þeir seljast þá bara annars staðar. Hér eftir fylgi ég mínu instinkt. Eða eðlisávísun minni! Engin eftirsjá bara hér á ferð samt, ég kann ekki að sjá eftir hlutum, ég læri af þeim og þetta var heljarinnar lærdómur; mitt líf, mínar ákvarðanir, mín mistök (ef svo), mín velferð!!! Ég ákveð það sem Ég vil gera við Mitt líf!
Takk samt fyrir allt mamma, þú hefur gert allt of marga góða hluti til að geta gert endalausa góða hluti og ég veit þú vilt mér vel. Þó ég verði pirruð þá elska ég þig alltaf og ég ætla að láta sem þetta hafi ekki gerst og halda áfram með mitt líf takk. Koss og knús.
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Dalton bolir
Jæja, þá er mín búin að teikna mynd handa hljómsveitinni Dalton. Mergjuð hljómsveit hér á ferð. Alfer hreint óyfirstígandi. Gæsalagið alveg að gera allt vitlaust og plötutilboðin streyma inn í gallonatali. Nei, svo gott er það ekki enþá orðið en gæti orðið það! Og það VERÐUR!
Jæja, Dalton spilar nú í eyjum næstkomandi helgi og verða bolirnir seldir þar á fokdýru verði. Vinsamlegast skelltu þér til eyja þó þú þurfir að synda þangað. Það er möst að eiga svona bol. Jæja, ætlaði mér nú ekki að röfla, heldur sýna ykkur myndina. Tek það fram að hún er mjög fríhendis og fljótgerð. Samt sem áður yndæl!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Upplífgandi hringing frá Brussel
Vitimenn... og vitikonur.. og vitibörn og dýr og allir sem eru vinir í skóginum. Ég var í minni morgunmiglu að lurast við að éta morgunkorn, mitt eftirlæti, just right, þegar síminn hringir. Ég varð smá pirruð þar sem ég sat þarna í makindum mínum virkilega einbeitt á einungis á bragðgóða morgunkorn mitt, þar til ég tók eftir og sá að síminn lág beint fyrir neðan nefið á mér. YESS!!! ég þurfti ekki að "ná" í símann. Ég svaraði. Hlýrödduð kona bauð góðan dag, fannst mér hún frekar lengi og ég var við það að fara að segja, "nei, pabbi er í vinnunni" þegar hún nefndi nafnið mitt. Ég varð steinhissa en samleiðis ákaflega glöð að ég skuli hafa verið í huga einhvers sem lagði það á sig að hringja alla leið heim til mín. Það er nú ekki daglegt brauð en, eins og þið vitið núna, þá gerist það. Tihi.
Það sem þessi kona sagði við mig var mjög ánægjulegt. Fallegasta budda sem ég hafði á ævinni átt fannst í Brussel með kortunum mínum og öllu. Væntanlega ekki 100 evrunum mínum en það er sama. Svarti strákurinn í bláu og hvítu köflóttu stuttermaskirtunni og gallabuxunum hafði sennilega eitthvað betra við þennan aur að gera. En rosalega er ég nú þakklát fyrir það að veskið fannst. Það þekkja það eflaust óskemmtilega margir hversu óþæginlegt það er að vera rændur. Berskjaldaða tilfinningin fer alveg með mann. Þangað til maður nær sér á strik aftur!
Jæja, góða konan lætur föður bestu vinkonu minnar fá veskið sem vinnur þarna í einhverju ráðuneyti og svo þegar Heiðdís mín elskulega kemur heim í ágúst fæ ég fallega veskið mitt aftur. *broskall-út-að-eyrum*
Laugardagur, 19. maí 2007
Klakinn bráðnar
Jæja, komin á klakann og hann bráðnar. Uppköst, niðurgangur og hamagangur! Daginn sem ég kem heim eru margir veikir fyrir utan að það var júróvísjon-kostningakvöld og allir þar af leiðandi á djamminu.
Ég labbaði frá ömmu til mömmu með blöð fyrir skattaskírsluna, línuskautaði svo til baka, tók strætó uppí breiðholt, hitti vilta félaga minn, skipti um föt (svitnaði mikið frá ömmu til mömmu og frá mömmu til ömmu) loksins fékk ég mit til að hitt gamla vini en fór nánast samstudis aftur heim og horfði á dvd með góðum félaga mínum, sem btw, lofaði mér nuddi en "gleymdi" því víst þar til alveg 2 mín áður en hann þurfti að fara! jæja...
...ég minni hann á það seinna...
fyrir utan að við ætluðum líka í sund!
-Þú ert yndi-
Fimmtudagur, 10. maí 2007
4 söfn á einum degi... svo segja menn að ég geri ekkert!!!
Ég vaknaði klukkan um 7 og heyrði að Heiðdís væri að fara á fætur. Ég þóttist vera sofandi og ég veit ekki af hverju ég gerði það en allavega, þá ætlaði ég að lauma mér í sturtu þegar þau væru farin í skólann... en ég sofnaði. Vaknaði svo þegar móðir Heiðdísar var komin aftur og sagði "þú mátt fara að vakna væna mín" og ég vaknaði samstundis.
Ég fór sem sagt ekki í sturtu í dag. Við fórum með lestinni niðrá Merode, löbbuðum svo stutta stund þar til við komum að .... ákveðnum stað, sem ég man ekki hvað heitir. Á þessum stað var allavega stríðsmynjasafnið Royal Museum Of The Armed Forces And Of Military History. Það var rosalega flott. Fullt af sverðum og byssum, herklæðnaði frá mismunandi löndum og annað glingur og hljóðfæri. Beint á móti þessu safni var safn með gömlum bílum. Ég man ekki hvað safnið heitir en það er í sömu byggingu og stríðsmynjasafnið. Þetta er sem sagt ein stór bygging sem liggur í hálfhring og sameinast í þetta sem er á myndinni. Rosalega flott.
Klukkan var að verða 2 þegar við lögðum af stað í átt að The Comic Strip Museum Of Belgium. EN... við fórum fyrst á klósettið í utanríkisráðuneitinu í Brussel. Haha... það var skemmtileg heimsókn. Hvað um það, við héldum áfram að ganga um og finna teiknimyndasafnið en fórum fyrir tilviljun framhjá Instrument Museum Of The Royal Music Conservatory -hljóðfærasafninu. OG þangað langar mig að taka pabba!
Loksins komum við að teiknimyndasafninu eftir að hafa gengið óralengi og séð konungshöllina turna og útsýni.
Teiknimyndasafnið var ÆÐISLEGT, en ég mæli samt mest með hljóðfærasafninu. Sem var ENÞÁ æðislegra!!!
Mín keypti sér nokkra minjagripi sem fara nú reyndar í hendur annarra sem ég vona að fari vel með þá. Alltaf er mér sagt að ég eigi ekki að kaupa neinar gjafir. Ég hef enga hugmynd um hvað það þýðir!?! Að kaupa fyrir aðra.... tsss...! Þetta eru bara gjafir. Eitthvað sem ég rekst á og langar að gefa viðkomandi. Ég er ekkert að leita. Bara finn. Eins og sagt er "leitið og þér munuð finna".
Þegar við komum heim þurfi Heiðdís og foreldrar hennar að fara í frönskutíma svo ég skellti mér á netið til að skrá niður örfáa punkta hér á síðunni. Fyrir þá sem vilja.
Ávítasel...