Föstudagur, 20. júlí 2007
Roskilde og Ítalía
Ég er aldrei heima. Vinkona mín hringir í mig á afmælisdaginn minn og spjallar smá þangað til ég fer að verða áhyggjufull yfir símreikninginum og segi henni að ég verði eiginlega að hætta að tala því ég sé í belgíu. Allt í lagi, nokkru seinna hittir þessi sama vinkona mín, móður mína og hún segir vinkonu minni að ég sé á Hróaskeldu og það kemur vinkonu minni ekki á óvart nema hvað, sunnudag eftir roskilde, hringir sama vinkona mín í mig og biður mig að koma í sund, en ég segist vera á ströndinni á Ítalíu!
Hróaskelda var snilld fyrir utan að ég missti af IN FLAMES!!!!!!!!! og það var allt mígandi leðjukennt og blautt og vindað en ég þraukaði, fór svo í köben, hékk með fólki og svo skellti ég mér til ítalíu fyrir viku og kom núna á aðfaranótt miðvikudags. Rosalegur hiti og rakt loft og við gengum allt of mikið að mínu mati. Þegar við vorum búin að ganga og ganga bara í þeim tilgangi að ganga bara... að mínu mati, þá máttum við gera það sem við vildum og þá var ég aldrei tilbúin að fara að sjoppast með Sóley! Fyrir utan það að mér finnst ekki gaman að sjoppast.
Vatikanið var ekki eitthvað sem ég hafði ánægju af en cólusíumið var betra. Ef ég hefði haft meiri tíma þá hefði ég vilja skoða það betur og jú ég mundi vilja sjá Vatikanið betur, helst þegar ég er bara ein í Vatikaninu. Það var of mikið af fólki þarna. Kristin trú er eitthvað að pirra mig þessa dagana. Ég þarf eitthvað að skoða hana betur.
Takk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.