Snillinn náði bílprófinu

Allt er þegar fernt er! Ég var ekki viss hversu oft ég mátti taka prófið þar til mér yrði neitað bara alveg en nei nei ég rétt slapp fyrir kattanef. Djók. Ég bjóst ekki við að ná vegna þess að ég giskaði svo mikið. Sem sagt heppni að ég náði. Sem gerir mig ekki að hæfari ökumanni en ég var þegar ég féll. En hvað um það. Próf eru bara próf. Ógeð. Jæja, ég er svo himinlifandi að... ég bara veit ekki hvað. Ég varð að deila þessu með ÖLLU internetinu, hvort sem einhver sér þetta þá hefur heimurinn aðgang að þessu. Þá er bara að hringja í ökunennarann og fá einn æfingatíma til að fá allt á hreint og taka svo verklega prófið sem ég efast um að ég þurfi að taka oftar en einu sinni.

Annars allt gott að frétta, byrja að vinna í Maður Lifandi á morgun og hugsa að ég kaupi mér líkamsræktarkort í dag og labbi smá. Nenni ekki að labba í rigningunni, ekki núna. Ákvað að nenna því ekki svo ég hefði enn meiri ástæðu til að fara í ræktina. *afsökun*...

túrilú allir í heiminum... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Til hamingju með það (er þetta kannski ekki mannamál, hmm?) - og mundu nú að fara vel með prófið, geyma það í plasti, nota það ekki í óhófi og ALLS EKKI SKILA ÞVÍ TIL FÖÐURHÚSANNA.

Hehhe.

Berglind Steinsdóttir, 17.9.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband