Færsluflokkur: Menning og listir
Föstudagur, 7. september 2007
Buddah
Ég hef ekki fundið mig í kristinni trú, efast hreinlega um að ég sé kristinnar trúar og sé ég alveg gífurlega eftir því að hafa fermt mig þó svo að fermingin mín hafi verið einstök og sennilega eftirminnileg og fermingarveislan ekki síðri. Hvað um það, ég var ung og vitlaus, yngri og vitlausari, og ég vissi ekkert hvað ég var að gera, ég hélt ég vissi það, ég meina ég tók mér góð tvö ár í að hugsa þetta og ganga til prests og læra um þetta en... einhvernvegin var þetta alls ekki rétt ákvörðun. En, skítur skeður, enginn er fullkominn! Og allir gera mistök. (og þeim er fyrirgefið.... EF þeir bara biðja Guð) Ég trúi á Guð, þessa kristnu trú, kaþólsku og lúthersku trúna líka. Ég held svei mér þá að ég trúi bara að allar trúr séu til, allir Guðirnir séu til. Ég bara er fylgjandi Búdda, því það finnst mér henta mér best eftir því sem ég best veit. Samt get ég ekki verið alveg viss þar sem ég þekki bara brotabrot af öllum þeim trúm sem til eru. En Buddah snýst um Hin Fjögur Göfugu Sannindi og Hina Gullnu Áttföldu Leið. Þetta eru einskonar reglur, ef ég vildi brjóta þær þá mundi ég brjóta þær en þar sem ég held að ég hafi hagað mér svona samkvæmt áttföldu leiðunum áður en ég vissi hverjar þær voru þá bara er ég ekkert að fara að brjóta þær. Þegar ég las þetta, hugsaði ég bara "vá, þetta er uppskrift af trúnni minni" og þess vegna held ég að ég sé fylgjandi Buddah frekar en öðrum trúm.
Hin Fjögur Göfugu Sannindi eru svona:
1. Dukkah: þýðir ,lífið er þjáning.
2. Samudaya: þýðir, orsök þjáninga er löngun og binding.
3. Nirodha: þýðir, þjáning hverfur með því að eyða lönguninni. (þetta er uppáhaldssetningin mín, uppáhalds sannindið mitt. ég fer í kringluna eða aðrar búðir og ég skoða, mig langar roooosalega í einhverja peysu en ég hef ekki efni á henni, þá dregst ég niður, verð leið. En, ef ég spyr mig, langar mig VIRKILEGA í þessa peysu, þarf ég hana? fólk á að vera þakklátt fyrir það sem það hefur, ekki vanþakklátt fyrir það sem það hefur ekki, einnig að rækta samband sem það hefur, við fólk sem elskar mann eins og maður er, ekki reyna að rækta samband sem er ekki til staðar og sem verður ekki til staðar, ekki rækta samband við einhvern sem elskar þig ekki eins og þú ert, þú átt líka betra skilið)
4. Marga: þýðir, vegurinn sem leiðir út úr þjáningunni, hann er kallaður Hin Göfuga Áttfalda Leið!
sem er:
1. Rétt Viðhorf
2. Rétt Ætlun3. Rétt Tjáning
4. Rétt Hegðun
5. Rétt Lífsviðurværi
6. Rétt Áhersla
7. Rétt Athygli
8. Rétt Einbeiting
Númer 5. Rétt Lífsviðurværi heillaði mig þar sem þar stendur að maður eigi að forðast að kaupa það sem er dautt, sem sagt kjöt, þar af leiðandi neyðist hver sá sem vill vera buddatrúar að vera grænmetisæta. Samt ekki, því þetta eru ekki skildureglur. En þetta vissi ég samt ekki fyrr en eftir að ég varð grænmetisæta, í hundraðasta skiptið.
Hér er slóð á íslensku um Buddah fyrir þá sem vilja lesa meira:)
túrilú...
Miðvikudagur, 5. september 2007
Bílpróf 2!!! (samt 4)
Jæja, önnur tilraun sem mistókst! Helvítis próf, ég er að vísu hlinnt því að prófin séu slungin, erfið og ósanngjörn því þetta er stór hlutur og það á ekki hver sem er að fá bílpróf, og þeir sem ætla að fá sér bílpróf verða að vinna fyrir því að viðhalda því, þar á meðal ég! Þetta er bara þreytandi og þetta virðist taka svo langan tíma, en jæja, skítur skeður, ég verð að læra meira! Mér tekst þetta á endanum svo enginn skaði skeður.
Ég er að skríða uppúr veikindunum en er samt soldið hóstandi með slím í hálsinum! Jukk! Ég fékk svo dásamlega lauksúpu hjá yndislegu móður minni sem er öll að skreppa saman! Hún er orðin svo slank og lekkert. Það er gott að sjá hana lítandi svona rosalega vel út.
Hef ekkert að segja! túrilú
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. september 2007
neglur fara og hor eykst!
Nú er ég búin að vera veik heima í næstum viku! ÓGEÐ! Jæja, hvað er að gera við því? Jafna sig! Fyrst kom alveg bullandi hálsbólga og ég átti bágt með að tala, sem var gaman, ég elska að vera hás, mér finnst það svo fallegt! Eða eitthvað, veit ekki hvernig ég á að orða þetta! Allavega, hálsbólgan minnkaði og kvefið jókst, ég fór sem sagt að fá meira hor í nebbann! En áður en horið fór að láta sjá sig þá klippti ég fallegu neglurnar sem ég hafði verið að safna í 2 mánuði eða svo! Alveg frá því að ég kom frá Ítalíu (17. júlí)... Nú getur maður ekkert borað í nefið og sýgur þess í stað bara upp í heila! Æj hvað er ég að bulla, ég sníti mér öðru hverju! Jú, það er alveg satt, ég geri það! Ég kann að sníta mér. Kann það svona nokkurnvegin, það er ekki eins og mér hafi verið kennt það á námskeiði. Ég sníti mér bara á minn hátt!
Fleirri myndir væntanlegar á bílasöluna! vúhú!
Föstudagur, 31. ágúst 2007
framtíðarplön
Nú vinn ég á hrafnistu á næturvakt, það er fínt fyrir utan að ég kvíði alltaf fyrir að fara í vinnuna og það er ekki þæginlegt né gaman. Jæja skítur skeður! Lífið er ekki auðvelt. Ég skráði mig í FÁ á nuddbrautina, ég tek heilar 9 einingar og þykist vera rosalega stolt af mér. Ég skráði mig í sálfræði 103 og heilbrigðisfræði 103, nú eru komnar 6 einingar og svo í tvo íþróttaáfanga. Þar sem ég þarf að mæta 6x í viku í ræktina. Ég get mætt á morgnana með pabba og púlað mig í gegn og mætt svo seinnipartinn og synt eða slakað á í pottinum, þá er ég komin með tvisvar á dag og þarf því ekki að mæta 6 daga vikunnar. Ég verð að geta farið úr bænum eða slakað á eina helgi. En ef ég svindla á kerfinu þá er ég bara að svindla á mér, skólanum er þannig séð alveg sama um mína heilsu. Þó skólinn vilji mér ekkert illt. Ég vil alls ekki móðga neinn. Jæja svo er bílpróf á næsta leiti og ég get ekki beðið eftir því að mega keyra!!!!
Það er málverkasýning eftir mig á Bifreiðasölunni, Tangarhöfða 2 Allir að kíkja á það!
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Bloggið að ná völdum...
ARGASTA ARG!!! Ég virðist ekki getað leitað að neinum gagnlegum upplýsingum á google.is lengur því 70% af niðurstöðunum eru bloggsíður hjá fólki með skoðanir sínar og aðeins skoðanir! Þegar ég vil vita eitthvað um eitthvað þá vil ég vita staðreyndir þess en ekki skoðanir einhverra! Kemur þetta fyrir aðra líka eða kann ég bara ekki að leita að því sem mig langar að finna?
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Hvor fer í fangelsi? eða hver fær refsinguna?
Ef hundurinn minn mundi drepa manneskju, færi ég þá í fangelsi því ég er eigandinn eða verður hundurinn tekinn, líflátinn eða tekinn í burtu. Varla geta litlit hvolpar drepið manneskju, nema þeir séu mjög margir eða ROSALEGA stórir og ef þeir eru fullvaxnir þá er erfitt að kenna þeim, eins og málsháttur eða fræg setning segir "erfitt er að kenna gömlum hundum að setjast!" - Afsakið Berglind, ég man bara ekki hvernig málshátturinn er! Ég skammast mín. Samt ekki nógu mikið til að sleppa því að skrifa þetta!!!!
Lék Ving Rhames ekki í Green Mile? Hét hún ekki Green Mile? Með "Life is like a box of cocolate, u'll never know what u get" manninum. Hvað hét hann? Tom Hanks. Já, ég er að spá í að halda áfram að hugsa bara sjálf og hætta að skrifa ALLT sem ég hugsa!
túrilú
Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. ágúst 2007
You Son Of A Bitch!!!
Sælt verið fólkið, ég veit ég hef verið löt við að blogga. Kannski veit ég ekki hvað ég má segja og hvað ekki. Ýmislegt sem ég lendi í, sem ég sé, sem ég hugsa er lítt bloggvænt. Ekki að ég sé með einhvern sorahugsunarhátt eða gjörðir. Bara óheppin. Sem er á sama tíma heppni. Óútskýranlegt!
Pabbi seldi hundinn sem hann gaf mér fyrir nokkrum mánuðum og ég var ekki sátt og viti menn, ég fékk hann aftur og ég er meira en glöð! Hann fyllir innra tóm mitt af ást og hlýju. Æj þið vitið hvað ég á við. Í augnablikinu er ég óeðlilega þreytt, af vangefnum ástæðum, og veit ekki hvernig ég get best orðað hluti! Crap, þarna sjáiði! Braski lúllar í kjöltunni minni og ég hlakka til að fara að sofa með hann í fanginu. Hann er eins og besti vinurinn sem ég átti.... en fór! Sem var hjá mér 24/7. Það er draumur!
Já, Andri félagi minn bauð mér á The Simpsons Movie! Í lúxus salnum! Djöfull var hún betri en ég hélt. Hefði samt vel viljað sjá hana á íslensku því þátturinn íslenskaði var svo hlægilega og vel hressandi misheppnaðir. Það fyndna var hversu illa þátturinn var gerður! Þátturinn sjálfur var ekki fyndinn fyrir fimmeyring! Jafnvel ekki fimmhundruð billjarða! En það er ekki eins og fólkið hafi verið að reyna að skemma þáttinn, eða hvað? Enskur húmor er ekkert auðtúlkaður! Eins og einu sinni var brúðkaup í bíómynd og einn af pöbbunum stóð upp og sagði "I'd like to make a toaste" og svo kom textinn... "ég vil gera ristabrauð!" WODDAFOKK!!! Það GERIR enginn ristabrauð í fyrsta lagi! Og annað sem ég persónulega lenti í að verða vitni að; maður nokkur í svaka spennó glæpamynd kemur að fórnarlambinu, dauðu, honum bregður, hann fær sjokk og segir hina víðfrægu setningu "Oh my God!!!" og textinn : "hamingjan sanna!". Það er engin hamingja í þessu samhengi! Var túlkurinn antikristur eða hvað?? Fyrrum vinkona mín sá einu sinni gangstera mynd þar sem allir hip hoppararnir og kúl dúddarnir voru með blótsyrði í öðru hvoru orði. Einn dúddinn sagði "You son of a bitch" og textinn : "pétur páll!". Hvað er málið með það? Túnkurinn hafði örugglega komist að framhjáhaldi mannsins síns! Nei, djók! Hvað veit ég um það!
Jæja nóg í bili, túrilú
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Öfund
París Hilton gerð arflaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júlí 2007
Roskilde
Jæja, Roskilde á morgun og ég þarf að fara að sofa! Roskilde á að vera ógeðslega skemmtilegur tími í lífi mínu og seint gleymdur, ef ekki aldrei! Auðvitað mun ég sakna Braska og fleira fólks! En þegar ég kem heim 17. júlí ætla ég að knúsa alla sem ég þekki í klessu, ja, nema nokkra, they know what they did!!! (drawn together, fan) Ég er að grínast. Mín fer með lest til Þýskalands þann 9. júlí og þaðan fer hún svo til Ítalíu til að hitta skemmtilegt fólk.
Ég hef verið að hugsa um að safna hárum undir höndunum og á fótunum og annarss staðar, sem sést ekki til að mér verði síður nauðgað, góð hugmynd? Já, eða líka til að enginn sé að reyna neitt við mig, hvokri skakkir né fullir einstaklingar! Móðir mín er að sjálfsöðgu að farast út áhyggjum en aldrei þessu vant er pabbi líka með áhyggjur og hann er ekkert að reyna að fera þær neitt! Þetta hlítur að vera alveg skelfileg hátíð! Ég vona það besta og aldrei að vita nema ég verði heppin!
Skítur skeður, þetta reddast!
Föstudagur, 29. júní 2007
Blogg... (pössun)
... ég veit aldrei hvað ég á að blogga um en mig langar það samt af einhverjum fáránlegum ástæðum svo ég ákvað að skrifa bara þetta...
(er reyndar hjá Önnu Dögg og Bödda og mér líður rosalega vel hér, alveg rooooosalega. Emilía vildi alla ekki mjólkina sína fyrir svefn svo ég strauk magann á henni og bakið til skiptis þar til hún sofnaði. Hún var í alveg rosalega miklu stuði og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvernig ég ætti að róa hana niður, sama hvað ég reyndi hún fór bara að vola þar til ég fór að strjúka henni á bakinu, ég tók eftir því að hún róaðist og svo gelti Braski á köttinn og hún spenntist alveg upp. Ég tók Braska uppí sófa til að róa hann líka og strauk Emilíu á maganum og hún róaðist samstundis. Þvílík upplifun. Það er bara engu líkt að sjá hana sofa. "She's lika an angel!" eins og sagt er, í bíómyndum, enskum, amerískum... Böddi á afmæli í dag og þeim langaði að fara eitthvað út, teitið á Hressó er víst ekki nóg, sem er á morgun, lol. Ég hlakka til að sjá svipinn á Bödda þegar hann fær gjöfina frá mér! Já og bara smettið á öllu liðinu! Pabbi var ekki sáttur að ég skildi ekki kalla á þau heim til að ég þyrfti ekki að sofa í sófanum út af bakinu. Það er best fyrir mig að sofa í rúminu mínu. Hann mundi eflaust hneikslast "í gríni" yfir því að ég hef haft skjáeinn opinn í allt kvöld. EN... ég vil passa lengur og ég vil horfa á skjáeinn og ætla mér ekki að láta neinn hafa áhryf á það! Tekist á við meðvirkni. Ég veit að hann er bara að hugsa um mína heilsu. Takk)
*jæja tókst að blogga smá!*