Lífið bara er... stundum

Jæja, ég uppgötvaði það um daginn að stundum er bara lífið. Það bara er... Ég tók eftir því að ég var ekki nógu sátt, sem sagt við lífið og tilveruna, mig eða aðra. Samt var ég ekkert óánægð. Mér leið engan vegin illa. Jú kannski þá þann hátt að ég var með mórai yfir því að ég væri ekki sátt. Með lífið þá! Eins og ég hef það gott. Lífið gæti auðvitað verið verra og þess vegna er ég þakklát fyrir það sem ég hef/fæ og reyni oftast að vera bara sátt. Það er ákveðin tilfinning sem við pabbi tölum stundum um. Lífið er ekkert frábært en það er heldur ekki slæmt, það er bara nógu gott. Bara hér og nú líður mér vel, ég er í þæginlegum fötum, mér er hvergi illt, ég sé vel, það er ágætis veður og ég get ekki gert neitt til að bæta líf mitt. Það er á uppleið og ég er á góðri leið með að gera líf mitt betra og betra og þar af leiðandi líf annarra líka. Þetta er svona helsta lýsing á "sáttri" tilfinningu. Í sambandið við þessa tilfinningu mína og líðan minn, ég var ekki sátt en ég var samt ekki ósátt. Ég komst að því að ég var bara ekki í neinni stöðu. Engri sérstakri tilfinningastöðu þetta augnablik en ég hafði enga ástæðu til að hafa móral yfir einu eða neinu. Þarna fann ég bara fyrir því að lífið væri!

Lífið er... ekkert sérstakt, það bara er...

En af því að ég er besta vinkona mín þá ætla ég að gefa mér ferð til Belgíu í afmælisgjöf. Hin besta vinkona mín á heima í Belgíu um þessar mundir og mig þyrstir í fingurgómana af forvitni við að sjá hvernig hún býr núna. Hvernig umhverfið er. Hvernig fólkið er. Hvernig heimilið hennar er. Hvernig veðrið er. Hvernig verslanarnir eru. Hvernig veitingahúsin eru. Hvernig sjónvarpsefnið er en fyrst og fremst hvernig hún er þarna Grin...

Svo eru plön fyrir afmælið mitt í fullum hamagangi og vona ég innilega að ósk mín um hugmyndir þess rætistHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband