Enginn er öðruvísi...

Eins og kemur hér í sögunni að neðan  var þessi unga kona alveg bráðgreind, en... það var ýmislegt annað sem vantaði, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Hvernig annars hefði svona rosalega greind stúlka lent í svona, hvernig gat hún látið "plata" sig í eyturlyfjaheiminn? Auðvitað vissi hún betur. Það sem ég er að reyna að segja að það eru allir eins þegar í botninn er horft. Við erum eins og x mikið rúmmál af vökva (efni), það eru allir með sama magnið nema mismikið á hverju efni fyrir sig. Þessi stelpa hafði mikið af gáfuvökva en lítið af öðrum vökva. Ég hef aðeins meira af listrænum vökva en aðrir en lítið af comon sens vökva. Það jafnast alltaf út á eitt! Allir eins, enginn er því öðruvísi og því ætti enginn að skammast sín fyrir eitthvað sem hann er eða er ekki, því allir aðrir hafa sína "galla" líka.

 Mikið vorkenni ég foreldrum stúlkunnar og nákomnum, vona að þau nýti sér þessa reynslu eða atvik til hins góða! Það sem fer upp fer aftur niður, ef það er eitthvað vont þá er líka eitthvað gott = Jafvægi lífsins!

Ég er sammála föður stúlkunnar um að það þurfi eitthvað að gera, en hvað? Þeir sem eru í fíkniefnum hafa sennilega minna af einhverju öðru en aðrir sem koma sér ekki í þennan heim og kannski óþarflega mikið af einhvrju enn öðru. þetta fólk á skilið fulla virðingu frá öllum sem "vita betur" og eru ekki í þessum heimi. Það býr svo margt í þessu fólki, það ætti að hjálpa þeim að nýta sér þá á betri og löglegan hátt. Dah, hvað veit ég... djös bullari get ég verið. Ég hef ákveðnar skoðanir á þessu máli en ég get einhvernvegin ekki orðað þær rétt!


mbl.is Sjóður vegna átaks gegn eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmmm ... allir eins þegar í botninn er horft? Eða: þegar öllu er á botninn hvolft? Svavs, Svavs frænka, þú veist að ég er fasisti ...

Og svo eru allir öðruvísi og hver með sínu móti, ha, er það ekki?

Berglind Steinsdóttir, 2.7.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband