Buddah

Ég hef ekki fundið mig í kristinni trú, efast hreinlega um að ég sé kristinnar trúar og sé ég alveg gífurlega eftir því að hafa fermt mig þó svo að fermingin mín hafi verið einstök og sennilega eftirminnileg og fermingarveislan ekki síðri. Hvað um það, ég var ung og vitlaus, yngri og vitlausari, og ég vissi ekkert hvað ég var að gera, ég hélt ég vissi það, ég meina ég tók mér góð tvö ár í að hugsa þetta og ganga til prests og læra um þetta en... einhvernvegin var þetta alls ekki rétt ákvörðun. En, skítur skeður, enginn er fullkominn! Og allir gera mistök. (og þeim er fyrirgefið.... EF þeir bara biðja Guð) Ég trúi á Guð, þessa kristnu trú, kaþólsku og lúthersku trúna líka. Ég held svei mér þá að ég trúi bara að allar trúr séu til, allir Guðirnir séu til. Ég bara er fylgjandi Búdda, því það finnst mér henta mér best eftir því sem ég best veit. Samt get ég ekki verið alveg viss þar sem ég þekki bara brotabrot af öllum þeim trúm sem til eru.  En Buddah snýst um Hin Fjögur Göfugu Sannindi og Hina Gullnu Áttföldu Leið. Þetta eru einskonar reglur, ef ég vildi brjóta þær þá mundi ég brjóta þær en þar sem ég held að ég hafi hagað mér svona samkvæmt áttföldu leiðunum áður en ég vissi hverjar þær voru þá bara er ég ekkert að fara að brjóta þær. Þegar ég las þetta, hugsaði ég bara "vá, þetta er uppskrift af trúnni minni" og þess vegna held ég að ég sé fylgjandi Buddah frekar en öðrum trúm. 

Hin Fjögur Göfugu Sannindi eru svona:

1. Dukkah: þýðir ,lífið er þjáning.

2. Samudaya: þýðir, orsök þjáninga er löngun og binding.

3. Nirodha: þýðir,  þjáning hverfur með því að eyða lönguninni. (þetta er uppáhaldssetningin mín, uppáhalds sannindið mitt. ég fer í kringluna eða aðrar búðir og ég skoða, mig langar roooosalega í einhverja peysu en ég hef ekki efni á henni, þá dregst ég niður, verð leið. En, ef ég spyr mig, langar mig VIRKILEGA í þessa peysu, þarf ég hana? fólk á að vera þakklátt fyrir það sem það hefur, ekki vanþakklátt fyrir það sem það hefur ekki, einnig að rækta samband sem það hefur, við fólk sem elskar mann eins og maður er, ekki reyna að rækta samband sem er ekki til staðar og sem verður ekki til staðar, ekki rækta samband við einhvern sem elskar þig ekki eins og þú ert, þú átt líka betra skilið)

4. Marga: þýðir, vegurinn sem leiðir út úr þjáningunni, hann er kallaður Hin Göfugabuddah gold Áttfalda Leið!

sem er:

1. Rétt Viðhorf

2. Rétt Ætlun

3. Rétt Tjáning

4. Rétt Hegðun

5. Rétt Lífsviðurværi

6. Rétt Áhersla

7. Rétt Athygli

8. Rétt Einbeiting 

Númer 5. Rétt Lífsviðurværi heillaði mig þar sem þar stendur að maður eigi að forðast að kaupa það sem er dautt, sem sagt kjöt, þar af leiðandi neyðist hver sá sem vill vera buddatrúar að vera grænmetisæta. Samt ekki, því þetta eru ekki skildureglur. En þetta vissi ég samt ekki fyrr en eftir að ég varð grænmetisæta, í hundraðasta skiptið.

Hér er slóð á íslensku um Buddah fyrir þá sem vilja lesa meira:)

túrilú... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband